föstudagur, desember 23, 2005

Er enn að velta því fyrir sér hvaða dagur sé í dag og hvað klukkan er. Ljóni þylur upp staðreyndirnar eftir pöntun, ´Lynja það er enn 23. desember og hún er að ganga níu´.Svona verður þetta í dag en vonandi ekki lengur. Það reynir á þollund Ljóna en til þess að vega upp á móti endalausum vangaveltum um tíma hefur Ynjan verið komin á fætur um og fyrir sjö síðan hún kom heim, sem er í fyrsta sinn í sögu sameiginlegs lífs L og Y að ynjan sé morgunhress og hvað þá hressari en Ljónið sjálft.

Enn óraunverulegri er jólahátíðin sem ætlar að fljúga í fangið á frúnni svona þegar hún á síst von á því. Það kemur líkast til ekki heldur að sök, þar sem hlutverk kerlu er að mæta í LH4 rétt áður en steikin er klár í sínu fínasta pússi, hún ætti að ráða við það.

Ekki eru jól án skötu og skutust hjónakornaleysin við í skötuveislu þar sem flúran skellti í sig tindabykkju sem aldrei fyr af mikilli áfergju, jólin hafa verið skráð og skjalfest með ýldu. Það er gott að vera á Fróni.

Ynjan er lítið fyrir að skrifa jólakort og í ár hefur flugþreytan bara verið of mikil til stórafreka því misnotar hún þennan miðil:Elsku elsku yndislegu þið!Gleðileg Jól Farsælt komandi ár og takk fyrir það góða og gamla.Megi næsta ár mæta okkur með fleiri gleðistundum og meira kaffiJólaynjan