föstudagur, desember 05, 2003

Góðan daginn alheimur!

Letihaugur er víst rétta orðið yfir mig í dag. Lítil er reisnin þessa stundina. Vaknaði eldsnemma í morgun og skellti mér á kaffihús með henni mömmu. Sat þar í nær fjóra tíma og skeggræddi lífið og tilveruna. Æðislega skemmtilegt. Ég mæli með þessu, að sitja á kaffihúsi með mömmu svei mér þá nokkuð notalegt.

Orð dagsins er struntur en það mun vera há og mjó klettstrýta og/eða veigur, kraftur...eða eins og maður myndi segja það er struntur í þessu (á við um sterkt kaffi). Þetta vissi ég allavega ekki.

Ég var næstum búin að gleyma atriði gærdagsins þegar ég fór á Körfuleik með snæfelliog Njarðvík. Sjónvarpið sagði Njarðvíkinga hafa tekið hólmara í kennslustund, líklega satt, sorry gamli gráni.

Einhversstaðar djúpt í sálarfylgsnum mínum er keppnismanneskja sem missir sig alveg á svona leikjum. Hvetur sína menn, skammar andstæðinga, veitir dómurum aðhald með misgóðum athugasemdum og missir röddina. Þessi manneskja dettur einhvernveginn inn í leikinn, verður hann. Gallinn er sá að hún er ekki alveg með reglurnar á hreinu og á það til að klappa á röngum augnablikum. OOOOOPS.
Ég þjáist líka af íþróttameiðsum sem verða rakin beint til leiksins, sprungin æð í lófanum og það er vont að keyra. Enginn sársauki í strætó :-)

Ég stefni að því að eyða deginum í að koma mér undan lærdómi.

Annars þykir mér Ragnhildur yndisleg