miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Tad er verid ad skreyta jolatred i gardinum i skolanum. Tad er buid ad setja nokkar fjolublaar og blaar kulur a gervitred. Skolinn heldur upp a jolin enda er kirkja i skolagardinum og af og til ser madur kennarana blessa sig yfir arangri stoku islensku nemanda.

Tad er ekkert jolalegt vid grenitre i Taivan tegar tad er 18 stiga hiti og vindur. Rauda og hvita jolatred fyrir utan starbucks er heldur ekkert jolalegt hvad ta risastora ofurskreytta plastmaskinan fyrir utan verslunarmidstodina sem er med brudur i fullri staerd fyrir framan treid. Folkid litur ut eins og tad se komid med annan fotinn i grofina ef ekki bada.

Enn sidur minna jolalog i tekno 'utgafu sem eru spilud allan arsins hring mig a jolal0g. Best er tegar madur gengur inna virdulegan veitingastad i september og tar stendur Merry Cristmas , svona af tvi ad velkomin skiltin voru buin.

Tegar eg lendi aftur a froni aetla eg ad halda upp a kinverska nyarid!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Maður lætur sig hafa ýmislegt

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1) Knúsa Ljóna
2) Fara til Ástralíu
3) Læra kínversku
4) Læra rússnesku
5) Kafa með skjaldbökum
6) Fara til Afríku
7) hætta að reykja

7 hlutir sem ég get gert:
1) talað um íslensku
2) eldað góðan mat
3) borðað með prjónum
4) siglt bát
5) kafað
6) drukkið ótæpilega mikið af kaffi
7) talað út í eitt um fiska, báta og annað og verið nokk sama hvort einhver hafi áhuga á að hlusta

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1) Hætt að týna lyklum
2) kafað með hvítum hákörlum
3) verið í háhæluðum skóm
4) skammað kettina mína
5) skilið af hverju fólk segir skotveiði vera íþrótt
6) búið á austfjörðum
7) stundað hópíþróttir

7 frægir sem heilla:
1) Johnny Depp
2) Benicio del Toro
3) nick cave
4) Kravitz
5) .... af hverju þurfa þeir að vera frægir....

7 hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur:
1) Greind
2) viðhorf
3) Húmor
4) staðfesta
5) bros og hlátur
6) traust
7) heiðarleiki

7 setningar sem ég nota mikið:
1) Ní háo
2) shenma?
3) Ertu þarna?
4) Það þýðir ekki að gráta soðinn hest
5) ertu ekki að grínast?
6) I´m fine and you?
7) What am I a horse or something?

7 hlutir sem ég sé
1) kveikjari
2) Sími
3) moskítofluga
4) tölva
5) kínversk tákn
6) öskubakki
7) bækur

7 sem ég ætla ad klukka
1) Ingunn
2) Gunna
3) Sandra
4) Ragnhildur
5-7) hér er pláss fyrir þá sem vilja

laugardagur, nóvember 26, 2005

Það þýðir ekki að gráta soðinn hest

Flestir eru að leita af hamingjunni, peningum eða öðru.

Ynjan er yfirleitt að leita af lyklunum sínum, bókunum sínum, fötunum og nú undanfarið vespunni.
Þessi leit ynjunnar hefur fylgt henni frá barnsæsku, líkast til er algengasta setning ynjunnar "veistu um lyklana mína". Þó maður sé í annarri heimsálfu hefur leitin ekkert breyst.

Því fór ynjan með vespuna sína í gær og lét skipta um startara svona til að geta komist á milli staða. Alzheimer lights hefur ekki átt við ynjuna í mörg ár, heavyduty alzheimer er eitthvað sem kerla kannast við.

föstudagur, nóvember 25, 2005

til hamingju Ljoni

Ljoni minn er kofunarkennari!

Klaradi tetta med soma!

Hurra

Mer er skylt ad kalla hann her eftir herra kofunarkennari eda herra Ljoni.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Undanfarið hef ég haldið því fram að ég sé 27 ára, eiginlega alveg frá því að ég kom til Taivan. Ég skammast mín alltaf stuttu seinna, enda er það haugalýgi að ég sé tuttugu og sjö. Ég veit vel að 2005 -1979 eru 26 ár. Samt hef ég einhvern veginn ekki náð að hrista þetta af mér. Lengi skildi ég hreinlega ekki af hverju en loksins núna er komin skýring á þessu.

Ég er bara taivönsk!

Í Taivan ertu eins árs þegar þú fæðist því sálin kemur strax í fóstrið þannig að 94 (ártalið í Taivan) - 68 = 27 ár.

Magnað!

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Nemo er fundinn!

