miðvikudagur, desember 21, 2005

Ísland býður enn upp á kulda og myrkur og skammtímaminni kjósenda.

Það er gott að koma heim og sjá að lífið heldur áfram, illa samt án manns. Ég er víst komin á þann aldur að vinir manns eru hættir að stækka og gerist það kommentar maður helst ekki á það. Ég er víst líka komin á þann aldur að maður er mikið í því að dást að því hvað börn vina og fjölskyldumeðlima hafa stækkað. Ég er líka komin á þann aldur að mér finnst það töff og get bara endalaust tekið þátt í þeirri umræðu. Aldrinum um að kenna eða ekki er gott að vera í kuldanum- svona í bili.

Best í heimi á eftir malti er að rúnta um og heimsækja fjölskyldu og vini. Maður er enn að koma sér niður listann. Dásamlegt að minna sig á það að vinir manns séu ekki bara msn-spjall.

Það besta við að vera kominn heim er að maður er undanskilin öllu jólastússi.... flugþreytan, nei veistu ég bara treysti mér ekki í ´etta.