sunnudagur, október 31, 2004

Ég var búin að biðja kennara nokkuð fallega að leysa ekki þetta verkfall fyrr en ég væri búin að koma mér fyrir. En svo er bara endalaust af dóti og nokkuð erfitt að biðja alltaf um lengri og lengri frest.
Miðlunartillöguna verður að fella mér til heiðurs, svo má svosem fella hana af öðrum ástæðum.

Svo mikið að gera, svo lítill tími.....svefn....svefn....

Loki og Skuggi dafna vel. Skuggi man þá tíð þegar kettir voru dýrkaðir sem guðir og hagar sér eftir því, hann hefur stundum aumkunað sig yfir okkur hjúin og leyft okkur að klappa sér.

Loki gerði sér strax grein fyrir því að við vorum sett á jörðina til að klappa honum.




þriðjudagur, október 26, 2004

Ég á erfitt með að skilja líf án nets og adsl tengingu en maður reynir að þrauka.

Stóð enn og aftur í borgaralegri samhjálp.

Kötturinn okkar var gefinn öðrum, þó ekki Njáli svo við fengum okkur tvo höpdingja sem koma á morgun, hundgamlir og fúlir herramenn. En sætir og það skiptir mestu!

Menn eru náttlega ordnir pirraðir á verkfallinu en mar ver bara a taka því fagnandi. Ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri þetta verkfall. Ég verð kennarastéttinni um aldur og ævi þakklát fyrir samstöðu í verki. Það er aðeins meira mál að flytja en ég hélt.

Allavega vinir og vandamenn, við hjónaleysin og ferfættlingarnir tveir erum nú búin að koma okkur fyrir. Kaffi á könnunni fyrir þá sem eru ekki komnir með leið á Bónuskaffi!

Húsynjan hjálpsama

föstudagur, október 22, 2004

Smælaðu framan í heiminn og heimurinn smælar framan í þig! Þó ég sé nú ekki af brosmildustu sort er lífið gott og smæl er nokkuð viðeigandi. Kannski maður húrri örlítið.

Lifandi skínandi frábært alltsamant

Hafið það gott

sunnudagur, október 17, 2004

Stundum finnst mér ég vera orðin of gömul í þetta helvíti.

Ef einhver aðferðafræði snillingurinn er til í að leysa heimadæmin mín á örstuttum tíma má greiða fyrir það. Ég vona að ég verði betri kennari en ég er nemandi. Tossarnir fá í það minnsta skilning minn.

Ég er alveg í stuði til að grenja yfir vinnuálagi en það má ekki þegar ekkert er álagið. Hvað kemur væl staðreyndum við?

Ætli það sé betra að tala um rop en hnjásiði? Eða er sniðugt að ná í sögu í fortíðina? Er skylda að hafa hana sannsögulega? Sniðuga eða grátlega? Mar er soldið strand. Ætli mar hlaupi ekki einn hring fyrir ákvarðanatökuna, hring kringum bílinn ekki meir.

Verkfallsmetnaður minn vex með degi hverjum. Ég treysti á og vona að Gríshildur góða mæti með skilti á miðvikudaginn í kröfugöngu. Maður verður að vona með hina.

,,nei þetta er ekki.....meir en nokkur api!"

MT52!!!!

laugardagur, október 16, 2004

Kojufyllerí og tvær pizzur, það er gott að vera inn í sér og flissa. dúma dúma.

Verkfallskaffi nauðsynlegt til að gleðja andann.


fimmtudagur, október 14, 2004

Oftast angrar það ekki ynjuna þó hún teljist ekki æðrulaus. Ynjunni er líka almennt sama um upplogna þolinmæði sína.
Nú nennir hún ekki að bíða lengur!!!!!
Þannig að ef einhver geymir á lager þolinmæði, biðlund og yfirvegun er gott verð í boði.
Verst af öllu er að bíða eftir kattarkvekendinu.

Biðin eftir því að verkfall leysist er á enda. Ég er farin í yfirlætisfullt verkfall og þarf á því að halda að það verði lengi. Langar svo að klára MT52 áður en ég fer að gera eitthvað annað.
Því finnst mér að kennaraforystan ætti að taka sinn tíma í að fá góðan samning þó það væri ekki nema spes fyrir mig.
Ég fór í kröfugöngu, ég sýndi þeim stuðning, nú þarf ég þeirra stuðning.

Þar hafið þið það!

mánudagur, október 11, 2004

Ynjan hafði það á tilfinningunni að hún væri að gleyma einhverju, óþægileg tilfinning í nokkra daga. Þessi tilfinning sækir það oft á hana að hún kippti sér lítið upp við það að muna ekki hverju hún gleymdi. Svo er hún að keyra heim í dag og ljós kveiknar.
AMMA.

