mánudagur, febrúar 09, 2004

Mig langar alltaf svo að tala um veðrið. Fáir hafa áhuga á því að tala um veðrið við mig og ég fæ furðanlega lítilviðbrögð þegar ég blogga um það nema frá veðurguðunum sjálfum. Hugleiðing mín er hvort veðrið sé dottið úr tísku.

Lalli Johns er enn að leika og sem fyrr stendur hann sig vel. Ég sat á kaffihúsi þar sem hann og ónefnd aukaleikkona voru með smáleikþátt. Nokkuð góður þáttur, fjallaði um erfiðleika þess að vera utangarðs og hve illa maður kann við að láta sómasamlega borgara segja sér til - að vera úti. Eftir leikþáttinn tók hann í hönd flest allra áhorfenda og hvíslaði að þeim góðlátleg orð. Áhorfendur fylltust lotningu yfir að hafa hitt og heilsað þessari alþýðuhetju okkar.
Mér þykir nokkuð merkilegt og skemmtilegt að Lalli sé alþýðuhetja og njóti virðingar að virðist innan samfélagsins. Segir kannski svolítið um hvernig þjóðarandinn er. Öll erum við Lallar inn við beinið en ekkert okkar vill viðurkenna það og fá okkar feta í hans spor.

Meðan ég beið á rauðuljósi nú rétt áðan ákvað ég í illsku minni að telja farþega í bílunum við hliðina á mér. Af þeim 15 bílum sem ég náði að telja voru ekki nema tveir bílar með tvo innbyrðis. Annars var bara bílstjórinn. Kannski það þyki lákúra að tvímenna eða fjölmenna í bíl. Ég státaði ekki af margmenni í mínum bíl, var ein og ákvað þá að benda á galla annara í stað þess að bjóða regnhröktu konunni far.

Orð dagsins er fori sem er forustuhrútur. Þetta er ágætisorð og fer ekki illa í munni FORI. Þegar ég var barn átti ég það til að taka orð og segja það ótrúlega oft til að fá einhverja merkingu í það. Prófum núna fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori. Jú ætli þetta sé ekki ennþá forustuhrútur. Ef við gerum þetta aftur og aðeins oftar fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori forifori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori fori. Hvað í andskotanum er fori? F - O - R - I
Þetta er bara bull.
Nú tuttugu árum seinna kemst ég að því sama...... orð eru bara bull og engin merking á baki þeim.
Þetta má gera við öll önnur orð og sama viðurstaða fæst...prófiði bara kona, kotrungur, smollinkría, hákarl og fleiri.
Vor tunga er einskisvirði???

Spáum í þetta og höfum það gott!