sunnudagur, október 30, 2005

Af gefnu tilefni...

...vil ynjan minna a ad hun veit uppa har hver munurinn a manneskju og hesti er.

Tad hefur ekki enn komid fyrir ad hun hafi tekid feil og haldid hest mann eda ofugt.

miðvikudagur, október 26, 2005

Bitri pistillinn

Eg fylgdist med frettum um hvernig konur logdu nidur vinnu a Islandi i tilefni tess ad taer eru halfdraettingar -eda svona naestum tvi- a vid karlmenn. Ongtveiti i midbaenum og gullrassinn settur i vidtol. Er tetta bara ekki eintomt bladur? Breytist eitthvad vid tad ad karlmenn hafi lagt blessun sina yfir tad ad konu greyin tvaeldust um midbaeinn einn eftirmiddag?

Mun einhver muna eftir tessum motmaelum i naesta launavidtali?

Ekki svo ad eg fagni tvi ekki ad tetta hafi verid framkvaemt, gott mal en ta verdur lika eitthvad ad breytast. Eg missti af gongunni fyrir trjatiu arum, hafdi reyndar mest litid um tad ad segja, missti af henni nuna to eg hafi trammad um gotur Taichung islenskum konum til heidurs. Eg tykist bara vita ad eftir trjatiu ar verd eg enn bitur, hugsanlega stadsett a Islandi a leidinni i gongu til ad motmaela launamisretti.
Liklega eftir trjatiu ar verdur vinna logd nidur stuttu eftir kennaraverkfall bara svona til ad stra salti i sarin.

Eg hef lika fylgst med tvi hvernig fuglaflensan er komin til Nordurlandanna. Svitjod, imynd oryggis, fyrst med frettirnar. I Taivan hefur fuglaflensa greinst i manni lika.

Eg fekk natturulega taugaafall og hef ekki bordad i viku, eg finn einkennin hellast yfir mig og eg veit ad eftir viku verd eg, dyrmaeta islenska blodid, hugsanlega daud ur fuglaflensu. Tvi aetla eg ad byrja ad hafa ahyggjur, svo rosalegar ad eg tori ekki ut ur husi. Svo aetla eg ad panta bolusetningu og fara tvisvar i viku!!! svona til ad vera viss.

Medan eg er ad fa taugaafall yfir fyglunum, aetla eg ekki ad leida hugann ad tvi ad arlega deyja milljonir manna ur malariu. Eg aetla heldur ekki ad leida hugann ad tvi ad folk sem byr i rikum londum deyr ur hungri. Tad hvarflar ekki ad mer ad skotra huganum ad bornum sem eru fornarlomb strids um oliu og hvad ta ad velta tvi fyrir mer hve margir eru langt leiddir af eydni.
Vida er heilsugaesla af skornum skammti, vatn mengad, sottir ad drepa born og fullordid folk sem ma fordast, nei mer er alveg sama. Mer er lika alveg sama to ad tjodir hafi ekki skilad lofudu fe til Pakistan eda annarra fjarlaegra landa. Tetta kemur mer einfaldlega ekki vid tvi tetta gerist allt svo langt i burtu. Eg tarf bara ad loka augunum.

Eg aetla ad hafa ahyggjur af tessari storhaettulegu fuglaflensu. Mikilvaegast af ollu er ad rassinn a mer verdi ekki fuglaflensunni ad brad.

þriðjudagur, október 25, 2005

Tessar elskur

...virdast vera svo hrifnar af ynjunni ad henni er nog bodid. Tessar elskur eru ut um allt og virdast hafa meiri ahuga a ynjunni en nokkrum odrum. Taer eru alls stadar. Til ad byrja med var henni alveg sama, reyndi ad koma ser undan teim en ekkert med latum, vonadi ad haegt vaeri ad berja gagnkvaema virdingu. O ekki.
Tvi er ynjan utbitin, a okla, hondum, enni, hals og svo maetti telja. Engin virding bara snikjulifi, adrir virdast blomstra vel an teirra.
Tessar elskur ganga meira ad segja svo langt ad taer treysta ser til ad fremja kamikasi i andlitinu a ynjunni tegar hun teysir um a faknum frida. Ekki bara i andlitid heldur i augun ( sem eru oumdeilanlega i andlitinu) af og til lika og tad er langverst. Sart og madur missir fokusinn.

