mánudagur, janúar 12, 2004

Góðan daginn!
Mánudagurinn hefur lítið boðið upp á mæðu en ég treysti á kvöldið.

Kannski hún síla (Shelagh) komi bráðum heim. Hún fór sérstaklega til S- Afríku og ég verð að segja að hún hefur bara verið nógu lengi þarna í burtu. Ég hlakka til að heyra frá henni.

Ég þurfti að skjótast niður í kjallara nú rétt í þessu sem á að vera EKKERT mál. Tíu tröppur eða svo. tólf skref og ferðinni lokið. Hamingjan hún ég legg af stað í rólegheitum, byrja á fyrstu tröppunni og þeirri annari og allt gengur vel. Þriðja reynist andsetin, ég fipast, sé líf mitt renna hjá og er tilbúin að væla undan bakverkjum út árið. Næ að fálma höndunum í átt að handriðinu, gríp með vinstri í rimlana og BÚMM. Ég lenti ekki harkalega á bakinu en fékk í staðin fría ferð niður þær tröppur sem eftir voru. Fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort einhver hefði verið vitni en ég slapp. Hvað kennir þessi saga okkur? Konur hafa ekkert niður í kjallara að gera, hvorki nú né seinna.

Það að krómsa mun vera að krunka.
Farið vel með ykkur