mánudagur, desember 08, 2003

Góðan daginn góðir hálsar (ég er að springa úr hlátri yfir eigin athugasemd, hálsar hahaha, sjá pistil gærdagsins).

Það kom að því að ég færi í fýlu út í orðabókina góðu. Orð dagsins er heimsáfir það er áfir sem kreistar eru úr smjöri þegar það er handhnoðað ( þeir sem þótti þær góðar voru taldir mikið upp á heiminn). Nauðsynlegt orð í nútímaheimi. Ég veit ekki með ykkur en ég vissi ekki hvað áfir var svo ég geri ráð fyrir því að vitneskja ykkar sé ekki meiri,,,, áfir er lögurinn sem verður eftir þegar rjómi er strokkaður og var áður nýttur til drykkjar og í ýmsan mjólkurmat... meir að segja er til áfagrautur sem er grautur úr áfum með mjölákasti. En nú er ég komin með tvö orð. Betur að því afhverju ég er brjáluð. engin athugasemd er sett við´heimsáfir en ég myndi telja þetta orð úrelt og eiga vera merkt með krossi sem þyðir fornt eða úrelt mál ekki satt. Svo er orðið hindurvitni merkt með krossi og ég myndi telja það gott og viðeigandi orð. Ég er brjáluð brjáluð, ég verð með næst þegar íslensk orðabók verður gefin út!

Próf próf próf....engin lærdómur enginn lærdómur mikið talað. Ég blaðaði í gegnum bókalistann en sat mest útí horni í tepruskap mínum og flissaði. Stelpurnar sögðu svæsnar sögur sem ekki er hægt að hafa eftir í ljósi þagnareiðsins. Ég er tepra...því miður...orð á við rass, kúkur, píka fara alveg með mig. Tala nú ekki um ef þessi orð eru sett í eina og sömu söguna af meðal-jóni. Ég er tepra sem get ekki hvíslað (get það alveg en það er óhollt).
Annars vildi ég þakka stúlkukindunum fyrir ánægjulegan dag og biðja þær að ritskoða skemmtisögurnar sínar. Fyrirgefiði.

Kærastinn (afsaka rangaorðnotkun áður) var að koma inn með rjúkandi heita og gómsæta pizzu og ég stefni að því að fara í kappát við hann núna og slugsa svo fram eftir kvöldi með þá fullvissu í höfðinu að ég viti allt um upprunaframburð og staðbundnar mállýzkur.
Ef svo er ekki mun ég skæla hér á morgun.

Pizza PIZZA pizza