Tvi hefur ynjan akvedid ad segja strid a hendur moskitoflugna og annarra flugna sem koma naerri heimili hennar ur tvi ad Rafiki hefur ekki latid sja sig lengi. Hun verdur ad lifa med hinu.

sunnudagur, október 23, 2005

Allt a uppleid

Tad er alltaf verid ad tala um uppbygginguna i Taivan, hve hratt samfelagid er ad breytast. Borgir i Taivan taka utlitsbreytingum a orstuttum tima, kaffihus opna og loka og onnur koma, verslanir risa sem aldrei fyrr, allt a uppleid. Tetta vissi eg tegar eg kom til Taivan en gerdi mer ekki grein fyrir tvi ad madur yrdi svona atreyfanlega var vid allar breytingarnar.
Til daemis er verid ad gera upp byggingu a moti blokkinni okkar, nu eru verktakarnir langt komnir med verkid, eins og teir litu nu ut fyrir ad vera rett ad byrja. Onnur bygging sem sast vel ut um gluggann hja okkur var jofnud vid jordu ekki fyrir svo longu, tok ekki nema trja daga og madur bydur spenntur eftir tvi ad sja hvad mun risa tar, likast til himin ha blokk en madur veit aldrei, kannski vatnsrennibrautargardur, hver veit!
Tegar eg kom til Taivan var kaffihus ad opna rett hja skolanum minum, nu er buid ad loka tvi og verid ad breyta, kannski kemur tar veitingastadur eda annad kaffihus. Svona er tetta alls stadar, ef madur leggur a minnid eitthvad stadareinkenni til ad rata eftir er ekki vist ad tad verdi tar tegar madur keyrir framhja naest. Verslanamidstodvarnar eru vonandi varanlegar enda rosalegar byggingar, verslanir a tiu haedum jafnvel meira!

Byggingar eru bara litill hluti af tessum hrada, hann kemur fram alls stadar i samfelaginu. Enginn virdist vita hvert hradinn er ad fara med samfelagid frekar en kannski heima a Islandi, eitt er vist og tad er ad peningar skipta miklu mali, jafnvel meira mali en heima! To efast eg um tad.

Tessi hradi kemur fram i skolakerfinu tar sem bornum er jaskad ut i von um betra og meira og aedra. Barnid ma ekki dragast aftur ur! Tvi er skoli fra 8-4 og svo eftirskoli langt fram a kvold.
Stundum spyr eg nemendur mina hvort teir seu treyttir og eg held ad einn hafi jatad ad vera treyttur einu sinni. Annars virdist enginn kvarta! Tad aetla allir ad taka tatt.

föstudagur, október 21, 2005

Lifid gengur sinn vanagang i Taichung, tad er farid ad kolna og vedrid er milt og ljuft.
Kinverskunamid gengur haegt en orugglega og bornin eru som vid sig.

Eg hef adur sagt fra hremmingum minum a vespunni minni tegar eg keyrdi a eitt stykki rutu. Nu hef eg heldur betur tekid mig a og ef mer reiknast rett til a eg bara eftir ad keyra aftan a vorufluttningabil og folksbil.
Keyrdi aftan a adra vespu i gaer, eda rettara sagt rann a hana tvi eg held ad eg vaeri stopp og med betri bremsur en raun ber vitni.
Eftir skola i dag nadi eg svo ad keyra nidur eins og eitt reidhjol, mannlaust sem betur fer. Eg get svo sem vottad tad ad folk skotradi augunum til min tegar eg reisti tad vid.

