föstudagur, mars 31, 2006

Það er alveg jafnerfitt í Taívan og á Íslandi að ákveða hvað á að borða.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Aftur í normalið

Við komum heim á sunnudaginn var eftir ævintýralega ökuferð um fjalllendi Taívan. Við vorum þreytt og svöng og ákváðum því að skjótast á vespunni niður í bæ og redda málinu.
Vespan vildi ekki í gang.
Ynjan átti til ráð við því, skjótast í næsta bensínsjálfsala og sjá hvort hún myndi ekki hrökkva í gang við það að vera fyllt af bensíni.
Þau stóðu þarna saman og fylltu á. Ynjan var eitthvað að furða sig á hvað bensínið var ódýrt og rausnarlega skammtað, hugsaði ekki meira um það og í sameiningu reyndu þau að koma farartækinu fríða í gang.
Ekkert.

Daginn eftir var farið með veika vespuna til bifvélavirkja, sem skildi ekkert hvað gæti verið að. Tveimur tímum seinna, hrópaði hann upp yfir sig
,, einhver vinur þinn hefur fyllt vespuna af vatni".

ehemm umm hehehe ha nú já helduru það.... tja það gæti svo sem verið. Við erum búin að vera á ferðalagi.

Seinna um daginn fór ynjan með Ljóna að bensínstöðinni góðu og las hátt og skýrt, tuttugu lítrar af vatni, tuttugu nt. Opið allan sólarhringinn.

mánudagur, mars 20, 2006

Viljidi ekki te, kalladi gamli karlinn fra hofinu.
Ynjan tadi teid med tokkum. Settist nidur med karli og tau spjolludu litillega og drukku te saman.

Tid erud nu oll frekar stor, tad er gott, teir sem eru storir hafa nog ad borda, hann brosti og tad skein i tannholdid, tennurnar likast til longu.

, sjadu nu til' sagdi sa gamli , ef madur drekkur te med matnum, verdur madur ekki feitur, mamma tin er til daemis alveg i lagi, en tu aettir ad drekka meira te'

Ynjan glotti og retti glasid upp teim gamla til heidurs.

fimmtudagur, mars 16, 2006

blobb blobb sogdu fiskarnir
blobb blobb sagdi Ljoni
blobb blobb sagdi Ynja

þriðjudagur, mars 14, 2006

Þá eru leiðangursfarar komnir til Chiayi og eru í góðu yfirlæti.
Ferðin hefur gengið með eindæmum vel hingað til. Við fórum til Lugang í gær, gamlan bæ sem er mjög túristavænn. Veðrið var eins ömurlegt og það gerist, hávaðarok og skítkalt. Þar laumuðum við okkur inn í littla blævængjaverslun og ætluðum rétt aðeins að skoða okkur um. Karlinn í búðinni byrjaði að teikna á blævæng fyrir okkur og auðvitað gátum við ekki farið meðan hann var að teikna.... svo þegar hann var búinn að mála þennan fína blævæng neyddumst við til þess að versla....
Niðurstaða þrír blævængir og allir sáttir. Fari ynjan einhvern daginn í bissnes verður þetta vinnulagið.

Þá var ákveðið að keyra suður á bóginn, bara svona rétt til að komast á hótel. Við tókum okkur góðan tíma, enda erfitt að lesa kort á kínversku! En meðan manni er alveg sama hvar maður er villist maður ekki....

Hvert við förum svo er ekki enn alveg komið á hreint en stefnan er tekin suður á bóginn, drengirnir eru eitthvað orðnir þreyttir á þessu musterisrölti okkar og Helgi alveg klár í að fara að kafa.

Ferðaynjan kveður í bili.

sunnudagur, mars 12, 2006

Tau eru komin.

Ynjan er buin ad teysast um alla borg, fara a stadi sem hun hefur ekki komid a adur, tvi hun aetlar alltaf a morgun....

