Ef pósturinn hefði komið á réttum tíma hefði hún örugglega lesið hann. Nú pósturinn brást og ekkert las konan og situr heima og bíður eftir því að hið opinbera hringi og biðjist afsökunar. ,, Frú Sigríður okkur þykir leitt að hafa valdið þér ama, pósturinn kemur ekki fyrr en í næstu viku". Enn hefur síminn ekki hringt og enn er pósturinn ekki kominn. Það er fátt sem að setur þessa rólyndu konu í símastellingar annað en pósturinn og þetta er í fjórða sinn á þessari öld sem hann bregst henni. Fjórða sinn! Hún veit þetta er ekki útaf ófærð, bilunum eða tíðindaleysi. Hún er viss um að hel%&&%&% pósturinn stoppi óhóflega lengi á bænum á undan og velti þar um með tíkinni. Tíkarbeyglan gaut fimm hvolpum nýlega og póstmaðurinn hefur lengi verið veikur fyrir íslenskum hundum. Hún er sannfærð. Hún reyndi einu sinni að kvarta. Hringdi og sendi bréf til yfirmanna póstdeildarinnar. Bréfinu var aldrei svarað og hún hringdi utan þjónustutíma. Sigríður bíður enn....og vonar.
<< Home