Góðan dag góðan dag
ummæli dagsins ,,ég hef reyndar miklar áhyggjur af Soffíu systir en fyrir þá sem ekki vita er hún mikill anti-sportisti en hún er að láta sjá sig á hverjum leiknum á fætur öðrum, og það sem meira er ég held hún hafi nú bara lúmskt gaman að þessu..." já já jafnvel svartsýnustu menn hafa trú á því að hin lata ljónynja öðlist einn daginn uppreisn æru sem íþróttamanneskja. En hún tekur þetta til sín, réttir vel úr bakinu og nefið upp. Hver veit nema að hún splæsi í sundbol og svitabandi á næstunni. í lok árs verður hún jafnvel búin að læra helstu leikreglur í hópíþróttum og farin að hætta sér á hlaupabrettið. Jafnvel hafa það í gangi. Hver veit.
Að sjálfsögðu tapaði ég mér á þessum b-vítans leik í gær.... eða skapaði í það minnsta stemmningu. Um leið og Snæfellsliðið sá hver var mættur til að hvetja, hættu þeir að hlusta á þruglið í þjálfaranum, hysjuðu upp um sig brækurnar og unnu þennan leik. Nokkuð gaman að standa og ópa spennulosandi fagnaðar óp! Ég er því þakklát að svo virðist sem að áhorfendur fái ekki á sig villur :(
Annars var sunnudagurinn dásamlegur. Steig loks upp úr rekkju minni, eftir tvísýnan leik við dauðann, og skellti mér á Akranes. Þar hitti ég undurfríðar stúlkur sem skipa afskaplega stóran sess í hjarta mínu. Við erum allar á kafi í samfélagsklósettinu og lofum signt og æ bót og betrum í samvistum. Ég legg mitt af mörkum í umræðuna, lofa lofa lofa. Taka á þessu stelpur, við hittumst oftar á þessu ári en því síðasta! Trú flytur fjöll.
Ég er komin með nokkuð góða leiðindasíu. Mætti í skólan í morgun og hlustaði af athygli fyrstu 15 mínúturnar, þá fór leiðindasían í gang. Leiðindasían er þannig að maður heyrir bara skemmtileg orð fyrirlesara. Eitt og eitt orð á stangli sem ekki er í samhengi sem vel má flissa af. Lágt þó. Sé lesturinn í lengra lagi má grípa í gamla dagdrauma sem ekki hefur verið sinnt sem skildi.
Ég vona af öllu hjarta að ég verði betri kennari en ég er nemandi.
........takk fyrir að lesa.
ummæli dagsins ,,ég hef reyndar miklar áhyggjur af Soffíu systir en fyrir þá sem ekki vita er hún mikill anti-sportisti en hún er að láta sjá sig á hverjum leiknum á fætur öðrum, og það sem meira er ég held hún hafi nú bara lúmskt gaman að þessu..." já já jafnvel svartsýnustu menn hafa trú á því að hin lata ljónynja öðlist einn daginn uppreisn æru sem íþróttamanneskja. En hún tekur þetta til sín, réttir vel úr bakinu og nefið upp. Hver veit nema að hún splæsi í sundbol og svitabandi á næstunni. í lok árs verður hún jafnvel búin að læra helstu leikreglur í hópíþróttum og farin að hætta sér á hlaupabrettið. Jafnvel hafa það í gangi. Hver veit.
Að sjálfsögðu tapaði ég mér á þessum b-vítans leik í gær.... eða skapaði í það minnsta stemmningu. Um leið og Snæfellsliðið sá hver var mættur til að hvetja, hættu þeir að hlusta á þruglið í þjálfaranum, hysjuðu upp um sig brækurnar og unnu þennan leik. Nokkuð gaman að standa og ópa spennulosandi fagnaðar óp! Ég er því þakklát að svo virðist sem að áhorfendur fái ekki á sig villur :(
Annars var sunnudagurinn dásamlegur. Steig loks upp úr rekkju minni, eftir tvísýnan leik við dauðann, og skellti mér á Akranes. Þar hitti ég undurfríðar stúlkur sem skipa afskaplega stóran sess í hjarta mínu. Við erum allar á kafi í samfélagsklósettinu og lofum signt og æ bót og betrum í samvistum. Ég legg mitt af mörkum í umræðuna, lofa lofa lofa. Taka á þessu stelpur, við hittumst oftar á þessu ári en því síðasta! Trú flytur fjöll.
Ég er komin með nokkuð góða leiðindasíu. Mætti í skólan í morgun og hlustaði af athygli fyrstu 15 mínúturnar, þá fór leiðindasían í gang. Leiðindasían er þannig að maður heyrir bara skemmtileg orð fyrirlesara. Eitt og eitt orð á stangli sem ekki er í samhengi sem vel má flissa af. Lágt þó. Sé lesturinn í lengra lagi má grípa í gamla dagdrauma sem ekki hefur verið sinnt sem skildi.
Ég vona af öllu hjarta að ég verði betri kennari en ég er nemandi.
........takk fyrir að lesa.
<< Home