Undarlegt ad tala aftur islensku her og fyrir vikid saknar ynjan Ingunnar enn meira.
Tad er gaman ad hafa tau her. Allt sem mer finnst svo sjalfsagt og venjulegt er odruvisi med teim. Ynjan skilur t.d illa ad folki finnist undarlegt ad tad seu vespur um allt og ad ser umferdarreglur gildi fyrir leigubila.

Kjanalegt ad rutinan se farin og madur er ad benda folki a hitt og tetta. Eg er eiginlega ennta ad bida eftir tvi ad vakna og fara i skolann og segja teim hvad mig dreymdi undarlegan draum. Tad er samt oskop ljuft ad vakna a morgnanna med ljon a dynunni! Ljoni er samt ekki jafnhrifinn af rumkosti ynjunnar og hun og segir tau sofa a golfinu, tad er natturulega alrangt.

Rumid er tykk tatamimotta med bomullarabreidu.

A morgun leggjum vid af stad ur borginni, sudur a boginn eins og farfuglarnir.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Stundum fær ynjan það á tilfinninguna að lífið sé að hæðast að henni.

Hún var í tíma um daginn og kennarinn hennar hrósaði henni fyrir hve dugleg hún væri að læra kínverskuna og hve mikið hún gæti skrifað. Í kjölfarið spurði hún ynjuna, hvort hún vaknaði til að læra áður en hún kæmi í skólann, ynjan játti því. Og hvernær vaknaru yfirleitt á morgnana? spurði hún. Ynjan átti ekki í vandræðum með að svara því og sagði ,,korter yfir sex". Kennarinn tók um hjartað og byrjaði að dásama ynjuna og skrifa á tölvuna hve morgunrisul ynjan væri.
Ynjunni varð svo um þegar hún gerði sér grein fyrir þessari lýgi sinni að einhvern veginn náði hún að skjóta, lokinu af pennanum sínum, að kennaranum og lokið lenti með látum á tölunni 6.15. Þar munaði örfáum millimetrum að hún hefði rotað virðulegan kennarann!

Daginn eftir er sami kennari að kenna okkur nokkur orð eins og að elska og þykja væntum og fleiri orð í því samhengi.
Þá kom upp úr ynjunni, án þess að hún fengi nokkuð um það ráðið, en er það að elskast og að elska það sama þegar hún ætlaði að spyrja um að hafa ástríðu fyrir einhverju.
Kennarinn blikknaði ekki og fór að útskýra muninn á þessu og náði á undra einlægan hátt að blanda ynjunni í þessa útskýringu, ásamt sjálfri sér, ynjan bara roðnaði og roðnaði. Svo til þess að tryggja það að ynjan myndi þegja næstu daga sagði hún
,, Stundum eftir að fólk elskast kemur barn". Þá þurfa konur að gefa brjóst, en munið bara að segja ekki kúamjólk- heldur móðurmjólk. Móðurmjólk er bara ætluð börnum og þegar maður er með barn á brjósti og fólk elskast...."
Þegar hér var komið sögu, greip ynjan fyrir eyrun og stökk inn í óskeikulan draumaheim sinn þar sem kennarar eru ekki til".

Þennan sama dag fór ynjan að hóteli einu og átti erindi í móttökuna, því lagði hún vespunni sinni nálægt móttökunni og fór inn og sinnti sínum erindum. Svo fór ynjan út og ætlaði að vespu sinni. Þar sem hún hafði lagt, var engin vespa með íslenska fánanum á og ynjan orðin óörugg og sannfærð um að fáknum hefði verið stolið. Hún gekk um og leitaði og gaumgæfilega skoðaði hverja vespu. Lokaniðurstaða: engin vespa. Því ákvað hún að ganga heim og huxa næsta skref þar. Hún fer yfir götuna og viti menn, þar er vespan, þar sem hún lagði henni. Hinu megin við götuna til þess að þurfa ekki að bíða við umferðarljósin.

sunnudagur, mars 05, 2006

Í dag er sunnudagur, klukkan er að ganga sex.
Ynjan er búin að læra og skrifa og hitta á félagana, hún er á leiðinni heim að elda núna.

