föstudagur, janúar 16, 2009

Eftir að Lea litla kom í heiminn er ég morgunhani. Eða Lea er morgunhani og býður ekki upp á dundstund meðan móðurletin sefur áfram. Því erum við oft klæddar og komnar á ról klukkan níu og langar að gera eitthvað annað en að sitja inni.

Íslenskt samfélag opnar klukkan tíu í fyrsta lagi. Oft ellefu eða tólf. Þá erum við tilbúnar í fyrstu leggju. Mér finnst þetta hrikalega fúlt. Til dæmis ætluðum við á elskulegt borgarbókasafnið í Tryggvagötu sem er einn af uppáhaldsstöðunum okkar og þar var lokað. Opnar tíu á virkum dögum og eitt um helgar!

Eitt um helgar, hvaða djók er það? Þjónustar borgarbókasafnið aðallega fólk sem er timbrað? Annars fellur mér illa að hallmæla þessum dásamlega stað. Borgarbókasafnið er staðurinn góði og yndislegi.