föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég upplifði hávær mótmæli í dag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fólk er ekki alltaf á sama máli og ég en í dag brá mér. Án nokkurrar uppreisnar af minni hálfu var mér mótmælt með gargi og öskrum. Mér þótti það örlítið ósanngjarnt en tek það til mín. Nota þessa gagnrýni til naflaskoðununar og vona að á næsta fundi okkar brosi lífið við okkur.

Kisan hennar Mörtu er týnd. Ég held að það sé soldið óþægilegt að vera týnd kisa í Reykjavík, mikið af misyndisköttum sem geta komið ketti í vondan félagsskap. Það er vonandi að Malín skili sér. Synd að sjá á eftir fúllyndasta ketti Íslands.....sorry Marta....hún er ekkert mjög spök....en sæt!!!!

Hafið það gott um helgina, það ætla ég að gera. Skella mér í kaf og sjá hvort það taki lengri tíma að kala fingurnar nú en síðast.