Svo er litill fraendi faeddur, oskop fridur og myndarlegur. Tad verdur gaman ad hitta a hann seinna og halda yfir honum raedur um hve mikilvaegt er ad vera med godar bremsur.

Eg aetla lika ad segja honum fra tvi hvad tad er mikilvaegt ad laesa almenningsklosettum tegar madur er ad nota tau hafi madur enga serstaka synitorf.

þriðjudagur, október 18, 2005

Tegar eg er ordin stor

....aetla eg ad skilja svo mikid i kinversku ad eg haetti ad ljuga ad kennaranum minum tvi eg misskil hann.

mánudagur, október 17, 2005

Tegar folk fer til utlanda ad heimsaekja aettingja sina sem bua langt fra Froni ta er ekki oalgengt ad tad taki med ser eitthvad godgaeti ad heiman, eitthvad sem einkennir matinn i heimalandinu.
Tetta gerdu aettingjar Ingunnar tegar teir komu til Taivan, komu med hardfisk. Ekki eitt bref svona til tess ad smakka heldur arsbyrgdir!

Eg var bedin um ad saekja hardfiskinn a hotelid adur tegar tau foru og koma honum fyrir heima, litid mal.
Eg hef aldrei verid mikid fyrir hardfisk, finnst fint ad fa mer bita med Gosla, reyna ad fa mer meira smjor en hann, sem virdist aldrei takast. Loka svo pokanum og fa mer annan bita, halfu ari seinna.
En tetta kvold, tegar fiskurinn var kominn i hus akvad ynjan ad fa ser bita, aettingjarnir komu meir ad segja med smer (sem ynjan lagdi ekki alveg i svona eftir 20 klst ferdalag yfir hnottinn).
Svo hun opnadi pokann og fekk ser bita, og annan, skrambi var hann godur! Jafnvel betri en heima? Hun nartadi adeins meir og adur en hun vissi af var pokinn buinn.
O jaeja Ingunn a hvort ed er aldrei eftir ad komast ad tessu!

Daginn eftir for eg i ferdalag med bekkjarsystur minni og akvad ad taka einn poka med, svona til ad leyfa folkinu ad smakka. Sem og eg gerdi, baud folkinu ad smakka, en ef tad hafdi einhvern hug a ad fa ser almennilegan bita, gaf eg tvi illt auga.
Svo for ad eg at tann pakka lika.
Likast til hef eg bordad meiri hardfisk nuna a tveimur dogum en eg hef yfir aevina.

Nu er eg ad vona ad Ingunn fatti ekki ad tad vanti i byrgdirnar, ef hun fattar tad, aetla eg ad segja henni ad Rafiki hafi hreinlega rifid upp isskapinn, teygt sig eftir tveimur pokum og etid ta fyrir framan mig, svo gradugur hafi hann verid ad eg hafi ekki torad ad hrofla vid honum!

Akkurat tad sem eg aetla ad segja.

föstudagur, október 14, 2005

Eg skal kenna ter kinversku!

Ynjan turfti ad koma eins og einu brefi til Islands i snatri. Hun veigradi ekki ferlid fyrir ser, onei. Hun er nybuin ad fara yfir 3 kafla sem heitir a posthusinu og hun var til i allt.
Tvi vippadi hun ser inn og brosti, 'eitt umslag takk og svo tarf eg ad senda tetta bref med hradtjonustu heim til Islands, ok?'
'Ja ekkert mal' sagdi hun ad bragdi, 'aetli tad taki ekki um trja daga'.
'Fint' sagdi ynjan, 'brefid verdur komid a rettum tima, midad vid tad ad graeda atta klukkustundir a ferdalaginu.'

'Fyrirgefdu froken', sagdi afgreidsludaman vandraedalega, ' Landid titt er ekki til!'

Tad eru frettir.

Eftir sma bendingar, islensku- og enskuslettur urdum vid asattar um ad Island vaeri bara vist til.
'Fyrirgefdu, en vid bjodum ekki upp a hradtjonustu til Islands! Eg get sent brefid med posti en tad tekur sjo til tiu daga ad komast a leidarenda.'

