föstudagur, desember 26, 2003

Ljónynjan mætt fimmtán kílóum þyngri en síðast og er eiginlega það afvelta að hún á erfitt með að skrifa þennan texta. Allt blóð liggur ofaní maga og maður reynir að melta sem mest maður má.
Ynjan er mikið sátt við allan matinn og gjafirnar. Skemmtilegast þykir henni þó að sitja og skila við fólkið. Við höfum skraflað örlítið (eiginlega mikið) núna og ´mjótt verið á munum. Stundum hafa tennur sést og á öðrum tíma er leikurinn samvinnan uppmáluð! Hér er talað um foreldra og systkyni ef við á. Ég aumkunaði mig hinsvegar yfir Elínu, kærustu bróður míns og skraflaði við hana og Helenu. Mjög gaman allir í fíling, hjálpast að svo allir fái sem mest stig og þannig. SVO VINNUR ÓBERMIÐ MIG. Veit hún ekkert! Ég er brjáluð, ég er engin keppnismanneskja og tapa með sóma, hef lítinn metnað fyrir því að spila til vinnings en í skrafli á ég bara að vinna nema með einstökum undartekningum þegar ég skrafla við háaldraða foreldra mína. EN ÉG Á AÐ VINNA SKRAFL, ekki stundum ALLTAF. Arg hvað ég er vond, ill brjáluð, ég er strax farin að hugsa um andstyggilegar leiðir til að ná mér niður á henni. Eitt er víst ég spila ekki skrafl við hana aftur...... ALDREI. Til að taka af allan vafa þá marði hún þetta með einu stigi!!!

Orð dagsins er meski sem þýðir félagsskapur.

Kominn tími til að leggjast á hina hliðina og stynja, lesa í bók og narta í smá sælgæti
Hafið það gott og ekki gleyma ykkur sjálfum