Ekki er öllum sauðum slátrað!
14. október síðastliðinn bloggaði ynjan um hremmingar sínar á pósthúsi einu í Taívan. Afgreiðsludaman vildi meina að landið ynjunnar væri ekki til en eftir japl, jaml og fuður urðu þær ásáttar um tilvist landsins en engin var hraðþjónustan þangað
Þann dag stóð á vefritlunni:
'Nei tad er ekki i lagi, umsoknarfrestur verdur runnin ut. Typiskt! Ynjan sendi brefid samt i von um ad vidtakandi kannist vid saudi.
Svo hugsaði ynjan ekki meira um það, hélt áfram sínu basli og pukri og leiddi ekki hugann að bréfinu góða og afdrifum þess.
Svo er ynjan undurblíð, nú í janúar, að undirbúa hádegisverð fyrir vinnuþjakaðann manninn og sér póstburðardrenginn skjótast hjá. Hún ákvað að klára að elda og skipta um í þvottavélinni áður en pósturinn yrði sóttur, enda lítið spennandi að skoða yfirlit Reikningsstofu bankanna. Þegar hún loks drattaðist að sækja bréfaruslið var svarbréf komið sem vitnað er í hér að ofan. Það gladdi ynjuna lítt, enda fátt óskemmtilegra en að fá staðlað neitunarbréf. Fólk ætti að kannast við þennan texta:
Kæri umsækjandi
Minningarsjóður Margrétar þakkar umsókn þína til sjóðsins frá því í haust. Alls bárust að þessu sinni um fimm hundruð umsóknir. Eftir vandlega yfirferð umsókna hefur stjórn sjóðsins ákveðið að veita styrk til tæplega tvö hundruð umsækjenda.
.... á maður að nenna að lesa meira? hugsaði ynjan meðan hún hrærði í pottinum. Svo kom:
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að þér hefur verið veittur styrkur .....
..... ha! sei ha.... nei.... í geðshræringunni náði hún að sletta kjötsafa yfir bolinn ... hewhehe þetta þarf að lesa aftur:
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að þér hefur verið veittur styrkur .....
... Gat þetta verið?... Brjálæðishláturinn var slíkur að kettirnir læddust út. Eftir stóð ynjan ein í eldhúsinu, byrjuð að brenna við matinn og löngu hætt að hugsa um manninn. Grútskítug pataði hún um eldhúsið og sveiflaði tilkynningunni góðu. Þetta var eitthvað skrýtið, ynjan fær bara ekki eitthvað svona svona bara ha bara svona sísvona. Ha hún, núna geggjað er þetta ekki djók?
Þó sjaldgæft sé þá klöknaði ynjan af gleði og þakklæti. Svo mundi hún eftir því að líkast til hefur bréfið borist of seint og þakkaði auðmjúkt fyrir að fólk kann enn að fyrirgefa sauðum.
Ynjan hefur vissu um að margir lesa síðuna en kvitta aldrei fyrir sig og kannski er þar á meðal einhver í úthlutunarnefnd. Sé svo segir ynjan auðmjúkt og blítt, takk fyrir mig.
JESSS Takk fyrir mig
Þann dag stóð á vefritlunni:
'Nei tad er ekki i lagi, umsoknarfrestur verdur runnin ut. Typiskt! Ynjan sendi brefid samt i von um ad vidtakandi kannist vid saudi.
Svo hugsaði ynjan ekki meira um það, hélt áfram sínu basli og pukri og leiddi ekki hugann að bréfinu góða og afdrifum þess.
Svo er ynjan undurblíð, nú í janúar, að undirbúa hádegisverð fyrir vinnuþjakaðann manninn og sér póstburðardrenginn skjótast hjá. Hún ákvað að klára að elda og skipta um í þvottavélinni áður en pósturinn yrði sóttur, enda lítið spennandi að skoða yfirlit Reikningsstofu bankanna. Þegar hún loks drattaðist að sækja bréfaruslið var svarbréf komið sem vitnað er í hér að ofan. Það gladdi ynjuna lítt, enda fátt óskemmtilegra en að fá staðlað neitunarbréf. Fólk ætti að kannast við þennan texta:
Kæri umsækjandi
Minningarsjóður Margrétar þakkar umsókn þína til sjóðsins frá því í haust. Alls bárust að þessu sinni um fimm hundruð umsóknir. Eftir vandlega yfirferð umsókna hefur stjórn sjóðsins ákveðið að veita styrk til tæplega tvö hundruð umsækjenda.
.... á maður að nenna að lesa meira? hugsaði ynjan meðan hún hrærði í pottinum. Svo kom:
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að þér hefur verið veittur styrkur .....
..... ha! sei ha.... nei.... í geðshræringunni náði hún að sletta kjötsafa yfir bolinn ... hewhehe þetta þarf að lesa aftur:
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að þér hefur verið veittur styrkur .....
... Gat þetta verið?... Brjálæðishláturinn var slíkur að kettirnir læddust út. Eftir stóð ynjan ein í eldhúsinu, byrjuð að brenna við matinn og löngu hætt að hugsa um manninn. Grútskítug pataði hún um eldhúsið og sveiflaði tilkynningunni góðu. Þetta var eitthvað skrýtið, ynjan fær bara ekki eitthvað svona svona bara ha bara svona sísvona. Ha hún, núna geggjað er þetta ekki djók?
Þó sjaldgæft sé þá klöknaði ynjan af gleði og þakklæti. Svo mundi hún eftir því að líkast til hefur bréfið borist of seint og þakkaði auðmjúkt fyrir að fólk kann enn að fyrirgefa sauðum.
Ynjan hefur vissu um að margir lesa síðuna en kvitta aldrei fyrir sig og kannski er þar á meðal einhver í úthlutunarnefnd. Sé svo segir ynjan auðmjúkt og blítt, takk fyrir mig.
JESSS Takk fyrir mig
<< Home