áttaþúsund íslendingar þáðu hjálp sérsveitanna við að komast út í sjoppu. Smá torfærur eru nærandi fyrir sálina. Ég flissaði góðlátlega, klappaði litla rauð og tók strætó. Hann var seinn en hann komst á leiðarenda. Örfáar bitrar kerlingar létu bílstjórana heyra það, þær hefðu beðið lengi og væru nú of seinar í bingó - í annað sinn á ævinni, hitt skiptið var 1918- frostaveturinn mikla- þegar olían fraus. Strætó er vinur minn, ég þarf aldrei að skafa og það er alltaf heitt í strætó.
Við fórum til úrsmiðsins í dag til að taka hlekk úr jólaúrinu. Vinaleg afgreiðslustúlkan ætlaði að láta úrið á mig og ég rétti henni hægri, hún varð hvumsa og lét úrið falla niður í þeirri von að ég myndi átta mig og gefa henni kost á að setja úrið á vinstri. Eftir stutta bið bendi ég henni vingjarnlega á að ég setti úrið á þessa, hægri, og hefði alltaf gert. Konan hlítur að hafa verið strangúratrúuð því hún afbar það varla að setja úrið á ÞESSA hendi, blessaði sig og sagði hvern verða að hafa sína siði. Ég brosti eylítið en skildi konuna ekki alveg.
Ég vissi ekki að það væri einhver sérstök hefð að hafa úrið á vinstri. Hefur maður ekki úrið á þeirri hendi sem manni þykir þægilegra að líta á ? Ég biðst forláts en úr á hægri er bara nokkuð þægilegt þó syndugt sé. Ég óska eftir útskýringu á þessum vana.
Byrjaði að lesa bók eftir Dalai Lama og einhvern annan gæja um Dalai Lama sem lofar góðu. Það er hreint yndislegt að geta legið með gulrót í hendinni og lesið frá sér allt vit eins og maður hafi ekkert annað betra að gera....bíddu við.... ég hef ekkert betra að gera, er lífið ekki dásamlegt!!!!
Þakka öllum fyrir árið sem er að líða, takk. Vonandi mætir það nýja okkur með bros á vör.
Við fórum til úrsmiðsins í dag til að taka hlekk úr jólaúrinu. Vinaleg afgreiðslustúlkan ætlaði að láta úrið á mig og ég rétti henni hægri, hún varð hvumsa og lét úrið falla niður í þeirri von að ég myndi átta mig og gefa henni kost á að setja úrið á vinstri. Eftir stutta bið bendi ég henni vingjarnlega á að ég setti úrið á þessa, hægri, og hefði alltaf gert. Konan hlítur að hafa verið strangúratrúuð því hún afbar það varla að setja úrið á ÞESSA hendi, blessaði sig og sagði hvern verða að hafa sína siði. Ég brosti eylítið en skildi konuna ekki alveg.
Ég vissi ekki að það væri einhver sérstök hefð að hafa úrið á vinstri. Hefur maður ekki úrið á þeirri hendi sem manni þykir þægilegra að líta á ? Ég biðst forláts en úr á hægri er bara nokkuð þægilegt þó syndugt sé. Ég óska eftir útskýringu á þessum vana.
Byrjaði að lesa bók eftir Dalai Lama og einhvern annan gæja um Dalai Lama sem lofar góðu. Það er hreint yndislegt að geta legið með gulrót í hendinni og lesið frá sér allt vit eins og maður hafi ekkert annað betra að gera....bíddu við.... ég hef ekkert betra að gera, er lífið ekki dásamlegt!!!!
Þakka öllum fyrir árið sem er að líða, takk. Vonandi mætir það nýja okkur með bros á vör.
<< Home