þriðjudagur, desember 02, 2008

... ég á þó ekki pels

Ég mætti á Arnarhól í dag og tók Leu með mér. Hún var sæl og sátt í pokanum sínum. Ég var sæl með hana í pokanum.
Á leiðinni heim frétti ég af því að fólk hefði skundað í Seðlabankann og blótaði í hljóði að vera ekki þar. Kunni ekki við að snúa við og skilja barnið eftir í bílnum meðan ég tæki þátt í óreirðum.

Hvað var að gerast þegar ég var barnlaus? Af hverju var ekkert fútt í mótmælum þá? Ég sem mæti á flestar mótmælasamkundur og velflestar samstöður líka. Villtustu mótmælin sem ég hef verið viðstödd voru 2005 þegar við Gríshildur örkuðum með kennaranemum í Borgartún á mótmælafund. Ég missti áhugann á kennslu, það eina sem ég hafði upp úr þeirri kjarabaráttu og þeirri göngu.

Nú eru breyttir tímar og ég er orðin kerling!

Finnst þetta ferlega fúlt.