miðvikudagur, mars 08, 2006

Stundum fær ynjan það á tilfinninguna að lífið sé að hæðast að henni.

Hún var í tíma um daginn og kennarinn hennar hrósaði henni fyrir hve dugleg hún væri að læra kínverskuna og hve mikið hún gæti skrifað. Í kjölfarið spurði hún ynjuna, hvort hún vaknaði til að læra áður en hún kæmi í skólann, ynjan játti því. Og hvernær vaknaru yfirleitt á morgnana? spurði hún. Ynjan átti ekki í vandræðum með að svara því og sagði ,,korter yfir sex". Kennarinn tók um hjartað og byrjaði að dásama ynjuna og skrifa á tölvuna hve morgunrisul ynjan væri.
Ynjunni varð svo um þegar hún gerði sér grein fyrir þessari lýgi sinni að einhvern veginn náði hún að skjóta, lokinu af pennanum sínum, að kennaranum og lokið lenti með látum á tölunni 6.15. Þar munaði örfáum millimetrum að hún hefði rotað virðulegan kennarann!

Daginn eftir er sami kennari að kenna okkur nokkur orð eins og að elska og þykja væntum og fleiri orð í því samhengi.
Þá kom upp úr ynjunni, án þess að hún fengi nokkuð um það ráðið, en er það að elskast og að elska það sama þegar hún ætlaði að spyrja um að hafa ástríðu fyrir einhverju.
Kennarinn blikknaði ekki og fór að útskýra muninn á þessu og náði á undra einlægan hátt að blanda ynjunni í þessa útskýringu, ásamt sjálfri sér, ynjan bara roðnaði og roðnaði. Svo til þess að tryggja það að ynjan myndi þegja næstu daga sagði hún
,, Stundum eftir að fólk elskast kemur barn". Þá þurfa konur að gefa brjóst, en munið bara að segja ekki kúamjólk- heldur móðurmjólk. Móðurmjólk er bara ætluð börnum og þegar maður er með barn á brjósti og fólk elskast...."
Þegar hér var komið sögu, greip ynjan fyrir eyrun og stökk inn í óskeikulan draumaheim sinn þar sem kennarar eru ekki til".

Þennan sama dag fór ynjan að hóteli einu og átti erindi í móttökuna, því lagði hún vespunni sinni nálægt móttökunni og fór inn og sinnti sínum erindum. Svo fór ynjan út og ætlaði að vespu sinni. Þar sem hún hafði lagt, var engin vespa með íslenska fánanum á og ynjan orðin óörugg og sannfærð um að fáknum hefði verið stolið. Hún gekk um og leitaði og gaumgæfilega skoðaði hverja vespu. Lokaniðurstaða: engin vespa. Því ákvað hún að ganga heim og huxa næsta skref þar. Hún fer yfir götuna og viti menn, þar er vespan, þar sem hún lagði henni. Hinu megin við götuna til þess að þurfa ekki að bíða við umferðarljósin.