sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ynjan man sinn fífil fegurri. Í dag sem og aðra þynnkudaga sannast enn og aftur að þeim dugir ekki dagur sem drekka fram á nótt. Merkileg staðreynd, óþægileg á köflum jafnvel.

Því leggur ynjan fram breytingatillögu og hún er mun betri en núverandi fyrirkomulag þ.e. áfengir drykkir - þynnka. Nýja kerfið er svona ljómandi að maður tekur fyrst út þynnkuna og fer svo á djammið. Þannig getur maður stillt þynnkuna eftir því hve mikið á að drekka, verið þunnur x lengi sem samræmist þá djammtímanum og svo framvegis. Þá getur maður verið smá sljór laugardagsmorgun ekki frá og drukkið svo tvo rauðvín að kveldi og það hefur engar afleiðingar. Taki maður þynnkuna út fyrirfram heldur ynjan að ofdrykkja muni minnka hressilega, hún trúir því ekki að nokkur maður sé tilbúinn að leggja það á sig að æla óendanlega í 3 daga fyrirfram útaf árshátiðinni, vera með höfuðverk í tvo daga út af nokkrum bjórum og óhugandi telur hún að einhver taki út ,,kaldann kalkún" margra daga þynnku með ofsóknum og brjáluðum frákvörfum til að geta drykkjutúrað mánuðinn. Nei, einfalt kerfi. Allir græða.

Gljáni er fífl, kjáni

Hafið það gott

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég upplifði hávær mótmæli í dag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fólk er ekki alltaf á sama máli og ég en í dag brá mér. Án nokkurrar uppreisnar af minni hálfu var mér mótmælt með gargi og öskrum. Mér þótti það örlítið ósanngjarnt en tek það til mín. Nota þessa gagnrýni til naflaskoðununar og vona að á næsta fundi okkar brosi lífið við okkur.

Kisan hennar Mörtu er týnd. Ég held að það sé soldið óþægilegt að vera týnd kisa í Reykjavík, mikið af misyndisköttum sem geta komið ketti í vondan félagsskap. Það er vonandi að Malín skili sér. Synd að sjá á eftir fúllyndasta ketti Íslands.....sorry Marta....hún er ekkert mjög spök....en sæt!!!!

Hafið það gott um helgina, það ætla ég að gera. Skella mér í kaf og sjá hvort það taki lengri tíma að kala fingurnar nú en síðast.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ynjan er eitthvað angurvær.

Suma daga langar mann bara til að brosa daginn út og í gegn.

Ja svei akkuru ekki ?

Brosum!

Meðan ég man...rúmskota er að færa, róta til. Breyti maður þessu annars ágæta orði í rúmskör tölum við um trépall fyrir framan rúm. Ó hve glöð er vor tunga (eða bara orðabókin).

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

VVVíííí... syngjandi börn um allan bæ, með hárkollur, andlitsmálningu og aðra skreytingu til að fá gott í pokann. Mér þótti þetta stórskemmtilegt. Nokkrir strákguttar voru greinlega búnir að æfa sig vel og tóku ,,ástin" með Leoncie fantavel. Gaman af því. Að launum fengu þeir nammi. Skemmtilegt að hafa svona aukanammidag. Ég var nokkuð fúl þegar ég sá að kaffitár var með miða út í glugga sem á stóð...hér er ekkert nammi í boði!!! Æji hundfúlu þið, nammi fyrir 1000 karl og gleðja nokkra krakka einn dag. Vera með, þeir sem eru með rekstur voru einhvern tíma börn sjálfir og ættu að muna hve leiðinlegt svona viðmót er.

Svo hitti ég unga tvíbura í dag sem heita Marí og Jósep....

allt samant er þetta skemmtilegt

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

arg arg arg....eru ekki allir í stuði ?

