Það er fátt sem raskar svefni mínum svona almennt. Ég kyppi mér lítið upp við þessi draumskrípli sem ásækja mig af og til. Í nótt var ég þó fórnarlamb rauðu khmeranna í kambódíu þarna um 1977 ( ekki einu sinni hugsun í hausnum á pabba). ÉG var í týpískum fötum byltingarinnar að koma mér undan hermönnum sem ólmir vildu fella mig í tilefni þess að ég hafði blótað hátt virtum Pol pot, samt hafði ég mætt á bænastundir og lofað Angkar í hæstu hæðir. En svona er þetta og sem betur fer er ég vakandi. Ég vona einfaldlega að ég sleppi við aftökurnar á torgi hins himneska friðar....'
<< Home