Nei tad er ekki i lagi, umsoknarfrestur verdur runnin ut. Typiskt!
Ynjan sendi brefid samt i von um ad vidtakandi kannist vid saudi.


Arbaejarlaugin er bara prump, tessu komst eg ad i dag tegar eg skellti mer i heimsins bestu og flottustu sundlaug, tvilik snilld. Pottar um allt og einhvers konar spa og lika tessi fina sundlaug.

Ynjan henti ser i spaid og var ad profa allar bunurnar, eitthvad fannst henni undarlegt ad allir voru med sundhettu nema hun!
Ef ynjan hefdi litid fram fyrir taernar a ser hefdi hun vitad ad tad er bannad ad fara i laugina an sundhettu. Tvi var reddad a skotstundu og ynjan med fagurbleika sundhettu.

Svo undurfogur sem hun var og lokkandi fleygdi hun ser i laugina og tok ad synda af krafti, eftir nokkrar ferdir var hun stoppud af tveimur ungum stulkum, sem eftir stutt spjall akvadu ad kenna ynjunni bleiku kinversku. Ynjan vissi ad ekki veitti af.

Svo segir stulkan hatt og snjallt svo glumdi i 'Datsjung!!!'
Datsjung!! sagdi ynjan ekki alveg jafn raustarlega og su stutta. 'Hvad tydir tad annars?'
'Fill' sagdi hun brosandi ut ad eyrum, 'tu veist stora dyrid i dyragardinum.'

Aha, tetta var einmitt ordid sem eg var ad vona ad tu myndir kenna mer!

Svo helt hun afram, api, ljon, giraffi, sebrahestur. Ynjan endurtok allt sem hun sagdi samviskusamlega.

Ynjan takkadi kaerlega fyrir sig, og lofadi ad koma aftur i kinverskutima hja henni i lauginni ad viku lidinni.

Hun lofadi ad kenna mer fleiri nytsamleg ord ta :)

fimmtudagur, október 13, 2005

Klosettumraedan

I Taivan eru klosettin oft frabrugdin teim sem vid eigum ad venjast a Froni. Tau eru ta keramikskal ofan i golfinu og flisalagt i kring. Fyrir ofan salernid er svo vatnskassinn og madur verdur ad toga i langan spotta til ad sturta nidur, oft eru lika fotstig til ad sturta nidur.

Mer finnst tessi klosett alveg hreint agaet. Madur gengur inn, sest a haekjur ser og pissar. Ekkert mal. Mesti hofudverkurinn er ad fara aldrei ur husi an tess ad taka med ser pappir tvi tad er ekki vida sem hann er skaffadur.

Heima held eg ad tad se nokkud algengt ad folk lesi a klosettinu, af hverju veit madur ekki, folk tillir ser og les ser til frodleiks, likast til er folk ad nyta timann i tessu kapphlaupi sem lif okkar er.

Midad vid tad hvernig flest klosettin eru ta dro eg ta alyktun ein med sjalfri mer ad likast til laesi folk ekki a nadhusinu, totti einhvern veginn oliklegt ad tad vaeri taegilegt ad vera a haekjum ser med dodrant i hendinni.

Almennt held eg lika ad tad tidkist ekki, sama hvar i heiminum madur er, ad lesa a almenningssalerni, an tess ad madur hafi fyrir tvi nokkrar sannanir.

Tangad til ad i dag, a onefndu kaffihusi sa ynjan ungan mann lauma ser inn a klosettid med timarit. Hvernig er tetta haegt?
Tvaer flugur i einu hoggi? A almenningssalerni, keramikskal, ad lesa!

miðvikudagur, október 12, 2005

Ritskodunin

Likast til er best ad bidjast afsokunar a fyrri pistli, ynjan gleymdi ad ritskoda hann, litil fyrirmynd tarna a ferdinni, tad skal vidurkennt. Nu getur hun med godri samvisku jatad ad hun hefur legid a baen og bedist forlats i naestum fjora daga, tetta kemur ekki fyrir aftur....eda frasognin verdur i tad minnsta ritskodud. Ynjan var buin ad gleyma tvi ad hun a addaendur sem eru nokkud virdulegir. Tetta gerist ekki aftur.

