föstudagur, desember 12, 2003

Svona góðan daginn með léttum og skýrum framburði.

Óþarfi að gráta þó drottningin hafi ekkert skrifað í gær, mikið um að vera.
Eyddi deginum sem og öðrum dögum í að blekkja undivitundina, taldi henni trú um að ég kynni námsefnið.
Svo kom að leiknum Snæfell- Haukar í Hafnarfirði. Það er alltaf gaman að fara með stóra bróður að horfa á litla bróður en leikurinn var dapur! ÉG öskraði lítið, skammaðist ekkert í dómurunum, veitti andstæðingum ekkert aðhald og hélt röddinni! Miðað við mælikvarðan var þetta ÖMURLEGUR LEIKUR og ég krefst þess að ég upplifi meiri spennu næst.

Það stefndi allt í spennuhrynu í siðfræðiprófinu en það er ósköp lítið spennandi að vita ekki neitt. Ef hart fer í hart og ég fell á þessu prófi þá ætla ég beint niður í ráðuneyti og krefjast þess að fá viðurkenningu á því að siðblindir séu líka blindir (eins og konur eru líka menn) og krefjast þess að fá kennsluréttindin á fati eða kræsilegar örorkubætur.

Úlfúð er orð dagsins sem merkir fjandskapur, óvinátta, ósætti. Úlani er þó miklum mun skemmtilegra orð og mun vera kesjuriddari, léttvopnaður riddari. ....Ég er ekkert viss um að það sé hollt að lesa svona mikið í orðabókum.

Hamhleypan textahöfundurinn er kominn á skrið og ef allt gengur eftir verðum við dömurnar heimsfrægar innan skamms. Leoncie má fara að gæta sín ef hún ætlar að halda velli.

greifynjan kveður