þriðjudagur, janúar 06, 2004

Sæl að nýju

Við hjónaleysin lentum í ófærð á leiðinni heim nú í kvöld og um tíma stefndi í óefni. Í slíkum heljaraðstæðum á fólk það til að stynja út úr sér orðum, jafnvel ljótum í hitaleiksins....við erum orðin gömul...og siðsöm. Í verstu hremmingunu sagði Helgi,, ja hérna" og ég honum til stuðnings svaraði með,,ja hérna hér".

Mest allt jólaskraut er komið ofaní kassa nú tekur við dimmur tími...sem er ágætt ég get þá framið öll mín myrkaverk í skjóli nætur og þunglyndis.

Samviskubitið rak mig í ræktina í dag og ég eignaðist vin. Þar stóð ég í búningsklefanum, nokkuð fáklædd og virðuleg kona skrækti uppyfir sig af mikilli undrum ,,þú ert í sitthvorum sokknum!" Ég sá að þarna var vel gefin og skemmtileg kona á ferð og sá mitt óvænna og stundi lágt ,,er það" Þernan hlýtur að hafa verið drukkin þegar hún klæddi mig í morgun!" Og nú á ég nýjan vin. (arg hvað ég er fyndin..t.a. þessi saga er að hluta til byggð á sönnum atriðum, nöfnum persónna hefur verið breytt, allur réttur áskilinn.)

Málsháttur dagsins er hroki vex þá hækkar í pyngju og á við þegar menn(flottræflar) hreykja sér í krafti peninga.
:)