laugardagur, febrúar 25, 2006

Svínið stóra heitir Tína. Hún er yfirleitt með lakkaðar neglur, kannski skiljanlegt að hún bíti greyið! Eigendurnir héldu að þeir væru að fá sér litið svín fyrir nokkrum árum en útkoman er 200 kílóa stykki. Ynjan reynir að gera sér ferð framhjá á hverjum degi svona til þess að lífga upp á tilveruna.

Um daginn var partý í skólanum, allt hlaðið af mat og skemmtiatriði, í tilefni nýrrar annar. Meiriháttar gaman, eftir matinn var hefðbundinn dans sýndur, veit ekki hvað hann heitir því ég skildi dömurnar ekki alveg. Ynjan vill kunna að dansa svona. Löturhægar og seiðandi hreyfingar sem dans, ynjan fylgdist dáleidd með. Svo þegar sýningunni var lokið fengu þeir nemendur sem vildu að prófa. Metþátttaka og útkoman var skemmtileg en langt því frá jafn þokkafull og þegar dansmeyjarnar voru bara tvær. Skondnast var að sjá ofurvaxna karlmenn reyna að standa í taichi stöðu, ynjan brosti innra með sér en restin af áhorfendum hló tröllahlátri. Svo sýndu japönsku skiptinemarnir breikdans og djassballet.