miðvikudagur, febrúar 25, 2004

VVVíííí... syngjandi börn um allan bæ, með hárkollur, andlitsmálningu og aðra skreytingu til að fá gott í pokann. Mér þótti þetta stórskemmtilegt. Nokkrir strákguttar voru greinlega búnir að æfa sig vel og tóku ,,ástin" með Leoncie fantavel. Gaman af því. Að launum fengu þeir nammi. Skemmtilegt að hafa svona aukanammidag. Ég var nokkuð fúl þegar ég sá að kaffitár var með miða út í glugga sem á stóð...hér er ekkert nammi í boði!!! Æji hundfúlu þið, nammi fyrir 1000 karl og gleðja nokkra krakka einn dag. Vera með, þeir sem eru með rekstur voru einhvern tíma börn sjálfir og ættu að muna hve leiðinlegt svona viðmót er.

Svo hitti ég unga tvíbura í dag sem heita Marí og Jósep....

allt samant er þetta skemmtilegt