miðvikudagur, janúar 25, 2006

... biðin eftir jarðskjálftanum

Loksins þarf ekki að þrátta um hvernig skuli kynna klakann. Gamlar hallærislegar staðalímyndir og náttúra er löngu úrelt kynning.

Þjóðin getur grobbað sig af því að vera einn stærsti álframleiðandi í heimi! Og það á mettíma. Geri aðrir betur. Hver þarf að markaðssetja Ísland sem óbyggt og óspillt þegar hann hefur ál?

Álið dugar nefnilega endalaust.
Ynjan hefur nú þegar lagt til við ferðamálaráð Íslands að framtíðar slagorð verði

MAGNAÐ Í MENGUN

eða

ÁL ÁN ENDA