fimmtudagur, desember 08, 2005

Betel nut

Einu sinni hélt ynjan að Betel nut væri Beatle nut, en svo er víst ekki.

Maður sér fólk víða í Taívan tyggja Betel nut, aðallega karlmenn, kannski eingöngu. Verkamenn og vörubílstjórar eru algengasta sjónin en af og til hefur ynjan séð jakkafatagaur með tugguna.

Betel nut er ávöxturinn af Areca catechu pálma tré, og ég held að hann sé óþroskaður þegar hann er notaður. Hneturnar eru um 2 cm og yfirleitt skornar eins og pylsubrauð, þar á milli er sett lime og svo vafið með laufinu af Betel pálmatrénu, sem gefur hnetunni nafnið betel nut. Þær inni halda virka efnið arecoline sem ég kann ekki frekari deili á. Ýmsar útgáfur eru til af Betel nut.

Áhrifin af Betel nut víst ekki ósvipuð áhrifum frá kaffi eða nikótíns, sem sagt aðeins örvandi, betel nut a líka að milda sársauka og örva blóðrásarkerfið. Sem sagt allra meina bót. Tuggan er ávanabindandi.

Þegar betel nut er tuggið kemur mikill safi frá hnetunni sem er hárauður og fólk er hrækjandi um allt. Það er ekki ætlast til þess að maður kyngi. Í hvert sinn sem maður stoppar á ljósum sér maður blettina á götunum, flestir gamlir því það skolast ekki í burtu í næstu rigningu. Ekki er óalgengt að þeir sem eru með tugguna séu eldrauðir í kringum munninn og ekki of auðvelt að þrífa safann af sér.

Nokkrar borgir í Asíu hafa bannað Betel nut, vegna sóðaskapsins en ekki í Taivan. Vinsældir tuggunnar hafa víst sjaldan verið meiri. Slagorð á við "Quit betel nut chewing, you know you're right!" er viðbrögð heilbrigðisyfirvalda til þess að reyna að draga úr neyslunni, sér í lagi þar sem ungir drengir eru stækkandi neysluhópur.

Eitt sérstakt við Betel nut-neysluna hér er að yfirleitt eru svokallaðar betel nut-stelpur að selja hnetuna. Þær eru inn í litlum söluskála, ungar og fallegar og léttklæddar, því lengra sem maður fer inn í úthverfin því efnisminni verða fötin.

Ynjan missti víst af hátindi Betel nut-stelpnanna sem var fyrir nokkrum árum þegar þær voru jafnvel naktar, en eins og svo margt annað skemmtilegt, er það nú bannað. Enga síður eru fötin ástundum bara til málamynda.

Það þarf líklega ekki að segja að fæstir foreldrar vita af háskólamenntuðu stúlkunum sínum í þessum kössum.

Ynjunni fannst Betel nut bara prump!