laugardagur, apríl 29, 2006

Fyrst þegar Ynjan kom til Taívan fannst henni soldið fyndið að sjá jólaskreytingar um allt, inni á veitingastöðum og víðar. Jólaskreytingar sem hanga allt árið. Merry christmas í mars!
Stundum flissaði kerla að þessu. Þetta myndi Ynjan aldrei gera og enginn sem hún þekkti.

Hún hefur aldrei séð neitt athugavert við það að líkast til eru flest allir sem hún þekkir með einhverja kínverska skreytingu heima hjá sér. Kerti með fallegum táknum, borða með táknum, lampa eða eitthvað í þeim dúr.

Það er náttúrulega allt annað, við höfum ekki hugmynd um hvað þessi tákn standa fyrir.

Kannski er Ynjan með lampa heima þar sem stendur gleðilegt nýtt ár eða kannski verra súrsætt svínakjöt!

föstudagur, apríl 28, 2006

Lynja og Ljóni eru ekki lengur á tveimur vespum.
Það er alls ekki verra að keyra um saman á einni vespu.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Meðan Ljóni og Lynja settu köfunargræjurnar í töskurnar sprakk jarðsprengja í Kambódíu, tíu menn dóu. Þeir voru á leiðinni út á akur að huga að uppskerunni.

Meðan þau stóðu og keyptu sér miða niður til Kenting, dóu börn úr vannæringu.

Lynja brosti til Ljóna og spurði hvort þau ættu ekki bara að taka lúxusrútuna niður eftir og Ljóni samþykkti það. Á sömu stundu einhvers staðar í Asíu var stúlka seld í vændi fyrir sama pening og við borguðum fyrir rútuferðina.

Þegar Lynja stóð á stöndinni og gerði sig klára í að skoða undirheimana, hlupu börn fram hjá og híuðu á hana.

Ætli þau verði fórnarlömb stríðsreksturs einhvern daginn? spurði hún sjálfa sig og hleypti lofti í tankinn.

Ef þau verða jafnheppin og Ljóni og Lynja munu þau bara lesa um jarðsprengjurnar í nágrannaríkjum sínum.

Þegar börnin á ströndinni verða fullorðin verða jarðsprengjurnar í Kambódíu alveg jafn virkar og þær voru í Víetnamstríðinu.

mánudagur, apríl 24, 2006

hvað segiru... voru Íslendingar hér fyrir stuttu?
Að gera hvað?
Hvað gamlir?
Par?
Búa þeir hérna?
Hvað voru þeir lengi
og og og og ????

Nei því miður ég veit ekki hverjir þeir eru... en hér með er líst eftir pari um fertugt sem var statt í Kenting ekki fyrir svo löngu að kafa!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Tegar madur horfir a folk leika ser i frisbi i gardinum og tad er sol, langar mann ad gera slikt hid sama, tad litur ut fyrir ad vera svo audvelt og skemmtilegt.
Tvi splaestu hjonaleysin i frisbidisk og akvadu ad syna listir sinar.

Kannski hefur einhver haldid ad i gardinum hafi verid akvedid ad vera med skemmtiatridi, tvi tad er litid lett ad gripa frisbi og erfidara ad henda honum.
Eftir nokkurn leik, nokkur foll og hlatur helt ynjan ad hun vaeri buin ad na tokum a tessu.

I tvi sem hun fleygir fra ser diskinum, ser ungur drengur ser faert um ad fleygja disknum sinum i andlitid a ynjunni.

kannski tau fari bara i picnic naest.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Alltaf tegar ynjan er i utlondum fellur dollarinn.....

og bensinverdid haekkar....

tvi er hun samt glod ad vera i utlondum tar sem bensin literinn kostar 55 kronur og fair ad leita ad fuglum med whogivesafuck1 eda 2.

föstudagur, apríl 14, 2006

Þegar maður er í undirdjúpunum opnast nýr heimur. Nýtt landslag og annað dýralíf.
Maður gerir sér fulla grein fyrir því hve lítill maður er í heiminum þegar maður dregur að sér andann á 12 metra dýpi.

Maður verður að bera virðingu fyrir lífinu þarna niðri, ef ekki bara til þess að reyna að tryggja að stærri skepnurnar beri virðingu fyrir manni.

Með þetta í huga kafa Ynja og Ljóni. Sjái þau dýr, reyna þau yfirleitt að láta hinn vita og benda svo í áttina og gera viðeigandi tákn.
Þegar maður hefur skoðað nægju sína gefur maður ok merki og heldur áfram.

