sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég ætla að skella mér í sveitina, kannski ekki með kíló af hassi en vissulega fíla grasið þar sem það grær. Ég get vel hugsað mér að ganga um tún og engi. Íslenskt fjallaloft, hressandi.
Annars ætla ég að leggja mig fram um að liggja með fætur upp í loft og gera ekki neitt. Já akkúrat ekki neitt, ég ætla bara hreinlega ekki að gera handtak nema ég nauðsynlega neyðist til þess og það er væntanlega einungis í stórskjálfta og öðrum náttúruhamförum.


Kveikjum á kertum.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ég er alveg manneskja til þess að viðurkenna dægradvöl mína. Nú um daginn lét ég gamlan draum rætast. Mig hafði langað í mörg ár en ekki þorað að segja nokkrum lifandi manni frá því.
Ég keypti geisladisk, kenndan til Madonnu. thæægsdsss
Nú sitjum við saman og syngjum klassíkina

I was beat
incomeplete
I´d been had, I was sad and blue
But you made me feel
Yeah, you made me feel
shiny and new

lalalala,ú lalalalalalaalalala


SNIIIIIIIIIIIIIIILLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLD!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Haustið kom í morgun, það svo sem gladdi mig ekkert ógurlega, veðrið er enn gott. Samt var ég að spá í að biðja það um að fara, koma seinna nú eða bara aldrei aftur. En hvaða árstíð nennir að hlusta á mig?
Hver fann upp haust og vetur, ég hef skömm á þeim manni. Ég vona að Gríshildur haldi veðurvélinni í lagi enn um sinn. Ég vona ekkert ég krefst þess.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Dagurinn lofaði góðu. Sólin skein inn um svefnherbergisgluggann og elskhuginn vakti hana með kossi. Saman gengu þau með bros á vör út í bíl, hlaðin köfunardóti, klár til að takast á við bestu köfun sumarsins, fuglarnir sungu.
Fleygið bar þau á áfangastað, þau hentu sér niður í undirdjúpin, nutu samvista með þorskum, steinbítum, marglyttum og körfum. Þau skoðuðu skipið sem hafið geymir vel og hugsuðu til þess tíma sem skipið sökk. Sátt og sæl fóru þau um borð aftur og horfðu á hnísur leika sér við bátinn, svo nálægt að ynjunni langaði að klappa þeim. Fegurðin og hamingjan betra gat það ekki verið. Því lögðu hjónaleysin hamingjusömu af stað til borgarinnar á bátnum fagra, klár að takast á við verkefni hafsins.
Ynjan var við stýrið, gæjinn brosti og hún hló. Báturinn söng sinn söng og fleytti þeim áfram, einstakt. Það einstakt að báturinn fagri drap á sér. Ynjan brosti ekki mikið og maðurinn enn minna. En þau eru sjóarar, því var gert hefðbundin athugun, síur, filterar, olíur ...niðurstaða engin. Þau horfðu ekki jafn hamingjusöm hvort á annað og vissu hreinlega ekki hvað þau áttu að gera. Líkast til væri best að henda út akkeri. Hrefnur sigldu framhjá og þótti lítið um fagra vélarvana bátinn með fallega fyrrum káta fólkinu um borð. Ynjan vissi upp á hár hvað skildi gera í aðstæðum sem slíkum. Plan eitt er að setjast á vélarrúmið og skæla. Það hefur oft virkað vel, fólk hefur hlaupið til og hlutirnar hafa lagast en ekki núna. Þá er að sanna hve mikill jaxl maður er og hringja í alla hina jaxlana sem maður þekkir og svo skemmtilega vill til að eru vélstjórar. Eftir vangaveltur í gegnum örbylgjuna var reynt enn á ný, en nei, og aftur og aftur og viti menn fleytan hélt af stað sína leið, örugg. Eftir kaffibolla, geðsýkishlátur og sígó eða svo voru hjónaleysin nokkuð örugg, kát og hamingjusöm aftur. Þau afturkölluðu þó ekki bátinn sem beið klár í borg óttans, klár að sækja þau. Eftir komu í höfnina klappaði ynjan karli sínum og fleyginu góða, rölti inn á næsta bar, pantaði einn stóran í tilefni dagsins, bretti upp ermarnar og sagði jaxlasögu. Þar sem góð saga skal aldrei gjalda sannleikans sleppi hún skælhlutanum og hringingarhlutanum, eignaði sér kreditið sjálf. Barþjónninn var jú sætur.
Það er gott að eiga vini á öllum stöðum og jafnvel stundum gott að brosa með fast land undir fótum sér sem er sama hvort loft sé í leiðslunum.

