miðvikudagur, júlí 28, 2004

Merkisdagur í dag, Athugaðu kunnáttu þína í þessari getraun!

Merkismenn fagna þessum degi, nefna má Birgittu Haukdal, gríshildi og mig, ásamt dóttur Leifs, frændfólki og vinum. Ilia á líka afmæli í dag.  Einhverntíma minnir mig að ég hafi lesið um að Madonna hafi steikt egg á maganum á sér þennan dag við mismikinn fögnuð áhorfenda. Lynjan þorir ekki að taka þátt í svoleiðis vitneskju.

En sem sagt lífi mínu lauk formlega í gær, ekki vottur af drama og ég stefni fullum fetum að því að skrifa ævisögubók sem mun heita síðasti dagurinn í lífi mínu sem maður. Í það minnsta mun ég hugsa um að gefa bókina út og jafnvel sinna dagdraumum þar sem ég sit við ströndina, slæ á ritvél meðan vindurinn flaxar í síðu ljósu hári mínu. Ætli ég verði ekki með bleikan kött mér við hlið með hvíta slaufu til að undirstrika andrúmsloftið. Nóg um það seinna

Ágætu aðdáendur ( þettamáalvegþvíégáammæliídag) sjáumst í koti undirdjúpanna.

Freyja heitin