laugardagur, janúar 03, 2004

AAAAAAARGG!
Það er laugardagsmorgun og samkvæmt öllu ætti ég að vera sofandi, já sofandi. Sofandi af því að ég á það skilið, sofandi því fegurðin vex, sofandi því það er afþreying, sofandi því ég er að fara á næturvakt, sofandi í ljósi þess að allt hitt heilbrigða fólkið er líka sofandi. En ég er vakandi, get ekki fyrir mitt litla líf sofnað aftur og reyni að rökstyðja það fyrir sjálfri mér að þetta sé ekkert slæmt. En það er það. OJBARA VAKANDI. Það er laugardagsmorgun. Ég ætla ekki einu sinni að þykjast vera hress.....ojbara vakandi.

Spilaði trivial endalausa í gær, eftir að sigurinn var ljós ákváðum við tvær að klára leikinn, stutt væri eftir. En okkur var ekki viðbjargandi. Við gátum ekki hitt á kökureitinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að plata tenginginn. Í þau skipti sem, við fyrir mistök, lentum á köfureit var spurningin að sjálfsögðu í anda lífs utan súrefnis og aftur hófst teningakastið. Gáfuleysi okkar varð til þess að við fórum í gegnum allar spurningarnar og getum aldrei aftur spilað Trivial þannig að sanngjarnt sé. Afhverju lendir allt óréttlæti heimsins á henni mér? Skil þetta ekki.
Orð dagsins er aurgoði sem er lubbi, óþokki.

Ég fékk ekki fálkaorðuna fyrir framlag mitt til íslenskrar tungu því er ég í brjáluð hvaða orðu ætti ég að gera tilkall til næst?