miðvikudagur, apríl 12, 2006

Hún brosti út að eyrum og hálf hljóp í áttina að ynjunni. Ynjunni varð svo mikið um að hún hrasaði næstum yfir Xiao Yuan.
,,Var gaman í Taílandi" sagði hún í hærra lagi og ynjan játti því.
,, og fólkið fallegt?"sagði hún enn fremur og brosti sínu blíðasta.
jújú ynjan gat ekki neitað því.
Þá hló hún soldið og sagði að allir útlendingar segi fólkið í Taílandi fallegt.
,,Hvað gerðiru eiginlega í Taílandi?" spurði hún spennt og var nú farin að bíta í vörina á sér af æsingi.
,,Tja" sagði ynjan yfirvegað og gerði sig klára fyrir gott og langt svar. ,, Við Ljóni fórum að ka..."
,, Í dag" sagði Xiao Yuan af svo miklum æsingi að ynjan vissi eiginlega ekki hvort þetta væri virkilega rólega yfirvegaða bekkjarsystir hennar. Klón hugsaði ynjan meðan hún beið eftir orðum Xiao Yuan.
,,Í dag... í dag er Taílenska nýárið.... fullt tungl í kvöld.... rosa veisla í einn, tvö þrjá..." Xiao Yuan taldi á sér fingurna og rétti þrjá þeirra upp máli sínu til stuðnings. ,, Það er veisla í þrjá daga og svo kemur helgi..."

Ynjan ætlaði að henda inn eins og einu til hamingju eða gleðilegt nýtt ár þegar hún greip um axlirnar á ynjunni, sem þegar hér var komið sögu var orðin nokkuð smeyk, og horfði í geðshræringu opnum augum á ynjuna sem reyndi að brosa svona til að fela hve smeyk hún var.

,, Vatn útum allt, vatn vatn vatn... það er svo gaman í Taílandi núna og á eftir er ég að fara út á flugvöll". Hún kleip aðeins fastar í ynjuna.

Það var eins og ´Xiao Yuan væri kippt niður á jörðina skyndilega þegar hún varð álút og setti upp feimnislega brosið sem ynjan kannaðist við, hún tók eitt skref til baka og þurrkaði ósýnilegt ryk af öxlum ynjunnar, þar sem hún hafði áður haldið þéttingsfast.

,,æji þú skilur í Taílandi er gaman núna en ég fer ekki heim fyrr en á næsta ári".
Svo kvaddi hún ynjuna jafn skyndilega og hún kom.

Eftir stóð ynjan og klóraði sér í hausnum.... var hún að tala við mig á kínversku? Í febrúar gat hún ekki sagt orð.