Ynjan var svo heppin að sjá pufferfisk, sem sést ekki oft á daginn og gerði eins og áður. Benti á staðinn þar sem fiskurinn var og synti frá svo Ljóni gæti skoðað.

Og Ljóni kíkir en sér ekkert og Ynjan bíður þolinmóð. Þá skýst líka þessi stóri puffer framhjá og Ynjan gerir hvað hún getur til þess að láta Ljóna vita en allt kemur fyrir ekki. Og annar puffer fer framhjá og Ynjan missir það aftur og patar út öllum örmum og blístrar og allt sem henni dettur í hug.

Ljóni er bara svo upptekinn við að skoða inn í holuna þar sem pufferinn er að fela sig að hann tekur ekki eftir neinu.

Þegar þriðji pufferinn synti framhjá og nefið á Ljóna enn í holunni greip hún í hann heldur fúl og benti á nýja holu þar sem pufferinn var að fara að skjóta sér inn.

Loks sá Ljóni hann og náði af honum mynd.

Þegar þau komu upp á yfirborðið var Ynjan öll að segja frá þessu og útskýra stærð og liti og annað.

,,já svona eins og með stóra fiskinn´sem enginn sá" sagði Ljóni og glotti.

Þetta skildi ynjan ekki fyrr en löngu seinna en hún sá bara víst þrjá puffera

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Þau voru nýkomin til Koh Chang og þurftu að ná í bíl til þess að komast í einhverja gistingu. Þau höfðu ekki verið lengi í Taílandi en löngu búin að sjá að margir vildu nýta sér útlit þeirra og féflétta þau.
Ynjan ætlaði sko ekki að láta hafa sig að fífli og gera þar með öðrum ferðalöngum ferðina erfiðari. Ljóna var svo sem slétt sama.

Þau gengu nokkur saman í hóp og upp að bíl. Bílstjórinn rak taílendingana úr bílnum og þeir fóru orðalaust.

Áður en þau fóru um borð urðu þau ásátt um verð... 80 krónur íslenskar var lokaniðurstaða.
Allir sáttir og keyrt var af stað.

Það var sérstök tilfinning að sitja aftan í trukki með fullt af fólki og horfa yfir skóg og fjöll og strjúka svo hitann úr andlitinu.

svo vorum við allt í einu stopp við aðra höfn og bílstjórinn stökk út og inn í litinn kofa.

,,nú já" hugsaði ynja hin skýra ,,bara að sækja vistir eða eitthvað."

Fljótlega fór fólkið að ókyrrast og reyna að komast að því hvað væri um að vera, hvort ekki ætti að halda áfram.

Bílstjórinn mætti aftur með ungri dömu sér til stuðnings.

Hún sagði að bílinn myndi bíða hér í klukkustund eftir fleiri farþegum, ekki nema að við vildum borga meira og þá færi hann af stað.

Allir í bílnum voru ósáttir við þetta enda ekki eins og lög gera ráð fyrir með almenningssamgöngur.

En nú voru góð ráð dýr, ekki vildum við bíða í klukkustund og enn síður borga meiri pening, svona út af prinsippinu.

,,Eigum við ekki að labba þetta bara" sagði einhver ekki alveg mjög skýr og Ynjan var meira en til í það.

Ljóni af himnesku æðruleysi, brosti og tók saman föggur sínar og sagði að veðrið væri í það minnsta gott.

Þau lögðu af stað, fjögur, tveir íslendingar og tveir kanadamenn með fjórar töskur og gott skap, flissandi af því að þeir í bílnum fengju að dúsa þar í klukkustund meðan þau fengju hressandi gönguferð í góðu veðri.

Innan við sextíu sekúndum seinna byrjaði að rigna sem aldrei fyrr, hugtak á við að það rigni hundum og köttum fékk nýja merkingu og í smá stund var ynjan farin að óttast að nóaflóðið væri rétt ókomið. Allt okkar hafurtask var gegn blautt áður en hægt var að telja upp á tíu.

O jæja, aðeins fimm kílómetrar eftir það tekur því ekki að snúa við héðan af.

Svo þau gengu í haugarigningu upp hóla og niður brekkur, tvisvar var stoppað fyrir þeim og þau sátu aftan á pallbíl í smástund og gengu svo áfram.

Klukkustund seinna á áfangastað hætti að rigna og sólin skein sem aldrei fyrr.

