miðvikudagur, júlí 28, 2004

Merkisdagur í dag, Athugaðu kunnáttu þína í þessari getraun!

Merkismenn fagna þessum degi, nefna má Birgittu Haukdal, gríshildi og mig, ásamt dóttur Leifs, frændfólki og vinum. Ilia á líka afmæli í dag.  Einhverntíma minnir mig að ég hafi lesið um að Madonna hafi steikt egg á maganum á sér þennan dag við mismikinn fögnuð áhorfenda. Lynjan þorir ekki að taka þátt í svoleiðis vitneskju.

En sem sagt lífi mínu lauk formlega í gær, ekki vottur af drama og ég stefni fullum fetum að því að skrifa ævisögubók sem mun heita síðasti dagurinn í lífi mínu sem maður. Í það minnsta mun ég hugsa um að gefa bókina út og jafnvel sinna dagdraumum þar sem ég sit við ströndina, slæ á ritvél meðan vindurinn flaxar í síðu ljósu hári mínu. Ætli ég verði ekki með bleikan kött mér við hlið með hvíta slaufu til að undirstrika andrúmsloftið. Nóg um það seinna

Ágætu aðdáendur ( þettamáalvegþvíégáammæliídag) sjáumst í koti undirdjúpanna.

Freyja heitin

mánudagur, júlí 26, 2004

Það er fínt að vera á fjöllum, með góðu fólki, stundum er á brattan að sækja en þá verður maður að anda inn og aftur út og halda svo áfram.  Alltaf gott að hvíla lúin bein. Fín helgi í seli jökla.

Það er vindur úti núna og ég vona að það verði bara vindur í dag því á miðvikudaginn verður að vera sól og gleði því sólin á að skína á réttláta og ég geri mitt besta í þeim málum.

 

föstudagur, júlí 23, 2004

Mig Langar í kísu, en það er ekki hægt, mig langar líika út til Grímseyjar og mun það rætast fyrr en ég gerði ráð fyrir. Mig langar líka í nýja íbúð og það rætist líka von bráðar. Manni langar í svo margt.

En það er óviðeigangi

 

Góða helgi allir ég verð á fjöllum

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

 
Hér er Kýr
 um kú
 frá kú
til belju

 

föstudagur, júlí 16, 2004

...pósturinn kominn, þvílík gleði. Hún lokaði augunum og teygði sig eftir póstinum, ekki vildi hún eyðileggja spennuna og gleðina.  Hverjum er ekki sama hjá hverjum póstmaðurinn sefur þegar pósturinn er kominn.  Hún faðmaði allan póstinn og strauk eftir blaðburðarteygjunni. Kaffi, hella uppá kaffi, lengja stundina aðeins.  Hún flýtti sér inn í eldhús og lagði póstinn frá sér, án þess að líta á hann, sneri sér snöggt við og gekk að kaffikönnunni.  Fjórir bollar, fínt, moccakaffi í tilefni dagsins, ekki á hverjum degi sem maður gerir vel við sig.  Ilmandi kaffið byrjaði að renna.  Hún hallaði sér yfir vaskinn, það kemur ekki að sök að skoða auglýsingabæklingana meðan það rennur á. Annars, eða jú. Hún teygði sig í gulan bækling og skoðaði vandlega tilboð sem hún nýtti sér aldrei, kaffi, bollar, kjöt á sérstöku verði.  Hún fann hvernig slaknaði á öllum líkamanum og yfir hana færðist friður.  Pósturinn hann er kominn hann er kominn!
Hún tók fram rauða postulínbollann sinn, hellti kaffinu í og í póstinn aftur, fletti og fletti. Henni var létt, loksins.  Hún fletti í gegnum bunkann, auglýsingar, sneplar, rukkanir og tilkynningar.  Neðst var bréfið, bréfið eina.  Hún hélt á því og fékk sér sopa af kaffinu, opnaði með borðhníf. Þarna fann hún hvernig það gerðist, þau sameinuðust hún og bréfið langþráða.  Hún lagði frá sér kaffibollan, hélt á bréfinu og inn á klósett, hafði ekki fyrir því að loka á eftir sér.  Loksins allt laust, hún reif niður um sig buxurnar og settist.  Fann hvernig þarmarnir voru á fullu. Hún hélt á bréfinu og setti spennu á magann og byrjaði að kúka.
,, Frú Sigríður
Frá og með næstu mánaðarmótum hækka afnotagjöld ríkisútvarpsins um 3 prósent, afnotagjöldin verða hér eftir 25648 krónur og greiðist á gjalddaga."
 
Hún þurfti ekki að lesa meira. Næst þegar hún pantar í kaupfélaginu ætlar hún að biðja um mýkri pappír.
 
 
Góða helgi!

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Öll þessi hraun...

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Öll þessi hraun......klöppum fyrir hrauninu!
Öll þessi hraun......klöppum fyrir hrauninu!

þriðjudagur, júlí 13, 2004

jú mikil ósköp er gott að vera í sveitinni og fræðast um búskap og nyt landsins, ...öll þessi hraun sem hafa mótað mann í gegnum lífið.... Þó dalamenn séu yndislegt fólk og gott að tengjast náttúrunni örlítið á nýjan leik, fá þeir seint góða einkunn fyrir söng og laga val en ellefu í þátttöku og gleði.

