Þrátt fyrir að hafa notað allan minn sjarma í að sannfæra Ingunni um að láta sem ég hefði týnst, lét hún ekki segjast.
Sagði að sér hefði hún lofað að fljúga ekki heim aftur ein og með henni færi ég með góðu eða illu.
Því situr kerla á flugvellinum í Taivan, búin að koma farangrinum frá sér og bíður eftir fluginu heim. Hún á eftir að bíða í Hong Kong og svo bíða aðeins lengur í London en ekki hugsað sér að bíða í Keflavík.
Kerla er með kredit kortið á lofti eins og sannur Íslendingur á flugvöllum, maður gerir sjaldan svona góð kaup! Því er hún kappklædd svona til þess að forðast yfirvigt, Ingunn hefur hlegið að þessu bragði hennar, en við vitum báðar að hún hlær ekki í London þegar hún þarf henda tösku eða tveimur eða gefa hvítuna úr auganu á sér fyrir yfirvigtinni.
Við Ingunn vorum að hugsa dvöl okkar í Taivan áðan og vorum sammála um að minningarnar væru margar og góðar en sjaldnast gáfulegar.
Umfram allt skemmtilegar eru þær
Sagði að sér hefði hún lofað að fljúga ekki heim aftur ein og með henni færi ég með góðu eða illu.
Því situr kerla á flugvellinum í Taivan, búin að koma farangrinum frá sér og bíður eftir fluginu heim. Hún á eftir að bíða í Hong Kong og svo bíða aðeins lengur í London en ekki hugsað sér að bíða í Keflavík.
Kerla er með kredit kortið á lofti eins og sannur Íslendingur á flugvöllum, maður gerir sjaldan svona góð kaup! Því er hún kappklædd svona til þess að forðast yfirvigt, Ingunn hefur hlegið að þessu bragði hennar, en við vitum báðar að hún hlær ekki í London þegar hún þarf henda tösku eða tveimur eða gefa hvítuna úr auganu á sér fyrir yfirvigtinni.
Við Ingunn vorum að hugsa dvöl okkar í Taivan áðan og vorum sammála um að minningarnar væru margar og góðar en sjaldnast gáfulegar.
Umfram allt skemmtilegar eru þær
<< Home