já föstudagur upp er runninn og þesso dagur hefur eiginlega ekki komið mjög vel fram við mig.
Ég byrjaði daginn á að klára verkefni sem var svo ekki verkefnið sem ég átti að skila og því þurfti ég að gera það upp á nýtt. Það tók langan og leiðinlegan tíma. Ég sé eftir þessum tíma sem ég eyddi í endurgerðina. Ég er ekki þessi nemandi sem fíla það þegar ég er send til baka að skrifa eitthvað aftur sem ég hef skrifað af því að kennaranum þykir ég ekki gera það nógu vel.
Þriðja þorrablótið er framundan nú um helgina. Þetta verður eflaust fínt þorrablót en nú þar sem ég hef eiginlega borðað hákarl, hrútspunga og annað súrmeti í hvert mál langar mig ekkert sérstaklega að borða þorramatinn. Því var ég að vona að fólki væri sama þó ég drykki bara brennivínið og tæki með mér pasta, sem er þjóðlegt út af fyrir sig.
Kominn tími til að liggja aðeins yfir málsháttum. Oft er blökk rót undir bjartri lilju. Þessi málsháttur vísar í að ekki er allt sem sýnist og notast við andstæðurnar dökk/ljós. Rót er oft notuð til að lýsa einhverju sem er óhreint og þolir ekki birtu og liljan fyrir hreinleika og sakleysi. Oft heyrir maður málsháttinn oft er flagð undir fögru skinni en þessir málshættir hafa nákvæmlega sömu merkingar.
Notið nú helgina til að slá um ykkur, nú eða í eitthvað annað skemmtilegt!
Ég byrjaði daginn á að klára verkefni sem var svo ekki verkefnið sem ég átti að skila og því þurfti ég að gera það upp á nýtt. Það tók langan og leiðinlegan tíma. Ég sé eftir þessum tíma sem ég eyddi í endurgerðina. Ég er ekki þessi nemandi sem fíla það þegar ég er send til baka að skrifa eitthvað aftur sem ég hef skrifað af því að kennaranum þykir ég ekki gera það nógu vel.
Þriðja þorrablótið er framundan nú um helgina. Þetta verður eflaust fínt þorrablót en nú þar sem ég hef eiginlega borðað hákarl, hrútspunga og annað súrmeti í hvert mál langar mig ekkert sérstaklega að borða þorramatinn. Því var ég að vona að fólki væri sama þó ég drykki bara brennivínið og tæki með mér pasta, sem er þjóðlegt út af fyrir sig.
Kominn tími til að liggja aðeins yfir málsháttum. Oft er blökk rót undir bjartri lilju. Þessi málsháttur vísar í að ekki er allt sem sýnist og notast við andstæðurnar dökk/ljós. Rót er oft notuð til að lýsa einhverju sem er óhreint og þolir ekki birtu og liljan fyrir hreinleika og sakleysi. Oft heyrir maður málsháttinn oft er flagð undir fögru skinni en þessir málshættir hafa nákvæmlega sömu merkingar.
Notið nú helgina til að slá um ykkur, nú eða í eitthvað annað skemmtilegt!
<< Home