Ynjan skellti ser til Kenting um helgina ad kafa. Tetta var faranlega audvelt og sjorinn svo heitur ad turrbuningurinn eiginlega otarfur.
Kofunin var aedi, fullt fullt af fiskum sem ynjan hefur bara sed a Animal planet og i Finding Nemo og allt i einu voru teir bara alvoru! Gulir, raudir, svartir, hvitir og endalaust margir, hun sa meira ad segja smokkfisk sem var eiginlega bara of kul til ad vera satt. Lifandi beita hver hefdi truad tvi!!!
Tveir nemo-fiskar sau ad ynjan var eitthvad haettuleg og tvi redust teir itrekad a hana. Likast til eru teir enn i fylu tvi hvernig getur madur tekid mark a tannlitlum 10 cm longum fiskum sem fara halfa leidina yfir hnottinn ad leita ad barninu sinu?

Tegar vid komum a land var buid ad skera a 3 dekk hja kofunargaurnum og hann ekkert of sattur. Fljotlega birtust 4 dauda drukknir taivanir og oskrudu a kofunargaurinn og sogdu fuck you med mikilli fyrirlitningu. Ynjan settist nidur og horfdi a medan testesteronid sveif yfir sjonum. Enginn teirra var sattur en kofunargaurarnir voru nu yfirvegadari en drukknu gaurarnir. Eitthvad var um ytingar og fuck you og dont touch me og ynjan nadi ad reykja trjar sigo medan a tessu ollu saman stod.

Ynjan var svo oforskommud ad hun glotti ut i annad yfir ollu saman, tangad til loggan kom med byssurnar sinar. Sem betur fer kom hun bara til ad taka myndir og tala vid lidid en ekki til tess ad skjota ynjuna hamingjusama.

Malalyktir urdu taer ad bilinn var dreginn i burtu og kofunargaurinn akvad ad fa mafiuvini sina til tess ad "tala" vid gaurinn sem skar a dekkin.

Ynjan for bara heim.... satt vid dasamlega kofun.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Tessi faersla er fyrir hann Ljona minn

Tegar vid fluttum i MT52 heidrudu tveir kettir okkur med naerveru sinni. Teir hafa glatt okkur med naerveru sinni og leyft okkur ad vera undir teirra verndarvaeng i ar. I stadinn hofum vid klappad teim og gefid ad borda.
Tetta ar sem teir hafa verid a fodrum hja okkur hafa teir gefid "vini" sinum, sem vid Ljoni hofum kallad okkar a milli "tann gula" ad vera i mat og friu husnaedi i okkar fjarveru. "Sa guli" hefur takkad okkur med tvi ad merkja husid.....

Tvi vorum vid alltaf ad reyna ad fanga "tann gula" en hann var klokur og let ekki na ser. Hljop hradar en ljosid og nadi oft ad koma inn og borda og hlaupa ut adur en vid nadum ad hugsa um ad standa upp og na honum.

I fjarveru Ynjunnar kom Ljoni upp einfaldri gildru til ad na "teim gula". Hann kom fyrir spotta sem hann turfti bara ad kippa i og ta lokadist hurdin og kotturinn kroadur af.
Audvitad var "sa guli" klokari en svo ad ganga i gildruna, i nokkra daga gekk hann inn og ut an tess ad gefa nokkud fyrir nyju veidimaskinuna....
.... einn daginn gleymdi "sa guli" ser og Ljoni nadi ad loka hurdinni.

Nu er kvold og kisi kroadur inni i husi med Ljona a eftir ser. Teir hlupu drykklanga stund um ibudina adur en Ljoni nadi taki a kisa. Ljoni hafdi sett a sig hnaustykka hanska til tess ad geta glimt vid kisa og bur til ad geyma hann i og Ljoni var klar i allt.

Inni i eldhusi, vopnadur honskum var kisi ekki a leidinni ad gefast upp audveldlega og i hamaganginum beit "sa guli" Ljona. Kisi slapp i tetta skiptid medan naesta rad var hugsad.

Ta turfti ad byrja ad hringja meindyraeydi, Kattholt og allt lokad. Til tess ad auka a gledina kom i ljos ad Kattholt faer ekki borgad fyrir ad taka a moti kisum nema taer komi med borgarmeindyraeydi.

Tvi tyrft ad bida til morguns.

"Sa guli" sat skelkadur undir bordi og vildi sig hvergi hreyfa, treyttur eftir atokin. Tvi klaeddi Ljoni sig betur upp, nadi i prik og setti burid fyrir framan kisa og otadi honum inn i bur. Ekkert mal, "sa guli" hafdi fundid ofjarl sinn.
Tar fekk hann ad bida til morguns og borgarmeindyraeydir sotti hann.

