föstudagur, apríl 14, 2006

Þegar maður er í undirdjúpunum opnast nýr heimur. Nýtt landslag og annað dýralíf.
Maður gerir sér fulla grein fyrir því hve lítill maður er í heiminum þegar maður dregur að sér andann á 12 metra dýpi.

Maður verður að bera virðingu fyrir lífinu þarna niðri, ef ekki bara til þess að reyna að tryggja að stærri skepnurnar beri virðingu fyrir manni.

Með þetta í huga kafa Ynja og Ljóni. Sjái þau dýr, reyna þau yfirleitt að láta hinn vita og benda svo í áttina og gera viðeigandi tákn.
Þegar maður hefur skoðað nægju sína gefur maður ok merki og heldur áfram.

Ynjan var svo heppin að sjá pufferfisk, sem sést ekki oft á daginn og gerði eins og áður. Benti á staðinn þar sem fiskurinn var og synti frá svo Ljóni gæti skoðað.

Og Ljóni kíkir en sér ekkert og Ynjan bíður þolinmóð. Þá skýst líka þessi stóri puffer framhjá og Ynjan gerir hvað hún getur til þess að láta Ljóna vita en allt kemur fyrir ekki. Og annar puffer fer framhjá og Ynjan missir það aftur og patar út öllum örmum og blístrar og allt sem henni dettur í hug.

Ljóni er bara svo upptekinn við að skoða inn í holuna þar sem pufferinn er að fela sig að hann tekur ekki eftir neinu.

Þegar þriðji pufferinn synti framhjá og nefið á Ljóna enn í holunni greip hún í hann heldur fúl og benti á nýja holu þar sem pufferinn var að fara að skjóta sér inn.

Loks sá Ljóni hann og náði af honum mynd.

Þegar þau komu upp á yfirborðið var Ynjan öll að segja frá þessu og útskýra stærð og liti og annað.

,,já svona eins og með stóra fiskinn´sem enginn sá" sagði Ljóni og glotti.

Þetta skildi ynjan ekki fyrr en löngu seinna en hún sá bara víst þrjá puffera