fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Ynjan flutti inn í svona líka fína íbúð um daginn og búin að koma sér einstaklega vel fyrir. Allt sem prýðir gott hverfi og gott hús.

Ynjan viðurkennir að hún er enginn sérfræðingur í Taívanskri menningu en kynnist henni alltaf betur og betur. Þegar hún gekk framhjá litlum fjölskylduveitingastað um daginn var henni heldur brugðið. Við ísskápinn og eldunaraðstöðuna var risastórt feitt svín bundið við staur.

Þó kerla sé ekki viðkvæm, og hafi á langri ævi áttað sig á því að kjöt var einu sinni dýr, þá þótti henni heldur ógeðfellt að hafa matinn ferskan bundinn við staur, og það ekkert smá stykki.

Hún fór strax í það að reyna að hugsa þetta út frá nýju sjónarhorni, maturinn ferskur og svo eru margir veitingastaðir með humar og svona.....

Svo daginn eftir var henni allri lokið, en þá mætti hún svíninu stóra í gönguferð með fólki skellihlæjandi. Það var villimannslegt, kaupa ferskt kjöt, fara með það í gönguferð og eta svo.... nei þetta var of mikið.

En seinna um daginn var svínið aftur komið á veitingastaðinn, bundið við staur.... og þá spurði hún... HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI?

já þetta er gæludýrið okkar, hún er æði, bara ekki klappa henni því hún bítur.... fast.

Já þú meinar.... má ég taka mynd?