Almennt fer það lítið í taugarnar á mér þegar fólk er fáfrótt og teflir fram hugsjón sem dó fyrir um hundrað árum síðan. Það truflar mig lítið þegar fólk er auðheyranlega mjög fordómafullt. Sumum fyrirgef ég og reyni með minni alkunnu hógværð að koma inn nýstárlegri sjónarmiðum, nú gangi það ekki umgengst ég fólkið sem minnst og tilvera mín heldur áfram að vera blómstrandi falleg og dásamleg og allt fallega, upplýsta og skemmtilega fólkið sem ég þekki gleður tilvist mína áfram. Ég gleymdi náttúrulega að taka það fram að þessir örfáu ólánshugmyndamenn sem ég hef hitt eru með öllu valdalausir og eiga því ekki að valda skaða meðan hitt upplýsta fólkið er vakandi(nema kannski í örfáum undantekningatilfellum sem lesa má um í sögubókum). En nú er bavíaninn busi að upplýsa enn og aftur fornfálegan og heimskulegan hugsunarhátt sinn, fyrir alþjóð og alheiminum. Arg ég er vond. Allajafna ætti ekki að skipta máli hvað forseti bandaríkjanorðurameríku er illa upplýstur svo lengi sem aðstoðarmenn hans standi sig en nei...miðað við yfirlýsingar er ekkert vit í þeim heldur. Busi sumt segir maður hreinlega ekki! Skamm, ég mótmæli því að menn með gáfur á við fjörugrjót hafi svona áhrifaríka vinnu. Ætli ég skrifi ekki skilti og standi með Helga ´Hó - brjáluð og kalin til að mótmæla.

Ég horfði á ´79 af stöðinni í dag....þolinmæðisverk!
Trölldoðra er trappgæs, fugl af doðruætt.

Hafið það gott á þessum síðustu og verstu :(

mánudagur, febrúar 23, 2004

Enn einn dásamlegur mánudagur!!

Ég sá að Gríshildur var eitthvað að mótmæla konudeginum. Því ætla ég ekki að lána henni ´þarfabókina ,,handbók heimilisins". Í tilefni af konudeginu og öðrum dögum hef ég lesið þessa bók næstum upp til agna og verð ég að segja að hún er um margt gagnleg og ætti að vera skildulesning allra kvenna sem hafa tileinkað sig heimilinu! Þar er meðal annars gefin upp í hvaða röð eigi að þrífa, hvernig megi blettahreinsa, hvernig er hægt að vökva blómin, þó maður sé ekki heima og enginn til að vökva þau, hvernig eigi að meðhöndla auðskinn, nauðsynlegan búnað fyrir saumaaðstöðu og margt margt fleira! Hér er eitt þarft... Gæludýr meðhöndluð við flóm. Kaupa skal duft gegn flóm í dýrabúð og gætið þess að kaupa efni fyrir rétt gæludýr (ekki hundaflóaefni ef þið eigið kött), ef þú ert í vafa um hvernig eigi að meðhöndla efnið - farðu þá til dýralæknis (hehe). Þú verður að taka húsnæðið í gegn um leið og þú meðhöndlar dýrið (sjá blaðsíðuna þar sem farið er yfir - hvernig skal þrífa ). Mundu að brenna ryksögupokann -utandyra.. Hreinsaðu flet dýrsins, þvoðu,brenndu eða fleygðu teppunum og láttu það liggja á bómullardúk eða pappír - nú eða einhverju öðru ! Brenndu undirlagið. endurtakið þar til öruggt er að tekist hafi að uppræta flærnar.
Þegar kemur að hreinsunni á dýrinu sjálfu er nauðsynlegt að hafa við höndina kamba, kraga og eitur gegn flóm. Svo er hægt að leggja laufblöð af valhnotu í vatn næturlangt eða blanda dufti af malurt eða prestafífli saman við vatn. Þvoði feldinn á dýrinu upp úr blöndunni, leyfðu honum að þorna og burstaðu hann svo vel og vandlega . Hægt er að brenna laufblöð af jakobsfífli og/eða malurt til að fæla burtu flær...............
........burn mófó burn!!!!!