Einhverra hluta vegna glymur í höfði ynjunnar setningar sem gamall vinur hennar á Íslandi átti til að þylja.

Í dag er sunnudagur, á morgun er mánudagur.
Í dag er sunnudagur, á morgun er mánudagur.

Svo kemur þriðjudagur og svo kemur miðvikudagur og svo kemur fimmtudagur og svo kemur föstudagur.

Þá má vera föstudagur eftir klukkan 21.15 endalaust.

Fartölva og Ljón

Súkkulaði og ferðatöskur

Fjör og fjölskylda


Bráðum kemur föstudagur...
Í dag er sunnudagur

föstudagur, mars 03, 2006

Nú eru Íslendingar byrjaðir að slátra fuglum í forvarnarskyni...
...svona EF flensan kemur til landsins
... svona EF flensan fer að berast á milli manna.

Það er því í forvarnarskyni sem Ljóna verður lógað
.... svona EF krabbamein fer að berast á milli manna.
... svona Ef fuglaflensan berst á milli manna.

Líkast til er ráð að hvetja konur í fóstureyðingu fyrir getnað svona EF barnið fær sjúkdóm....

Ynjan trúir því að komi flensan til Íslands og byrji að berast manna á milli, þá verði það bara á Kárahnjúkum. Hætt verður við virkjunina og íslendingar gerast fuglatrúar.

Annars ætti að hafa áhyggjur af flensunni í Afríku, nokkur lönd hafa slátrað þúsundum fugla, sýktum og ósýktum. Það er áhyggjuefni að fólk svelti í forvarnarskyni. nei alveg rétt.... skítt með fólk í löndum Afríku.

Annað meira áhyggjuefni er að jarðsprengjur eru oft hannaðar með það í huga að glepja augu lítilla barna, enn í dag þjást börn í Kambódíu og Laos og víðar vegna vopna sem leynilega voru sett í jörðu í Víetnam- stríðinu,í löndum sem voru ekki í stríði. Jarðsprengjur eru virkar lengi lengi... löngu eftir að herflugvélarnar eru farnar.

Jarðsprengjur eru í víða í jörðu EF fólk stígur á þær meiðist það illa eða deyr. Það er raunveruleg ógn. Ógnin er mannanaverk.

Það verður gott að vera í íslenska sendiráðinu á Indlandi þegar flensan nær fótfestu á Íslandi, indverskur matur er á heimsmælikvarða. Nú svo er sushi í tísku líka og íslenska sendiráðið í Japan á besta stað.

Ef heimurinn fer til fjandans þá ætlar ynjan á fyllerí í Kenting og EF hún sér fíl ætlar hún að stela honum og kalla hann Janus.

fimmtudagur, mars 02, 2006

'Eg get ekki sett islenska stafi i tolvuna mina allt i einu, tad fer illa i mig.
Ef islensku stafirnir vaeru til stadar myndi eg segja fra tvi tegar eg bad um ad fa ad kyssa kennarann minn og hann hristi bara hausinn.

HMMMM....

miðvikudagur, mars 01, 2006

Í gær opnuðust himnarnir, ekki til að henda niður tyggjói eins og í Davíð Oddson forðum daga, heldur duttu niður tignarlega stórir regndropar. Hafi ynjan náð að telja rétt, liðu tuttugu sekúndur þar til hún var holdvot.

Hún gaf fáknum inn og reyndi að hraða sér heim, í hausnum á henni glumdu gamlar veðurfréttir frá Rás eitt. Hún stoppaði á ljósum, setti skyggnið af hjálminum upp til þess að vera viss um að hún hefði ekki keyrt of langt. Grænt og ynjan áfram, með skyggnið uppi.
Til móts við hana kemur að virðist glær stór steinn og hæfir beint í augað.

Nú skilur ynjan af hverju Taívanar tala um plómuregn. Eflaust er engu skárra að fá plómu í augað en þessa dropa.