Sjávargyðjan

mánudagur, ágúst 16, 2004

Ég var ein af þessum örfáu óheppnu reykvíkingum sem bjó við næg bílastæði, hvort heldur var rétt fyrir framan íbúðina eða til hliðar við blokkina mína, næg bílastæði. Líkast til hefur þetta átt við um flesta í götunni. Bíll á mann og meira til, breytti ekki nokkru þar sem af bílastæðum var nóg. En auðvitað er ekki hægt að hafa fólk ánægt og sátt við bílastæðin, hvað þá að nota skattpeningana í eitthvað þarflegt, því tók borgin sig til og steypti yfir eins og 15-20 stæði, setti gras ofan á og brosti. Með öllu tilgangslaust og óþarft nema að nú vantar bílastæði reglulega. Ég var að spá í að fara á fund borgarstjóra og benda honum á að mín vegna má hann brenna peningana beint út um gluggann í staðinn fyrir að hafa fólk á yfirvinnu að henda þökum yfir bílastæðið.....argargarg

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Ynjan vaknaði í morgun með kýli yfir auganum sem er það slæmt að spegillinn brotnaði og tölvan argar nú á hana....OJ*OJ*OJ
Ynjur með kýli yfir auganu eins og fílabeinsmaðurinn forðum eru líka menn, því treystir skepnan á það að fólk komi almennilega fram við hana.

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem fylgir því að koma upp á yfirborðið eftir góða köfun, fá sér kaffi, horfa á rauðbleikt sólarlagið og fylgjast með höfrungum hoppa upp úr sjónum. Enn heitt og næstum logn. Ólýsanlegt. Maður verður bara að fara aftur....og aftur.

Sólsólskínámigaldreihættaþvínúersvogottaðveraísólinnisólsólskínámig
já kannski á alla hina líka.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Það er forlát golfkúla í bílnum mínum. Hún er svört og hvít. Golfkúlan er búin að vera á milli sætanna nú á þriðja mánuð. Enginn veit hvernig þessi golfkúla komst í bílinn, hver átti hana né hvaðan hún kom. Eftir ítrekaðar yfirheyrslur er engin niðurstaða komin í málið. Mér þykir vænt um svörtu og hvítu munaðarlausu gólfkúluna sem er milli sætanna. Ég er að spá í að eiga hana og geyma í bílnum. Kannski ég kalli hana svarthvítu hetjuna.
Gólfkúlan var engin hetja þegar Úlfynjan keyrði á stoppmerkið í skeifunni og stansaði að sjálfsögðu strax. Ég man ekki til þess að gólfkúlan svarthvíta hetja hafi sagt orð. Kannski var ég ekki að hlusta.
Ég ætla að hlusta á forlátu svarthvítu golfkúluna hetju meira í framtíðinni og keyra minna á.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

já það er ágætt að vera heima eftir snilldarhelgi.
Eitt augnablik á laugardeginum hvarflaði að manni að kannski hefði maður átt að vera á Akureyri í sukkinu að horfa á Nylon, en um leið og stigið var á land breytist það.
Grímseyjardvölin var gargandi snilld, öskrandi skemmtilegt. Reyndar breyttist rómantísk ferð í grill og sjóferð með heimamönnum sem seint verður toppað. Fuglaskoðunin mögnuð og nokkuð gott að fá eitt stykki kríu í höfuðið ég hafði aldrei reynt það áður:)
Grímsey rokkar!