mánudagur, desember 22, 2003

Snæspör er suðurevrópskur fugl af vefaraætt. Þetta vissuð þið ekki!!

Enn einn dýrðardagur runninn upp, með látum. Það er stundum þannig að ef fólk vill kaffi, æðisgengið kaffi þá linnir það ekki látum fyrr en lönguninni er svalað. Því eiga borgarar það til að hringja fyrir allar aldir, spjalla í símann þannig að maður á erfitt með að sofna aftur, boða svo komu sína 15 mínútum seinna og því verður maður að fleygjast á fætur, henda helsta ruslinu inn í skáp, spreyja lyktareyði, fela vínflöskurnar, sparka fötum undir sófa og rúm, laga kaffi, mála sig og standa brosandi þegar að kaffifíkillinn kemur inn i örvæntingarfullri fráhvörf. Ekki það að ekkert kaffi hafi verið í boði, annarsstaðar þar sem að fólk var vakandi.....bara ekki nógu gott. Fyrir vikið er ég auðmjúkur þjónn, fórnarlamb mikið ósofin með í maganum eftir kaffidrykkju. Allt fyrir málstaðinn.

Skuldaskil Sverris Hermannssonar hafa glatt mig. Nú þegar að sjónvarpið er farið úr svefnherberginu, neyðist maður til að a) tala við manninn sem þráir heitt svefn sinn b) leggja sig sjálfur, sem er ómögurlegt þegar maður telst til náttug(g)la. c) sitja frammi fyrir framan sjónvarpið sem fyrr er það ómögurlegt þar sem drottningin sæla á það til að sofna í sófanum, vakna ekki fyrr en upp er risinn dagur...með hneggjandi höfuðverk vegna lélegrar líkamsstöðu og kjaftasögu um ósætti hjónaleysanna. Þá verður maður að taka upp gamlan og úreltan sið...lestur. Nú þegar ég hef náð augnhreyfingum aftur og þjálfað handleggsvöðvana í lestur er þetta ekki svo slæmt. Því segi ég..bóklestur er allra meina bót og þetta sjónvarp er ekkert annað en gleðispillir heilsbrigðrar æsku.
Þar hafið þið það
nokkrir dagar til jóla.....!!!!!!!!!!!