Vespan er komin aftur a gotuna fegurri en adur. Smotteri sem gera turfti vid og allir sattir.

þriðjudagur, október 11, 2005

sunnudagur, október 09, 2005

A gatnamotum eina heita vetrarnott

Nu er long helgi tar sem ad tjodhatidardagur Taivana er nu a manudaginn, spenna i loftinu. Vida ma sja pallbila med figurum a og tonlist spilud frekar hatt, sumir bilar eru alskreyttir blomum og i dag gekk ynjan fram a einhvers konar kirkju/truarathofn sem var gaman ad horfa a, hun vissi reyndar ekki hvort um vaeri ad raeda tjodhatidarstund, brudkaup eda almenna helgiathofn. Hun er nokkud viss um enginn hafi verid jardadur.

Gaerdagurinn var skir og fagur, teir toldu um storm en allt var tetta bara yndael gola sem lek um mann og stoppadi svitakofid.
Svo eftir stadgodan morgunverd og nokkra klukkustunda laerdom setti ynjan headfonana i eyrun og brunadi af stad. Klukkustundir lidu, hun hafdi ekki hugmynd um hvar hun var en sem og adur skipti tad engu mali, frelsid algjort, eg og hjolid.
Einhvers stadar keyrdi hun litla hlidargotu, tar voru stulkur nokkud lettklaeddar, eiginlega svo ad ynjunni bloskradi. Taer stodu inni i litlum glerverslunum og virtust vera ad bida eftir einhverju, enginn var sjaanlegur i tessum gluggaverslunum. Ynjan dro sinar alyktanir.
Longu seinna eftir nokkud pud fann hun leidina heim.
Um kvoldid var hun upprifin ad segja felogum sinum fra tvi ad hun hefdi nu aldeilis fundid horuhus, nokkud hissa hve lik tau voru rauda hverfinu i Amsterdam (hef adeins munnlegar heimildir fyrir tvi hverfi hef aldrei verid tar sjalf). Tetta yndislega folk benti ynjunni a ad tetta vaeru ekki gledikonur, ekki tad ad ekki vaeri nog af teim i Taivan, tetta eru stulkur sem selja einhvers konar rauda koggla sem karlar tyggja og hrakan af tvi er vida um borgina.
Ta var ynjan eitt stort spurningamerki, af hverju i oskopunum eru faklaeddar konur ad afgreida munntoggur? Hun sagdi ekki neitt en verdur ad vidurkenna ad tegar hun fer ad kaupa ser sigarettur ta vill hun hafa afgreidslufolkid full klaett.

Nottin leid, dans og vin og hlatur. Ynjan akvad ad leggja leid sina heim, sumir voru tegar farnir adrir syndu ekki a ser fararsnid. Brosandi kvaddi hun folkid, takkadi fyrir kvoldid og sannfaerdi alla um ad hun myndi finna leidina heim.

(her tarf kannski ad taka fram ad vin og vespa er vist orjufanlegur hluti kvoldsins, ekki nokkur madur setur lyklana i vasann tegar hann byrjar ad drekka)
Hun keyrdi upp veginn, tok vinstri beygju, afram og til haegri og aftur haegri og afram. Eftir nokkurn spotta beygdi hun annad hvort til haegri eda vinstri. Hun vissi ekki alveg hvar hun var en vissi ad hun vaeri a rettri leid. Akandi varlega, med vindinn i andlitinu satt vid godan dag.

Klikk! Ffffrrrunnn! Ynjan er ekki vel ad ser i vespumalum en vissi ad a storri gotu um midja nott, einhvers stadar, var tetta hljod sem hun hafdi ekki nokkurn ahuga a ad heyra. Vespan haggadist ekki.