Ljoni for a spitalann til tess ad fa sprautur og lata gera ad sarum sinum, "sa guli" fer vonandi i bad og tadan i Kattholt og Skuggi og Loki eru saddir og sattir.

Hurra fyrir hetjunni Ljona!
Til hamingju með dag íslenskrar tungu.... í tilefni þess náði ynjan að stilla inn íslenskt lyklaborð til þess eins að heiðra íslenskt mál. Hinir sem halda að það sé af því að loksins skilur hún táknin fyrir íslenska hafa einfaldlega rangt fyrir sér... það er bara ekki satt.
Ynjan hefur í tilefni dagsins ekki sagt stakt orð í kínversku, hvað þá á ensku og hefur í allan dag heilsað fólki á íslensku og reynt eftir bestu getu að vera skírmælt og laus við málsjúkdóma eins og þágufallssýki, eignarfallsflótta og annan krankleika sem hrjáir íslenskan lýð svo gjarna.

Komi sú staða upp að ynjan neyðist til þess að tjá sig á ensku ætlar hún að beina umræðuefninu að mikilvægi tungunnar og segja frá því þegar Jónas Hallgrímsson var upp á sitt besta. Hún vonar jafnframt að hún eigi vini á morgun þegar bara er venjulegur dagur.

Kínverskan er eitthvað að skila sér inn í hausinn á jukkunni... ekki meira en svo að ynjan er sú eina sem skilur jukkuna enn sem komið er.... það er samt enn von.... vonin eykst náttúrulega þegar maður sér svona snilldarskilti eins og þetta hér.

Það er búið að setja upp jólatré við verslunarmiðstöð sem er í nágrenni við íbúðina okkar... undarlegt í ljósi þess að hér er ekki haldið upp á jólin, sem skiptir litlu máli því víða má sjá jólaskraut og merry x-mas kveðju á veitingastöðum... heilsársskraut. Núna þegar ég skrifa þennan pistil er verið að spila jingle bell í teknó útgáfu....

mánudagur, nóvember 14, 2005

"Eg horfdi a tatt a discovery i gaer" sagdi kennarinn. "Hann var um skrytinn mat um allan heim, tar var minnst a Island. Er tetta satt, bordid tid hofudid af kindum?Segdu okkur adeins fra tvi"
Ynjan flissadi og byrjadi fyrirlesturinn. Hun lysti i smaatridum hvernig islendingar nu og fyrr hefdu etid saudkindina upp til agna. Hun gaetti tess ad taka fram allt tad sem er allra ogedslegast. Tegar hun er ad lysa tvi frjalslega hvernig vid gerum blodmor litur hun a kennarann sem var med mesta ogedis svip sem sest hefur i Taivan a tessari old.
"A eg ad haetta? spurdi hun med glotti.
Bekkurinn stundi ja, enda matarlyst vikunnar farinn
Kennarinn svaradi ad bragdi "nei haltu afram eg hef svo gaman af svona!"
Eftir langan fyrirlestur um lystisemdir saudkindarinnar, brosti kennarinn og sagdi "Er ekki haegt ad borda eitthvad annad a Islandi...svona ef madur kemur i heimsokn?"

..............

föstudagur, nóvember 11, 2005

Vid Ingunn vorum ad koma ur sundi og a leidinni i gegnum anddyrid tegar eg rek augun i rottu. Eg varadi Ingunni vid og hun benti afgreidslufolkinu a ad tad vaeri rotta ad skrida undir afgreidslubordid.

Ja eg veit sagdi afgreidslukonan medan rotta skreid vid faetur hennar.

Hmmm bara vera viss...sundlaugargaeludyr...hmmm

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Are you longing tonight?

I byggingunni okkar eru alltaf oryggisverdir. Karlmenn yfirleitt um fimmtugt, eg se ta aldrei gera neitt nema sitja fyrir aftan skrifbordid sitt og teir reykja mismikid tar.
Eg veit ekki alveg hvad teir eru margir sem vinna tarna og skiptast a voktum en held teir seu um sex talsins.
Tegar vid fluttum inn akvad eg strax ad vera vinur oryggisvardanna, tad er mikilvaegt tvi kunni teir vel vid mann er liklegt ad teir hleypi manni inn lyklalausum, sem er ekki oalgengt i minu tilfelli og aldrei ad vita nema madur geti aeft kinverskuna!

Eg hitti ta reglulega og bukta mig og beygi og heilsa i hvert sinn sem eg kem eda fer heim. Fljotlega eftir ad vid fluttum inn ta byrjadi nyr gaur sem lagdi mikid a sig til tess ad heilla okkur stollur og spjalladi mikid, helst aldrei a kinversku, hann sa greinilega faeri a ad aefa enskuna.
Eitt sinn vorum vid a leidinni ut og hann med Elton John i botni og sagdi okkur hve mikid hann filadi Elton og spjalladi heilmikid. Vid vorum eitthvad a hradferd og reyndum ad komast ut sem fyrst.

