Dagurinn lofaði góðu. Sólin skein inn um svefnherbergisgluggann og elskhuginn vakti hana með kossi. Saman gengu þau með bros á vör út í bíl, hlaðin köfunardóti, klár til að takast á við bestu köfun sumarsins, fuglarnir sungu.
Fleygið bar þau á áfangastað, þau hentu sér niður í undirdjúpin, nutu samvista með þorskum, steinbítum, marglyttum og körfum. Þau skoðuðu skipið sem hafið geymir vel og hugsuðu til þess tíma sem skipið sökk. Sátt og sæl fóru þau um borð aftur og horfðu á hnísur leika sér við bátinn, svo nálægt að ynjunni langaði að klappa þeim. Fegurðin og hamingjan betra gat það ekki verið. Því lögðu hjónaleysin hamingjusömu af stað til borgarinnar á bátnum fagra, klár að takast á við verkefni hafsins.
Ynjan var við stýrið, gæjinn brosti og hún hló. Báturinn söng sinn söng og fleytti þeim áfram, einstakt. Það einstakt að báturinn fagri drap á sér. Ynjan brosti ekki mikið og maðurinn enn minna. En þau eru sjóarar, því var gert hefðbundin athugun, síur, filterar, olíur ...niðurstaða engin. Þau horfðu ekki jafn hamingjusöm hvort á annað og vissu hreinlega ekki hvað þau áttu að gera. Líkast til væri best að henda út akkeri. Hrefnur sigldu framhjá og þótti lítið um fagra vélarvana bátinn með fallega fyrrum káta fólkinu um borð. Ynjan vissi upp á hár hvað skildi gera í aðstæðum sem slíkum. Plan eitt er að setjast á vélarrúmið og skæla. Það hefur oft virkað vel, fólk hefur hlaupið til og hlutirnar hafa lagast en ekki núna. Þá er að sanna hve mikill jaxl maður er og hringja í alla hina jaxlana sem maður þekkir og svo skemmtilega vill til að eru vélstjórar. Eftir vangaveltur í gegnum örbylgjuna var reynt enn á ný, en nei, og aftur og aftur og viti menn fleytan hélt af stað sína leið, örugg. Eftir kaffibolla, geðsýkishlátur og sígó eða svo voru hjónaleysin nokkuð örugg, kát og hamingjusöm aftur. Þau afturkölluðu þó ekki bátinn sem beið klár í borg óttans, klár að sækja þau. Eftir komu í höfnina klappaði ynjan karli sínum og fleyginu góða, rölti inn á næsta bar, pantaði einn stóran í tilefni dagsins, bretti upp ermarnar og sagði jaxlasögu. Þar sem góð saga skal aldrei gjalda sannleikans sleppi hún skælhlutanum og hringingarhlutanum, eignaði sér kreditið sjálf. Barþjónninn var jú sætur.
Það er gott að eiga vini á öllum stöðum og jafnvel stundum gott að brosa með fast land undir fótum sér sem er sama hvort loft sé í leiðslunum.
Sjávargyðjan
Fleygið bar þau á áfangastað, þau hentu sér niður í undirdjúpin, nutu samvista með þorskum, steinbítum, marglyttum og körfum. Þau skoðuðu skipið sem hafið geymir vel og hugsuðu til þess tíma sem skipið sökk. Sátt og sæl fóru þau um borð aftur og horfðu á hnísur leika sér við bátinn, svo nálægt að ynjunni langaði að klappa þeim. Fegurðin og hamingjan betra gat það ekki verið. Því lögðu hjónaleysin hamingjusömu af stað til borgarinnar á bátnum fagra, klár að takast á við verkefni hafsins.
Ynjan var við stýrið, gæjinn brosti og hún hló. Báturinn söng sinn söng og fleytti þeim áfram, einstakt. Það einstakt að báturinn fagri drap á sér. Ynjan brosti ekki mikið og maðurinn enn minna. En þau eru sjóarar, því var gert hefðbundin athugun, síur, filterar, olíur ...niðurstaða engin. Þau horfðu ekki jafn hamingjusöm hvort á annað og vissu hreinlega ekki hvað þau áttu að gera. Líkast til væri best að henda út akkeri. Hrefnur sigldu framhjá og þótti lítið um fagra vélarvana bátinn með fallega fyrrum káta fólkinu um borð. Ynjan vissi upp á hár hvað skildi gera í aðstæðum sem slíkum. Plan eitt er að setjast á vélarrúmið og skæla. Það hefur oft virkað vel, fólk hefur hlaupið til og hlutirnar hafa lagast en ekki núna. Þá er að sanna hve mikill jaxl maður er og hringja í alla hina jaxlana sem maður þekkir og svo skemmtilega vill til að eru vélstjórar. Eftir vangaveltur í gegnum örbylgjuna var reynt enn á ný, en nei, og aftur og aftur og viti menn fleytan hélt af stað sína leið, örugg. Eftir kaffibolla, geðsýkishlátur og sígó eða svo voru hjónaleysin nokkuð örugg, kát og hamingjusöm aftur. Þau afturkölluðu þó ekki bátinn sem beið klár í borg óttans, klár að sækja þau. Eftir komu í höfnina klappaði ynjan karli sínum og fleyginu góða, rölti inn á næsta bar, pantaði einn stóran í tilefni dagsins, bretti upp ermarnar og sagði jaxlasögu. Þar sem góð saga skal aldrei gjalda sannleikans sleppi hún skælhlutanum og hringingarhlutanum, eignaði sér kreditið sjálf. Barþjónninn var jú sætur.
Það er gott að eiga vini á öllum stöðum og jafnvel stundum gott að brosa með fast land undir fótum sér sem er sama hvort loft sé í leiðslunum.
Sjávargyðjan
<< Home