laugardagur, desember 13, 2003

Orð dagsins er ofát, orð sem er mikið viðeigandi og lýsandi fyrir daginn þ.e. það að borða of mikið.
Ég vaknaði mygluð með höfuðverk í sófanum á hádegi í dag og hafði 15 mínútur til að breyta betlara í drottningu. Tók 16 mín sem verður að teljast viðunnandi. Mætti niður á Óðinsvé með manninum og við tók, þriggja tíma át. Já ÉG BORÐAÐI Í ÞRJÁ TÍMA. Ekki gáfurlegt en enga að síður gott.
Fór svo í vinnuna eitt augnablik og það var ágætt að eltast við manni fjörugara fólk, svona rétt til að fá meltinguna af stað.

Fór í jólaglögg í gær líka svo bráðum þarf að strengja band í mig svo ég blási ekki yfir í himinhvolfið.
Survivor fer í taugarnar á mér þar sem að niðurstöður eru ekki eins og ég vil hafa þær.

Mamma segist vera búin að kaupa sameiginlega jólagjöf handa mér og Helga svo nú hef ég tvær vikur til að komast að því hvað hún keypti. Annars fer að líða að því að maður geri jólagjafalista sem hægt er að færa jólasveininum og hann getur dreyft listanum.

Komið að lærdómi, nóg af hangsi.