miðvikudagur, janúar 14, 2004

Algi mun vera þörungur. Hressandi upplýsingar.

Fyrsti dagur skóla. Mætti hálf níu nokkuð brött. Ég var ekki jafn hress um hádegi þegar ég hafði setið í loftlausum fyrirlestra sal, nær dauða en lífi. Spennandi vikur framundan í lærdómi og öðrum þrældómi.

Það virðist vera sama hve mikið ég reyni að fá fólk til að vorkenna mér og aumkuna sig yfir mig. Ekkert gengur. ÉG styn, kveinka mér, leggst jafnvel í gólfið og græt yfir eigin eymd. Alltaf sama svarið ,,það er ekkert að þér stelpa- stattu upp"

Ég fékk sms í dag þar sem viðkomandi óskaði mér 1000x til hamingju með árangurinn og velgengnina og var að velta því fyrir sér hvort það væri einhver sér staður þar sem stuðningsmenn mínir ætluðu að hittast. Verð nú að viðurkenna að þetta gladdi mitt auma hjarta eitt augnablik og fór að velta upp afrekum mínum. Í huganum var ég byrjuð að skrifa ræðu um hverjum ég ætti að þakka þessa velgengni og hvar ég ætti að gráta af gleði....þá rann upp fyrir mér að þetta sms var ætlað Kalla í Ædol en ekki mér
....síðan hef ég grátið og snökkt...
.... gott að fólk vilji fagna Kalla ekki mér....
sem og fyr fæ ég enga vorkunn :s

Hafið það gott heilbrigða fólk