Nu voru god rad dyr, hun dro vespuna ut i kant og reyndi ad koma henni af stad, ekkert gerdist, hun lagdist fagmannlega a gotuna og reyndi ad athuga hvort tar vaeri einhver snura sem hun gaeti fiktad i, svona til ad roa taugarnar, og ad hjolid heldi afram sina leid.
Ekkert.
Hun leit i kringum sig, ju, hun hafdi ekki hugmynd um stadsetningu sina, hun var einhvers stadar vid gatnamot, ha bygging a haegri hond, litill almenningsgardur a vinstri hond, sest glitta i ktv, vegamerkingar a kinversku, tau takn sem hun tekkti voru 3 og gata.

Tessi lysing getur verid hvar sem er i Taichung, svona eru velflest gatnamot.

Verandi med trju simanumer i minninu, vitandi ad tveir eigendur vaeru vakandi, akvad hun ad hringja...... hun let hringja ut, enginn svaradi.

Svo hun settist nidur og hugsadi naesta skref, senda sms og lata vita ad saudurinn er tyndur og spyrja ta gangandi hvar hun vaeri.
Smsin send og stuttu(LONGU) sidar hringdi siminn: hvar ertu? Vid aetlum ad reyna ad finna tig, veistu hvar tu ert? (NEI) svo komu spurningarnar um helstu byggingar sem oft er haegt ad sja ur fjarska, moll, hvort eg vaeri nalaegt skemmtistadnum og svo fram vegis. Ynjan gaf ogurlega vond svor og vissi litid meir en adur hefur verid sagt.

Hun settist nidur, kveikti ser i sigarettu og beid eftir bjorgun.
Madur a midjum aldri nalgast og hun var viss um ad hann vaeri til i ad adstoda hana og hun gat sko spurt hvar hun vaeri, loksins myndu kinverskutimarnir skila ser.

Afsakadu, kja rers jeg? sagdi hun lipurt vid manninn eftir stutta kvedju. Hun reyndi aftur, hva res eg? Madurinn glapti a hana og benti afram. 'Nu' hugsadi hun med ser, 'hann getur ekki talad greyid og aetlar ad fylgja mer a onnur gatnamot og tar er orugglega stafir sem eg get lesid'. Hun takkadi fyrir sig og byrjadi ad elta manninn.
Ta sneri hann ser vid, sagdi eitthvad, og benti kerlu til baka. Hann hafdi ekkert med tad ad gera ad lata einhvern utlending elta sig.
Aftur var hringt, veistu eitthvad meira? Nei, ok, vid holdum afram ad leita, ok, eg skal reyna ad stoppa bil eda annan mann.
Fljotlega sa hun nokkra gongugarpa arka hja og skutladi ser ad teim og sagdi eins skyrt og hun gat, ' hvar er eg'. Madur brosti godlatlega til hennar og sagdi 'her'. Afram heldu garparnir.
DOOO hun vissi tad nu tegar.
Ta var bara eitt eftir i stodunni.

Setjast nidur og grenja, tad virkadi her um arid tegar hun og Ljoni urdu velarvana i Hvalfirdinum.
Svo hun sat, kveikti ser i annarri sigarettu og fann tarin leka nidur. Hun vissi vel ad eimdin yrdi ekki mikid meiri, biladur fararkostur, folk ad leita af henni, nott og ekki nokkur madur skildi ord af tessari kinislensku hennar.

Um tiu dropar hofdu lekid nidur kinnar hennar tegar LOKSINS keyrir leigubill hja og viti menn hann stoppar og spyr hvort Tarhildi vanti hjalp og siminn hringir a sama tima.
BING, tek leigubil til bjorgunarmannanna!!!!!
Ynjan terradi tarin og helt af stad, endurfundirnir miklu!

Svo var brunad, ad vespunni, ekkert haegt ad gera fyrir hana i bili, vespan skilin eftir og eins og sannur bjorgunarmadur gerir kom hann alkunni a leidarenda.

