fimmtudagur, desember 25, 2008

Dagblaðapappír ofan á eldhússkápa hefur líklega bjargað lífi mínu. Það versta við slíkt húsráð er að á dagblaðapappír er dagsetning. Sterkur vitnisburður um hvenær var síðast strokið ofan af skápunum. Nýji pappírinn kom 22. desember.

Aðfangadagur var yndislegur. Litla ljós sofnaði í aðalréttinum og hafði ,,annan í pakka". Súpan var aðeins of sölt og kartöflurnar gljáðar ekki brúnaðar. Þess utan var maturinn frábær.

Félagsskapurinn betri og gjafirnar dásamlegar. Engin kreppujól í MT.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Kannski kerla herði sig á nýju ári og slái oftar á lyklaborðið.