Maður lætur ekki hafa af sér peningana í góðu veðri.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Hún brosti út að eyrum og hálf hljóp í áttina að ynjunni. Ynjunni varð svo mikið um að hún hrasaði næstum yfir Xiao Yuan.
,,Var gaman í Taílandi" sagði hún í hærra lagi og ynjan játti því.
,, og fólkið fallegt?"sagði hún enn fremur og brosti sínu blíðasta.
jújú ynjan gat ekki neitað því.
Þá hló hún soldið og sagði að allir útlendingar segi fólkið í Taílandi fallegt.
,,Hvað gerðiru eiginlega í Taílandi?" spurði hún spennt og var nú farin að bíta í vörina á sér af æsingi.
,,Tja" sagði ynjan yfirvegað og gerði sig klára fyrir gott og langt svar. ,, Við Ljóni fórum að ka..."
,, Í dag" sagði Xiao Yuan af svo miklum æsingi að ynjan vissi eiginlega ekki hvort þetta væri virkilega rólega yfirvegaða bekkjarsystir hennar. Klón hugsaði ynjan meðan hún beið eftir orðum Xiao Yuan.
,,Í dag... í dag er Taílenska nýárið.... fullt tungl í kvöld.... rosa veisla í einn, tvö þrjá..." Xiao Yuan taldi á sér fingurna og rétti þrjá þeirra upp máli sínu til stuðnings. ,, Það er veisla í þrjá daga og svo kemur helgi..."

Ynjan ætlaði að henda inn eins og einu til hamingju eða gleðilegt nýtt ár þegar hún greip um axlirnar á ynjunni, sem þegar hér var komið sögu var orðin nokkuð smeyk, og horfði í geðshræringu opnum augum á ynjuna sem reyndi að brosa svona til að fela hve smeyk hún var.

,, Vatn útum allt, vatn vatn vatn... það er svo gaman í Taílandi núna og á eftir er ég að fara út á flugvöll". Hún kleip aðeins fastar í ynjuna.

Það var eins og ´Xiao Yuan væri kippt niður á jörðina skyndilega þegar hún varð álút og setti upp feimnislega brosið sem ynjan kannaðist við, hún tók eitt skref til baka og þurrkaði ósýnilegt ryk af öxlum ynjunnar, þar sem hún hafði áður haldið þéttingsfast.

,,æji þú skilur í Taílandi er gaman núna en ég fer ekki heim fyrr en á næsta ári".
Svo kvaddi hún ynjuna jafn skyndilega og hún kom.

Eftir stóð ynjan og klóraði sér í hausnum.... var hún að tala við mig á kínversku? Í febrúar gat hún ekki sagt orð.

sunnudagur, apríl 09, 2006

i tailandsfloa eru skotur sem eru blaar a bakinu

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Fílarnir eru lúnir eftir langan dag í sólinni....

Megas hefur fylgt okkur í Taílandi og tad er nokkud lýjandi ad koma ser a milli stada. Madur skilur ekki neinn og veit enn minna og tví hofum vid stadid og klórad okkur í hofdinu reglulega. Vid reynum ad muna ad brosa a medan!

Hey you where you go, heyrist a um fimmtan sekunda fresti og lítid fallegt bros segist hafa besta dílinn.

Kannski kemur tad engum a ovart nema ynjunni en her er allt vadandi í túristum, teir eru stórir litlir, margir saman í hóp eda einir, í túr eda med bakpoka, teir eru í hippafotum eda ferdafotum, teir eru í jakkafotum og dragt. Teir eru ungir, gamlir, hressir, feitir, grannir. Teir eru út um allt.
I Taívan skodar madur í tad minnsta útlendingana sem madur sér, hér tarf madur ad hafa sig allan vid ad ganga tá ekki nidur.

Teir sem hafa verid her vita af hverju her er allt fullt af útlendingum og nú veit ynjan tad líka.

sunnudagur, apríl 02, 2006

hmm
Það hefur gengið illa að skrá atburði líðandi stundar á vefritluna undanfarið. Ynjan hefur verið önnum kafin við að sinna Ljóna, sem er í mjög góðu yfirlæti hér.

Þau rúnta yfirleitt saman í skólann og aftur heim, á kaffihús og kíkja svo eitthvað og láta sér líða óhuggulega vel.

Ljóni ætlaði að fara aftur heim 9. apríl. Ynjan var búin að sætta sig við einsemdina.

Á örfáum mínútum og hún skilur eiginlega ekki enn og afhverju og hvernig en nú eru þau á leiðinni til Taílands. Stoppa í viku, kafa frá sér allt vit, fá nýtt vísa fyrir Ljónann og koma svo aftur til Taívan.

Ljóni lofaði Ljónamömmu að koma aftur heim og því fer hann einhvern tíma þegar er farið að sumra á Fróni.
Ynja hefur líka lofað Ynjumömmu að koma aftur heim en hún verður líkast til fram á haust.

Vinni hjónaleysin í lottóinu koma þau aldrei aftur heim.