Allt er gott sem endar vel!

fimmtudagur, október 06, 2005

Einu sinni fannst ynjunni fyndid ad segja 'allt i fina i Kina' nu er tad ekki svo fjarri lagi, se horft fra teirri stadreynd ad Taivanar eru ekki a sama mali. Tad hljomar ekki jafnvel ad segja 'allt i fina i Taivan' to tad se dagsatt.

þriðjudagur, október 04, 2005

Eg hef adur lauslega minnst a endurfaedingu mina her, enn heldur hun afram. Um daginn sagdi eg mina fyrstu setningu, vid oryggisvordinn i byggingunni okkar og hann brosti og kinkadi kolli og eg var og er alveg sannfaerd um ad hann hafi skilid mig.
Svo var eg ad dandalast i einhverju molli og akvad ad nu vaeri timi til ad spreyta sig og segja sina adra setningu, mer fannst tetta ekkert flokid...hvar er klosettid? Konan horfdi a mig og horfdi adeins lengur og eg spurdi aftur og einu sinni enn og ekkert gerdist, afgreidslukonan flissadi bara og a teirri stundu gerdi eg mer grein fyrir tvi ad likast til vaeri einfaldast ad fara heim og pissa tar i rolegheitunum, eg rata i gegnum stofuna, inn i herbergid hennar Ingunnar og tadan a salernid. Gallinn vid tessa endurfaedingu mina er ad eg er a tritugsaldri og vil ad hlutirnir gangi adeins hradar fyrir sig.

Ekki tad ad mer liggi a, her er arid 94 og ef eg kann ad reikna ta graeddi eg 1911 ar, sem aetti ad vera naegur timi fyrir mig ad na tokum a kinverskunni, jafnvel taivonskunni ef eg legg mig fram.
Eg se fyrir mer ad longu adur en vikingaold verdur get eg verid buin ad lesa Laxness tvisvar, skrifa aevisogu mina i nokkrum bindum og tyda verk Dostojevski yfir a svahili.

Bekkjarfelagi minn fra Koreu er farinn aftur til sins heima. Stulkugreyid veiktist svo illa ad hun var send heim. Kennaranum minum totti tetta ekkert sorglegt og jatadi i dag ad hann vaeri nokkud feginn, hann spyr nefnilega i tima og otima Dong-budong eftir ad Koreu-stelpan for(skiljid tid eda ekki- ekki tad ad eg hafi nokkurn tima torad ad vidurkenna tad ad eg skilji ekki ord, fyrir utan tessi i tima) og hann vill geta haldid tvi afram. Vid vorum eitt spurningamerki enda ekki fallegt ad segja ad madur se feginn ad losna vid besta nemandann sinn. Af hverju var kennarinn svona sattur vid ad daman vaeri farin?
Ju Dong a koresku er ad kuka, svo mikid vissi hann og tordi ekki ad spyrja i sifellu ut i haegdirnar hja stulku! ...

sunnudagur, október 02, 2005

Vonbrigdin miklu i Taichung

Eftir kvold a gogobarnum geturu hvad sem er.....

Eg hafdi bedid med mikilli otreyju eftir fellibylnum mikla, var meira ad segja buin ad kaupa popp og kok og aetladi ad horfa a dyrdina ut um gluggann hja mer. Eg sa fram a ad turfa ekki ad maeta i skolann a manudaginn. Var buin ad rifa fram kertaljos og koma vespunni minni i skjol. Almennilegur fellibylur! Eg hef ekki upplifad tad. Svo gerdist bara akkurat ekkert, sma rigning og vindur, ekkert spennandi. Tvi hefi eg hugsad mer ad fara heim og eta poppid, kannski til ad auka spennuna ta kveiki eg a badum viftunum.

Annars keyrdi eg a rutu um daginn, ekki hafa ahyggjur, enginn i rutunni slasadist alvarlega.