þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Fátt yndislegra en þriðjudagsmorgnar, sér í lagi þegar maður gerir sér grein fyrir því að það er farið að birta og bráðum sér maður handa sinna skil fyrir hádegi.

Helgin var svona ljómandi, lagði á mig endalaust ferðalag í sveitina til að horfa á leik. Eins og allir vita er ég harður stuðningsmaður Snæfells, sem og annara íþrótta. Byrjuðu þetta vel svo leit þetta illa út en þegar liðsmenn áttuðu sig á því að þarna var Adamsfamilí mætt heil og ósködduð að mestu, hysjuðu þeir upp um sig brækurnar og unnu! Allt tal um launaþak og sprengingu á því er bara kjarftæði. Ég get alveg sagt ykkur hvað Hlynur og Siggi eru með í laun. Ekkert, en þeir fá reglulega komment inn á síðuna sína - það eru sönn laun og bónusinn er sá að vinni þeir alvöruleiki, er farið heim til þeirra og vaskað upp fyrir þá! Þannig er það bara.

Ingunn veitti mér þá ómældu gleði að spjalla í morgun. Hún er allra manna heppnust og varð fyrir því láni að það sprakk yfir hana hvalur. Ef þið viljið sjá gasfyllta sprengihvalinn sem gladdi Ingunni kíkið hér.
Gargandi snilld.

Orð dagsins verður orð kvöldsins - bíðið spennt