Ágætu sveitungar
Ég vaknaði í fýlu sem gæti drepið búrhval, skildi ekki ósvífni ektamannsins að bjóða mér hafragraut og hvað þá að spyrja AFHVERJU ég vildi hann ekki!! Var langt fram á dag að jafna mig á þeirri staðreynd að ég væri vakandi.
Fór eftir vinnu á meyjarskemmuna að læra og endaði í sögustund sem var nokkuð gott, yndælt að grenja úr hlátri af og til .... ég held að ég muni kunna söguna um skyr.is um ókomna tíð en gleyma þessu prófi fljótlega eftir jól.
Orð dagsins er stagaður .... feitur sbr. stagaður hestur. Ég er þessari orðabók óendanlega þakklát.
Gestabók - gestapó
Kveð að sinni
Forynja
Ég vaknaði í fýlu sem gæti drepið búrhval, skildi ekki ósvífni ektamannsins að bjóða mér hafragraut og hvað þá að spyrja AFHVERJU ég vildi hann ekki!! Var langt fram á dag að jafna mig á þeirri staðreynd að ég væri vakandi.
Fór eftir vinnu á meyjarskemmuna að læra og endaði í sögustund sem var nokkuð gott, yndælt að grenja úr hlátri af og til .... ég held að ég muni kunna söguna um skyr.is um ókomna tíð en gleyma þessu prófi fljótlega eftir jól.
Orð dagsins er stagaður .... feitur sbr. stagaður hestur. Ég er þessari orðabók óendanlega þakklát.
Gestabók - gestapó
Kveð að sinni
Forynja
<< Home