Ta haetti hann ad tala vid okkur og haetti ad taka undir kvedjur okkar og vid veltum tvi fyrir okkur hvad tad hefdi verid sem hefdi modgad hann svo illa. Kaemi einhver i heimsokn var hann hins vegar alveg til i ad spjalla.
Eg akvad ad lata eins og ekkert vaeri og heilsadi honum alltaf to hann taeki ekki undir kvedju mina og nokkrum vikum seinna virtist hann hafa gleymt tvi ad hann vaeri i fylu og for ad brosa til min og heilsa, jafnvel spyrja hvernig eg hefdi tad.

svo kom eg heim einn daginn og heilsa og hann kallar a eftir mer songlandi : are you longing tonight...vid lagid are you lonely tonight.
Tetta totti mer soldid fyndid og eg let sem eg hefdi ekki heyrt i kauda.

Nokkrum dogum seinna rekst eg a kauda aftur og hann rekur svona skemmtilega ut ur ser tunguna og sleikir a ser varirnar, ad eg held, eins eggjandi og hann gat. Senan i hans huga atti eflaust ad vera ur biomynd fra 1971 tar sem andrumsloftid var drungid og reykmettad og yfirleitt kona ad lokka einhvern til sin med sliku ulli.

Eg veit svo sem ekki hvad honum gekk til en nuna er eg i fylu ut i hann.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Vid Ingunn grilludum um daginn eda rettara sagt tofradi Ingunn fram lax med kartoflum og salati, fyrsta heimagerda maltidin i 6 vikur og fatt sem gaeti toppad tad. Vid grilludum meira ad segja ss pylsur sem aettingjar Ingunnar komu med fyrir nokkrum vikum. Alger snilld!
I kjolfarid sendi eg Gosla sms og sagdi honum tidindin tvi mig langadi svo rosalega i hrisgrjonagraut med flugum ala Gosli.

Audvitad var ekki haegt ad sitja tarna og grenja grautinn hans Gosla, svo vid Ingunn forum fljotlega i budarferd og keyptum hrisgrjonapott, grjon, salt og mjolk. Ur tvi ad vid vorum byrjadar a tessu tokum vid sykur, kanil og haframjol.
Aetli tid vitid ekki afganginn af sogunni. Vid hofum eldad hafragraut a morgnanna sidan og grjonagraut a kvoldin og tad er bara yndislegt! Eg held eg hafi aldrei verid hraustari og hver dagur er gledin ein, eg get meira ad segja sagt ad eg hafi vaknad kat eitthvad sem hefur ekki gerst sidan longu fyrir aldamot.
Eg veit ekki hvort vid munum halda tessum sid til streitu tad verdur bara ad koma i ljos seinna meir. En grauturinn var godur.
Svo neyddi eg taivanska medleigjandann minn til tess ad smakka grautinn, hun sleikti utum og klaradi grautinn og sagdi hann mjog godann, einhverra hluta vegna efast eg um sannleiksgildi orda hennar tar sem ad hun spurdi i sifellu ....og bordar folk tetta i alvoru i Evropu? En henni verdur vonandi ekki meint af ....

Svo er eg med yndislegum tungumalaskipti sem heitir Iris eg man ekki enn kinverska nafnid hennar. Hun er aedi, tolinmod og god og skilur alla kinverskuna mina to enginn annar geri tad. Hun er tvitug og til ad segja sem minnst er hun allt sem ad eg hef aldrei verid og aldrei latid mig dreyma um ad vera...vid erum nokkud olikar en semur vel og eg kann alltaf betur og betur vid hana. Og ofugt vona eg...hun akvad ad gefa mer dagatal , ekki veitti af og bad mig um ad kikja ekki a tad fyrr en eg vaeri komin heim og to tad hafi verid erfitt stod eg vid mitt.
Tegar heim var komid reif eg upp dagatalid af afergju slikri ad glumdi i husinu og viti menn kerla hafdi skrifad tar nokkur falleg ord a ensku...handa mer. I dagatalinu stod...stadfaert a islensku

Eg er svo glod ad fa tetta taekifaeri a ad kynnast utlendingi og skiptast a tungumalum madur getur laert svo margt.....to verd eg ad vidurkenna ad i fyrstu var eg svolitid smeyk vid tid TAR SEM AD TU REYKIR en hef komist ad tvi ad tu ert i raun hugulsom og god manneskja.

Eg veit ad folk hefur stundum verid smeykt vid ynjuna ljufu svona vid fyrstu kynni en af tvi ad eg reyki....allt er einhvern tima fyrst

Strompurinn