Ynjan hafði gleymt ömmu sinni. Hún ætti náttúrulega ekki að játa þetta en í von um syndaaflausn brunar hún á fáknum inn á ellimannaheimilið vopnuð sígarettum og brjóstsykri og finnur ömmu á sínum stað. Kerla var nokkuð geðvond, ekkert sem sígó getur ekki lagað.

Það er á svona stundum sem ég er þakklát fyrir að muna hvað ég heiti.

MT52 er mín, verið að gera allt klárt. Reyndar þurftum við að byrja á því að þrífa og það vel. Ynjan sem annars hefur ekki þrifaugu hefði líkast til ekki boðið útigangsketti á salernið þarna en 10 tímum seinna var húsnæðið nokkuð þokkalegt. Fyrri eigendur sögðust hafa þrifið vel og skömmuðust bara og skömmuðust svo ég setti á þau álög og innan skamms koma þau grátandi og biðja forynjuna að aflétta álögunum. Ynjan mun í einlægni sinni segja feitt nei og láta þau þjást. Til að auka á kraftinn ætlar hún svo að senda heilbrigðiseftirlitið á þau og láta lóga þeim sökum óþrifnaðar....hehehe heimsku fífl, jú dónt nó noþing!

*mikill og ógeðþekkur hlátur*

MT52 er enga að síður okkar og hamingjan ein bíður okkar.

Þvottaynjan mikla frá kasmír *hóst* ég meina MT52

Ynjan hafði það á tilfinningunni að hún væri að gleyma einhverju, óþægileg tilfinning í nokkra daga. Þessi tilfinning sækir það oft á hana að hún kippti sér lítið upp við það að muna ekki hverju hún gleymdi. Svo er hún að keyra heim í dag og ljós kveiknar.
AMMA.

Ynjan hafði gleymt ömmu sinni. Hún ætti náttúrulega ekki að játa þetta en í von um syndaaflausn brunar hún á fáknum inn á ellimannaheimilið vopnuð sígarettum og brjóstsykri og finnur ömmu á sínum stað. Kerla var nokkuð geðvond, ekkert sem sígó getur ekki lagað.

Það er á svona stundum sem ég er þakklát fyrir að muna hvað ég heiti.

MT52 er mín, verið að gera allt klárt. Reyndar þurftum við að byrja á því að þrífa og það vel. Ynjan sem annars hefur ekki þrifaugu hefði líkast til ekki boðið útigangsketti á salernið þarna en 10 tímum seinna var húsnæðið nokkuð þokkalegt. Fyrri eigendur sögðust hafa þrifið vel og skömmuðust bara og skömmuðust svo ég setti á þau álög og innan skamms koma þau grátandi og biðja forynjuna að aflétta álögunum. Ynjan mun í einlægni sinni segja feitt nei og láta þau þjást. Til að auka á kraftinn ætlar hún svo að senda heilbrigðiseftirlitið á þau og láta lóga þeim sökum óþrifnaðar....hehehe heimsku fífl, jú dónt nó noþing!

*mikill og ógeðþekkur hlátur*

MT52 er enga að síður okkar og hamingjan ein bíður okkar.

Þvottaynjan mikla frá kasmír *hóst* ég meina MT52

fimmtudagur, október 07, 2004

Einu sinni var lítið mál að horfa á Ríkissjónvarpið, heilu kvöldin ef út í það er farið. Fróðleiksþættir og vandaðir gamanþættir.
Svo kom Skjár einn
Nú er það ekki lengur hægt.
Eftir tíu mínútur vill maður auglýsingar, hugsanahlé, pissupásu.

Þjálfunin verður strembin og erfið. Æj fokk itt kver nennir að æva sig!

Lifi Skjár einn

miðvikudagur, október 06, 2004

Engin efnavopn fundust!!!!!!

,, sorrí mar, okkur langaði bara svo í stríð, það er svo langt síðan síðast!"

Vinir?

þriðjudagur, október 05, 2004

Tilkynning

Heilinn í ynjunni gaf sig nú fyrir stuttu, ástæða yfirbrennslu er rakin til óhóflegrar notkunar undanfarna daga. Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru en þó er búið að útiloka íkveikju. Málið er í rannsókn.

Öðrum unnendum heilabúa er bent á að æfingar að staðaldri hindra yfirbrennslu. Leitið aðstoðar við sterkri sviðalykt, miklum hita og rafmögnum, oft dettur hárið af rétt áður en skaðinn er skeður. Í endurhæfingu er nauðsynlegt að leita til fagmanna.

Annars eru hjúin búin að finna sér kött hér sem er einstaklega heillandi. Við erum það settleg að nafnið er ákveðið en upplýsist ekki fyrr en við komu í mt52. Hjónaleysin vona innilega að það komi ekki að sök í ættleiðingarferlinu að annar helmingurinn noti ekki heilann. En hverju ætti það að skipta kettir vilja ekki láta klappa sér með heilanum!

mánudagur, október 04, 2004

........................
já einmitt takk
segjum það þá
bless