fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Sælt veri fólkið, alltaf sama skítaveður í borg óttans, þar af er ég í fýlu....ég þrái að geta horft á gott veður út um stofugluggann og bloggað.

Það virðist vera sama hvar maður er hvað maður er að gera...alltaf er verið að reyna að troða upplýsingum ínní höfuðið á manni. Stundum hallast ég að því að það sé blessun að vera ólæs. Ekkert áreyti og ég stórefa að fólk myndi elta mig og lesa upp úr riti sínu til þess eins að auglýsa smá eða troða með öllú óþörfum upplýsingum á mann. Svo þegar maður er í leit að heilalausri afþreyingu á vefnum rekst maður oft á vefdagbækur sem annað hvort eru með siðapredikunina tilbúna, hugleiðingu dagsins í anda Dalai Lama eða hreinlega bara með orð skrifuð sem ég hefði vel lifað án aflestrar.
Hvað er ég að segja með þessu? Það veit nátttttlega ekki nokkur maður....ólæsi er blessun?

Annars er það af mér að segja í gær fékk ég ,,vinkonu"póst með spurningum og svörum sendanda og ég átti að senda öllum vinum mínum til baka með svörum sem áttu við mig og ég átti að verða fróðari (sjá pistil hér að ofan) og rotna í helvíti ef ég myndi ekki láta undan vefmiðlinum. Svo ég braut odd af oflæti mínu og svaraði samviskusamlega...setti inn nostursetningar til að gera svör mín nákvæm og sæt. Nokkuð ánægð með mig byrja ég að troða inn veffangalistanum, tvö nefföng eftir og þá jaaapúuuufffffh Bréfið hvarf....hvarf....ósent....mín var ekki sátt en ég tók þessum skilaboðum...sorry!!1