miðvikudagur, mars 01, 2006

Í gær opnuðust himnarnir, ekki til að henda niður tyggjói eins og í Davíð Oddson forðum daga, heldur duttu niður tignarlega stórir regndropar. Hafi ynjan náð að telja rétt, liðu tuttugu sekúndur þar til hún var holdvot.

Hún gaf fáknum inn og reyndi að hraða sér heim, í hausnum á henni glumdu gamlar veðurfréttir frá Rás eitt. Hún stoppaði á ljósum, setti skyggnið af hjálminum upp til þess að vera viss um að hún hefði ekki keyrt of langt. Grænt og ynjan áfram, með skyggnið uppi.
Til móts við hana kemur að virðist glær stór steinn og hæfir beint í augað.

Nú skilur ynjan af hverju Taívanar tala um plómuregn. Eflaust er engu skárra að fá plómu í augað en þessa dropa.