mánudagur, ágúst 23, 2004

Haustið kom í morgun, það svo sem gladdi mig ekkert ógurlega, veðrið er enn gott. Samt var ég að spá í að biðja það um að fara, koma seinna nú eða bara aldrei aftur. En hvaða árstíð nennir að hlusta á mig?
Hver fann upp haust og vetur, ég hef skömm á þeim manni. Ég vona að Gríshildur haldi veðurvélinni í lagi enn um sinn. Ég vona ekkert ég krefst þess.