Ekki meira um það.....hafið það gott.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Helgin hefur verið svona stórskemmtileg
Skellti mér í kaf - eitthvað sem ég hef ekki gert lengi. Ég nenni ekki að kafa í fimbulkulda og myrkri. Nú erþetta betra, með það í huga að hugsanlegra sé hlýrra og mikið bjartara. Hitastig vatnsins var þó nógu kalt til að ég missti næstum því fingurnar. En gaman alltaf gaman að kafa og ég hlakka mikið til þegar SKIPIÐ fer á flot!

Ég er í fýlu út í guð, úr því hann er farin að senda fólk í aðgerðir þá tel ég að hann ætti að eyða peningnum í eitthvað þarfara en ljótar barnastjörnur. Ýmislegt þarfara sem hægt er að eyða peningunum í og ef einhver ætti að vita hvar...þá er það guð, en svo virðist sem hann hafi ekki jafnað sig á sýrutrippinu enn...og ég í fýlu.

Konudagurinn var greinilega dagur fyrir aðrar konur en mig.

föstudagur, febrúar 20, 2004

....hehe ég er furðuverk og mamma er ekki í fýlu hehehe.....

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Sælt veri fólkið, alltaf sama skítaveður í borg óttans, þar af er ég í fýlu....ég þrái að geta horft á gott veður út um stofugluggann og bloggað.

Það virðist vera sama hvar maður er hvað maður er að gera...alltaf er verið að reyna að troða upplýsingum ínní höfuðið á manni. Stundum hallast ég að því að það sé blessun að vera ólæs. Ekkert áreyti og ég stórefa að fólk myndi elta mig og lesa upp úr riti sínu til þess eins að auglýsa smá eða troða með öllú óþörfum upplýsingum á mann. Svo þegar maður er í leit að heilalausri afþreyingu á vefnum rekst maður oft á vefdagbækur sem annað hvort eru með siðapredikunina tilbúna, hugleiðingu dagsins í anda Dalai Lama eða hreinlega bara með orð skrifuð sem ég hefði vel lifað án aflestrar.
Hvað er ég að segja með þessu? Það veit nátttttlega ekki nokkur maður....ólæsi er blessun?

Annars er það af mér að segja í gær fékk ég ,,vinkonu"póst með spurningum og svörum sendanda og ég átti að senda öllum vinum mínum til baka með svörum sem áttu við mig og ég átti að verða fróðari (sjá pistil hér að ofan) og rotna í helvíti ef ég myndi ekki láta undan vefmiðlinum. Svo ég braut odd af oflæti mínu og svaraði samviskusamlega...setti inn nostursetningar til að gera svör mín nákvæm og sæt. Nokkuð ánægð með mig byrja ég að troða inn veffangalistanum, tvö nefföng eftir og þá jaaapúuuufffffh Bréfið hvarf....hvarf....ósent....mín var ekki sátt en ég tók þessum skilaboðum...sorry!!1

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Sælt sé fólkið

Fyrir ykkur sem hafa áhyggjur af svefni mínum ætla ég að upplýsa ykkur um að ég barðist dyggilega á móti khmerunum og hafði betur þó vopnin hafi ekki verið meiri en sigð og pálreka...

Svo er það setning ársins held ég bara ,, Did you know we had a dead norwegian guy in the harbour back east?" (Gm)Snilldarsetning og ekkert annað....það var allavega ógeðslega fyndið hvernig hann sagði það!

Smeiting er glerungur smelt.

Ég hitti bekkjarsystur mína úr grunnskóla á förnum vegi í dag, hef ekki séð hana í mörg ár. Gladdi mitt auma hjarta. Í smáaspjallinu (smalltalk) rennur upp úr gellu...ég á hálft barn...náði mér í einn með öllu.....sumir hlógu bara....og aðeins lengur.




þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Það er fátt sem raskar svefni mínum svona almennt. Ég kyppi mér lítið upp við þessi draumskrípli sem ásækja mig af og til. Í nótt var ég þó fórnarlamb rauðu khmeranna í kambódíu þarna um 1977 ( ekki einu sinni hugsun í hausnum á pabba). ÉG var í týpískum fötum byltingarinnar að koma mér undan hermönnum sem ólmir vildu fella mig í tilefni þess að ég hafði blótað hátt virtum Pol pot, samt hafði ég mætt á bænastundir og lofað Angkar í hæstu hæðir. En svona er þetta og sem betur fer er ég vakandi. Ég vona einfaldlega að ég sleppi við aftökurnar á torgi hins himneska friðar....'

mánudagur, febrúar 16, 2004

Helgin liðin og enn einn mánudagur á klakanum kalda. Klakinn hlýnar reyndar óðfluga - svo kannski maður ferði að uppnefna land vort með öðrum hætti.

Þorrablótið gekk með ágætum og maður skilaði sér heim og er nokkurnveginn edrú að skrifa núna svo enginn stórskaði.
Svo klappaði maður bátskríplingnum sínum á sunnudeginum og tilhlökkunin við að þeysast um hafið er komin. Var einhver að lofa því að vorið væri komið?!

Er djúpt snortin eftir að hafa horft á heimildarmynd um stórsnillinginn og nágranna á reykvískum mælikvarða Helga Hóseasar. Þessi mynd (eða ævi hans) ætti að vera skylda í framhaldsskólum og jafnvel á vinnustöðum. Hvað sem því líður þá vildi ég nota tækifærið og benda lesendum á gagnsemi þessa vefs þar sem smollinkría kom fyrir sem orð dagsins ekki fyrir svo löngu... að sjálfsögðu notaði Helgi seinni merkinguna... Ég held að það væri landsmönnum til sóma að setjast niður, skrifa á eitt mótmælaskilti eða svo, fara svo á langholtsveginn og mótmæla þar Helga til stuðnings. Þó ekki sé nema fyrir úthaldið. Eitt sem ég skil ekki í þessari baráttu Helga er afhverju eitthvað skriffíflið gerði manninum ekki til geðs og staðfesti óskírn hans í þjóðskrá. Ég hefði persónulega verið til í að borga viðkomandi yfirvinnu. En .... nei...það er ekki hægt, maðurinn með pennann er farinn. Þegar svona smámál eru eins og 3-4 setningar er oft betra að gera þeim til geðs sem þrá að alhug. Svo er málið dautt. En nei - ja nei. Ekki hægt. Enn og aftur legg ég til að þjóðin sameinist um að skapa pressu og fá einhvern til að uppfylla ósk Helga. Við getum slegið í púkk fyrir pennanum.

Máltæki dagsins er ,, þeir sletta skyrinu sem eiga það"

Blóð
Busi
Dóri
Davi

laugardagur, febrúar 14, 2004

Stundum gildir einu hve mikið maður reynir

föstudagur, febrúar 13, 2004

já föstudagur upp er runninn og þesso dagur hefur eiginlega ekki komið mjög vel fram við mig.

Ég byrjaði daginn á að klára verkefni sem var svo ekki verkefnið sem ég átti að skila og því þurfti ég að gera það upp á nýtt. Það tók langan og leiðinlegan tíma. Ég sé eftir þessum tíma sem ég eyddi í endurgerðina. Ég er ekki þessi nemandi sem fíla það þegar ég er send til baka að skrifa eitthvað aftur sem ég hef skrifað af því að kennaranum þykir ég ekki gera það nógu vel.

Þriðja þorrablótið er framundan nú um helgina. Þetta verður eflaust fínt þorrablót en nú þar sem ég hef eiginlega borðað hákarl, hrútspunga og annað súrmeti í hvert mál langar mig ekkert sérstaklega að borða þorramatinn. Því var ég að vona að fólki væri sama þó ég drykki bara brennivínið og tæki með mér pasta, sem er þjóðlegt út af fyrir sig.

Kominn tími til að liggja aðeins yfir málsháttum. Oft er blökk rót undir bjartri lilju. Þessi málsháttur vísar í að ekki er allt sem sýnist og notast við andstæðurnar dökk/ljós. Rót er oft notuð til að lýsa einhverju sem er óhreint og þolir ekki birtu og liljan fyrir hreinleika og sakleysi. Oft heyrir maður málsháttinn oft er flagð undir fögru skinni en þessir málshættir hafa nákvæmlega sömu merkingar.

