föstudagur, febrúar 10, 2006

Sauðssaga ynjunnar, annar hluti

,, og gettu hvað, það sama gerðist annar köttur önnur ferð á sjúkrahúsið."

Þetta er lauslega þýdd setning úr lauslega leiðinlegri bíómynd sem ynjan hugsar oft um þegar fólk gerir sömu heimskulegu mistökin tvisvar.

Ynjan kannast svo vel við þessar aðstæður. Til dæmis núna, hún á flug til London á fimmtudaginn kemur, til þess að geta farið þarf hún vegabréfið sitt. Vegabréfið hennar fór til Danmörku í stimpiltúr og þarf að koma fljótt og vel til baka.

Síðast þegar ynjan fór til London og þaðan til Taiwan var hún líka að bíða eftir vegabréfinu sínu, hún fékk það sama dag og hún fór úr landi.

Nú stefnir allt í sömu stöðu, Ynjan orðin stressuð, Ljóni þreyttur á seinaganginum í væflinum Ynju og vegabréfið góða í Danmörku. Það eru þrír og hálfur virkur dagur til stefnu. Á þessum tíma þarf bréfið að komast út á pósthús í Danmörku, til Íslands og heim til Ynjunnar.

Síðast lágu Gríshildur og Grýla á bæn opinberlega, ynjan liggur og grætur í von um að það dugi að rella.

Komi vegabréf í hús á réttum tíma lofar ynjan að reyna að gera þetta ekki aftur.

me