Ég hitti Eirik rauða og geri aðrir betur, sauðurinn þóttist reyndar danskur en hver verður sinn djöful að draga.

letilíf ynjunnar er senn á enda og ætli hún verði ekki að þurrka frekjutárin úr augunum og drattast í vinnuna.

föstudagur, júlí 09, 2004

Ungfrúin góða og veskið gengu glöð um verslun eina. Undurblítt og lokkandi gekk hún um búðina, fann til vörur sem hún vildi eignast, fékk aðstoð brosti til hinna kúnnanna og var jafnvel komin í eyðslugírinn, fram yfir áætluð fjárlög. Skeytir engu, ungfrúin var glöð í bragði þegar hún gekk að afgreiðsluborðinu, þar sem tvær stúlkur sátu tilbúnar til að aðstoða yngismeynna. En þar versnaði í því. Ungfrúin þorði ekki að velja afgreiðsludömu af hættu við að vera úthrópuð af öðrum búðargestum rasisti. Hún leit snöggt á afgreiðsludömu eitt, sem var á að giska 30, svört á hörund, kjörþyngd, með úfið krullað hár. Afgreiðsludama tvö var á svipuðum aldri, hvít á hörund, langt langt langt frá kjörþyngd, með lafandi þunnt hár. Hvað gerir maður þegar tveir dagðir fulltrúar minnihlutahóps á íslandi eru til taks? Annar feitur og hinn svartur? Hvað gerir maður? Því lengur sem ungfrúin stóð og velti fyrir sér hvernig hún gæti leist þessa klemmu því versnaði það. Hvað er afgreiðsludama tvö á svo svart barn og afgreiðsludama eitt feitt barn? Kannski eiga þær báðar fatlað barn eða geta ekki eignast börn, kannski á önnur þeirra við ógnvæglegan sjúkdóm að stríða sem verður til þess að fólk horfir á hana mikið. Kannski, en ef , ætli. Eftir góða stund komst daman að því að ekki er hægt að mismuna fólki á grundvelli, litar, trúar, félagsaðstæðna eða fjölskyldustærðar, skilaði öllum vörunum góðu og fór. Hún lætur svo ekki stimpla sig með fordóma!

Góða og gleðiríka helgi!!!!

Réttláta yyyyynjan ;)

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil.....frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil.
Miðað við þau þægindi sem fríi frá vinnu fylgir og þá gleði, skil ég ekki afhverju nokkur heilvita maður vinnur svona frá degi til dags. Enn er til fólk sem vinnur of mikið. tja. Ætli það séu ekki fáir sem flokkist undir heilvita. Kannski erum við bara skrípatól?

Jonkæri er úrelt orð yfir júnkara, júnkari er jungherra, jungherra er svo aftur yngissveinn eða prússneskur aðalsmaður.

riddarabarn er graftarnabbi, vogrís.

Ribs

miðvikudagur, júlí 07, 2004

...því lýðveldið ÍÍÍsland á ....ekki afmæli í dag...
Bananalýðveldið Ísland fagnar hinsvegar í tilefni dagsins. Hvað er betra en að sitja á kaffi þingi eftir sveitasund og drekka kaffi? Þar getur maður leitt hugann að því hvort það hafi hreinlega ekki verið peninga og tímasóun að losna undan dönum. Alveg er ég sannfærð um að danir myndu ekki bæta við þingmanni ef við færum aftur undir þeirra stjórn.
Ég er alveg til í maðkétið hveiti aftur. Kannski ég bjóði mig fram til forseta undir formerkjunum skilum Íslandi.

FrÖja

laugardagur, júlí 03, 2004

Morgunstund gefur gull í mund sagði einhver spekingurinn, ég fékk einvörðungis jurtir í morgunsárið. Hressandi. Nú sit ég á laugardagskvöldi, snemma, sárþreytt að bíða eftir seyðinu mínu. Það er nokkuð ljóst að vakni maður snemma, sofnar maður snemma og hvað er það betra en að sofna seint og vakna seint? Nei ekkert nöldur. Nei það er yndælt að vera vakandi, sumar, ekki gleyma því, sumar, GLEÐi, sumargleði eða já pass.

Við Djúpfari sigldum stolt um kollafjörðinn í dag, fullkomið samband manns og báts. Ég leyfði huganum að reika örlitla stund, komin á skútu í karabíska hafið, með yndælis kaffi þegar talstöðin truflaði mig. Pampampam 14 mílur norðvestur af rifi er Eskey saknað, pampampam þyrlur á leiðinni.... Já draumurinn dofnaði við tilkynningu frá veruleikanum. Eskey reyndist svo í góðu lagi að fiska og ekkert mál, ynjan glotti örlítið, ekki mikið þegar starfsmaður tilkynningarskyldunnar skammaði skipstjóra Eskeynnar fyrir að hlusta ekki á sig. Hehehhe. Allt er gott sem endar vel og ég er sannfærð um að margur annar sem hlustaði á hafi flissað. En þegar allt er í lagi þá verða hlutirnir fyndnir svona eftir á....þó skal ég ekki fullyrða um að þyrlunni hafi verið skemmt!

Hitti tröllskessuna góðu nýlega, hef ekki hitt hana síðan um 2000. Þetta voru ánægjulegir endurfundir og ég gerði mér grein fyrir því að skessa skipar sérstakan sess í hjarta mínu, maður ætti að kíkja á kerlu oftar.

Tréynjan síkáta