Notið nú helgina til að slá um ykkur, nú eða í eitthvað annað skemmtilegt!


fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ef pósturinn hefði komið á réttum tíma hefði hún örugglega lesið hann. Nú pósturinn brást og ekkert las konan og situr heima og bíður eftir því að hið opinbera hringi og biðjist afsökunar. ,, Frú Sigríður okkur þykir leitt að hafa valdið þér ama, pósturinn kemur ekki fyrr en í næstu viku". Enn hefur síminn ekki hringt og enn er pósturinn ekki kominn. Það er fátt sem að setur þessa rólyndu konu í símastellingar annað en pósturinn og þetta er í fjórða sinn á þessari öld sem hann bregst henni. Fjórða sinn! Hún veit þetta er ekki útaf ófærð, bilunum eða tíðindaleysi. Hún er viss um að hel%&&%&% pósturinn stoppi óhóflega lengi á bænum á undan og velti þar um með tíkinni. Tíkarbeyglan gaut fimm hvolpum nýlega og póstmaðurinn hefur lengi verið veikur fyrir íslenskum hundum. Hún er sannfærð. Hún reyndi einu sinni að kvarta. Hringdi og sendi bréf til yfirmanna póstdeildarinnar. Bréfinu var aldrei svarað og hún hringdi utan þjónustutíma. Sigríður bíður enn....og vonar.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Hehehe nú snéri ég á þessa sölumenn.
Ég þarf ekki að gera neitt. Eftir tvær vikur sný ég mér bara við.... þeir plata mig ekki svo léttilega.
Kæru nærsveitungar

Orð dagsins er rúm stórt rúm, stærra rúm, nýtt rúm, gott rúm. Máltæki dagsins er bókvitið verður ekki í bólið látið og því hef ég undanskilið mig öllum heimalærdómi í dag til að prófa. SNNNNilld og ég gleðst í hjarta mínu. Að sjá´flsögðu eru alltaf sölutrix, okkur var sagt að við þyrftum aldrei að snúa dýnunni enda stendu stórum stöfum - neverturn- sem er rétt við þurfum aldrei að snúa henni við öpsæddán en við þurfum að hliðra henni setja fætur hjá höfuði og öfugt reglulega. Næst les ég smáa letrið betur.

Hafið það gott
Þyrnirós

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

jæja

Ég held að skólinn sé byrjaður... mig minnir það... gott ef ekki. Þegar maður er í skóla á maður að lesa bækurnar sem fyrir mann eru settar og svei mér þá ef ég braut ekki múrinn í dag og las kennsluefni. sumt var fróðlegt annað ekki. Hrokinn segir mér reglulega að ég kunni þetta og þurfi þess ekki með að lesa... pakk sem les heima... Nei alls ekki. Skólinn hefur víst gert ráð fyrir mér nú í mánuð og oftast hef ég mætt en stundum verið andlega fjarverandi. Ég finn að skólaandinn er kominn og ekkert annað að gera en taka því fagnandi.

Ég hef verið iðnari við að lesa en síðastliðin misseri og er það vel. Ef horft er frá stórhöfðingjunum Dalai Lama og Stteinólfi Lárussyni hef ég lagst í svona ,,samhygðarbækur" gott orð.. en það eru bækur um aðra (oftast í öðru landi) sem hafa verið fórnarlönd og náð að rísa upp. Bækur í þessum flokki eru ,,dætur kína" og ,,ambáttin" ,,bóksalinn frá kabúl" og fleiri. Ég fann einmitt enn eina bók sem heitir ,,ógnir minningana" og er um konu sem var neydd til að vinna með rauðu kmerunum (vonandi rétt stafsett). Lofar góðu og ef allt gengur að óskum get ég tárfellt og í besta falli fengið heimþrá.

