mánudagur, nóvember 21, 2005

Undanfarið hef ég haldið því fram að ég sé 27 ára, eiginlega alveg frá því að ég kom til Taivan. Ég skammast mín alltaf stuttu seinna, enda er það haugalýgi að ég sé tuttugu og sjö. Ég veit vel að 2005 -1979 eru 26 ár. Samt hef ég einhvern veginn ekki náð að hrista þetta af mér. Lengi skildi ég hreinlega ekki af hverju en loksins núna er komin skýring á þessu.

Ég er bara taivönsk!

Í Taivan ertu eins árs þegar þú fæðist því sálin kemur strax í fóstrið þannig að 94 (ártalið í Taivan) - 68 = 27 ár.

Magnað!