Fyrir okkur veðuráhuga fólkið hefur hlýnað nokkuð og tekur maður þeim veðraátökum fagnandi.
Bros

mánudagur, febrúar 09, 2004

Mig langar alltaf svo að tala um veðrið. Fáir hafa áhuga á því að tala um veðrið við mig og ég fæ furðanlega lítilviðbrögð þegar ég blogga um það nema frá veðurguðunum sjálfum. Hugleiðing mín er hvort veðrið sé dottið úr tísku.

Lalli Johns er enn að leika og sem fyrr stendur hann sig vel. Ég sat á kaffihúsi þar sem hann og ónefnd aukaleikkona voru með smáleikþátt. Nokkuð góður þáttur, fjallaði um erfiðleika þess að vera utangarðs og hve illa maður kann við að láta sómasamlega borgara segja sér til - að vera úti. Eftir leikþáttinn tók hann í hönd flest allra áhorfenda og hvíslaði að þeim góðlátleg orð. Áhorfendur fylltust lotningu yfir að hafa hitt og heilsað þessari alþýðuhetju okkar.
Mér þykir nokkuð merkilegt og skemmtilegt að Lalli sé alþýðuhetja og njóti virðingar að virðist innan samfélagsins. Segir kannski svolítið um hvernig þjóðarandinn er. Öll erum við Lallar inn við beinið en ekkert okkar vill viðurkenna það og fá okkar feta í hans spor.

Meðan ég beið á rauðuljósi nú rétt áðan ákvað ég í illsku minni að telja farþega í bílunum við hliðina á mér. Af þeim 15 bílum sem ég náði að telja voru ekki nema tveir bílar með tvo innbyrðis. Annars var bara bílstjórinn. Kannski það þyki lákúra að tvímenna eða fjölmenna í bíl. Ég státaði ekki af margmenni í mínum bíl, var ein og ákvað þá að benda á galla annara í stað þess að bjóða regnhröktu konunni far.

Orð dagsins er fori sem er forustuhrútur. Þetta er ágætisorð og fer ekki illa í munni FORI. Þegar ég var barn átti ég það til að taka orð og segja það ótrúlega oft til að fá einhverja merkingu í það. Prófum núna fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori. Jú ætli þetta sé ekki ennþá forustuhrútur. Ef við gerum þetta aftur og aðeins oftar fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori forifori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori. Hvað í andskotanum er fori? F - O - R - I
Þetta er bara bull.
Nú tuttugu árum seinna kemst ég að því sama...... orð eru bara bull og engin merking á baki þeim.
Þetta má gera við öll önnur orð og sama viðurstaða fæst...prófiði bara kona, kotrungur, smollinkría, hákarl og fleiri.
Vor tunga er einskisvirði???

Spáum í þetta og höfum það gott!

föstudagur, febrúar 06, 2004

Sælt veri fólkið

Fúlynjan vaknaði fyrir klukkan sjö i morgun og telur það algjört afrek og á skilið klapp á bakið. Einstakur viljastyrkur þar á ferð. Það vita allir sem til þekkja. Kannski betra að taka það fram að ynjan þurfti ekki að mæta fyrr en hálfníu í skólann.

Ég efast einhvernveginn um að tölvuhangs geri mann að framaeinstaklingi í þessu þjóðfélagi. Ég hef setið hér heilalaus og vafrað um alheimsnetið og flissað. Nú finn ég að heilinn er dofinn, líkaminn vildi gjarna vera fjarverandi og öll þau upplífgandi verk sem hefðu geta verið framkvæmd eru enn ógerð.
Illu er best slegið á frest.

Eitthvað hafa ummæli mín á blogginu farið fyrir brjóstið á veðurguðunum og þeir ákveðið að láta mig finna allhressilega fyrir því og glotta sjálfir. Ég eyddi stórum hluta morgundagsins í það að skafa Kormák. Kormáki þótti það bara bísna þægilegt. Mikill snjór.
Það má ekki skilja mig sem svo að ég sé andstæðingur snjóa og vetrarveðra. Það er ekki þannig, ég er bara hundfúl út í slyddu og slabb. Reykjavík er borg slyddu. Þegar maður hefur vanið sig á að ganga í sandölum allt árið þá er ekki gott að ganga í slabbi. Moksturshæfileikar virðast líka vera í útrýmingarhættu og stundum skil ég ekki hvað drífur þessa menn af stað til vinnu. Kannski að almúginn sé sinnulaus og nenni ekki að rífast í þessum greyjum sem alltaf reyna að gera manni til geðs.


Slafak er grænt slý í eða á tjörnum,lækjum, jafnvel sjó.
Góða helgi

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

....svo byrjaði að snjóa. ég vil ekki vera kvartin en hvað gerðist? Hér sat ég með bros og beið eftir vorinu og svo er maður svikinn!
Maður getur svosem glaðst yfir því að í snjó getur maður brosað að óförum annara en hlaupið til og hjálpað og talið sig dýrling á meðan og slegið tvær í einu höggi.

Ég er alveg að jafna mig á fýlunni út í Mörð Árna og ætla því að láta orð dagsins flakka. Smollinkría er fjörgugur maður, glaðhlakkalegur en víðsjáll. Það að smollinkría getur einnig átt við um þegar verið er að gilja einhvern. Þetta orð er ekki í boði Marðar.

meeee

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Góða kvöldið nærsveitungar

Dagurinn að lokum kominn og bráðlega kemur þetta yndisleaga rúm í hús og ég stefni að því að sofa lengur en þyrnirós og betur en beyglan á bauninni.

Ef maður á að troða bókum upp á saklausa veffarendur þá bendi ég á einræður Steinólfs úr Dölunum, það má vissulega skemmta sér yfir henni en ég er ekki viss um að hún henti húmorslausum Reykvíkingum sem telja sig fædda með malbik undir fótunum. Það er vissulega ekkert nema hroki að halda slíku fram.

Það viðraði vel til stórafreka í dag, en ég sló þeim öllum á frest í þeirri trú að frostalandið mikla sæi sér fært að splæsa öðrum slíkum degi á mig persónulega.

Mig er farið að klæja í fingurnar að komast út í og kafa aftur, ekki það að köfun sé ógerningur á veturnar ég er bara hreinræktuð kuldaskræfa og vil fá virðingu í samræmi við það. Því legg ég til að við skjalfestum lög, ekkert verri en mörg önnur, og bönnum hreinlega frost og kúkaveður. Æðstu strumpar mega svo rífa sig að vild hvort þeim hafi verið boðið með nægum fyrirvara eða ekki. Sandkassinn er að sjálfsögðu í boði ríkisins.

Birtutíminn hefur lengst um 3 klukkustundir síðan í lok desember og maður neyðist bara til að taka að ofan fyrir því.





þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Fátt yndislegra en þriðjudagsmorgnar, sér í lagi þegar maður gerir sér grein fyrir því að það er farið að birta og bráðum sér maður handa sinna skil fyrir hádegi.

Helgin var svona ljómandi, lagði á mig endalaust ferðalag í sveitina til að horfa á leik. Eins og allir vita er ég harður stuðningsmaður Snæfells, sem og annara íþrótta. Byrjuðu þetta vel svo leit þetta illa út en þegar liðsmenn áttuðu sig á því að þarna var Adamsfamilí mætt heil og ósködduð að mestu, hysjuðu þeir upp um sig brækurnar og unnu! Allt tal um launaþak og sprengingu á því er bara kjarftæði. Ég get alveg sagt ykkur hvað Hlynur og Siggi eru með í laun. Ekkert, en þeir fá reglulega komment inn á síðuna sína - það eru sönn laun og bónusinn er sá að vinni þeir alvöruleiki, er farið heim til þeirra og vaskað upp fyrir þá! Þannig er það bara.

Ingunn veitti mér þá ómældu gleði að spjalla í morgun. Hún er allra manna heppnust og varð fyrir því láni að það sprakk yfir hana hvalur. Ef þið viljið sjá gasfyllta sprengihvalinn sem gladdi Ingunni kíkið hér.
Gargandi snilld.

Orð dagsins verður orð kvöldsins - bíðið spennt