mánudagur, janúar 31, 2005

Ef ynjan góða væri slagorð væri útkoman á þessa leið;

leti er dyggð!

Illu er best slegið á frest!

Í þessu letikasti sínu rakst ynjan á gamla dagbók og blaðaði aðeins í gegn. Þar stóð... eitt af því sem ég hef loksins lært er að slaka á og njóta þess að gera ekki neitt...
Nú fimm árum seinna er latynjan komin með mastersgráðu í afslöppun og gerir sig klára í að fá prófessor stöðu í leti.

Kannski að áðurnefnd menntun hennar útskýri óhemjudugnað í blogginu sem mun hér eftir flokkast undir fagleg vinnubrögð.

geisp

laugardagur, janúar 22, 2005

Ég sön-geit- t lag svarið er geit!

Fórnarlambið ég virðist ætla að lenda í flensunni, mannsefnið lenti í henni og gat ekkert að gert. Því hef ég reynt milli vinnustunda að hjúkra fársjúkum manninum. Þegar ég birtist missir hann skyndilegan mátt til að hreyfa sig og tjá. Því eru bendingar til að hlaupa á eftir og stöku sinnum heyrist...ooo hvað ég er veikur... ef ynjan hefur ekki verið nógu fljót að hlaupa.

Kominn er þorri og blómaval græddi lítið á þessari rómantísku ynju sem rankaði við sér um miðnættið, of sein til að kjósa riddarann í MT52 sem kynþokkafyllsta mann Rásar 2. Búin að setja inn í símaheilann áminningu fyrir næsta ár.

Selið jöklanna.

Hafið það gott.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Þrem vikum seinn leit daman niður og skrækti upp yfir sig ,, ERTU Í SITHVORUM SOKKNUM?"
,,já flest erum við í sitthvorum sokknum" heyrðist úr ynjunni gömlu.
,, EN ÉG MEINA AFHVERJU ERU ÞEIR EKKI EINS Á LITINN?"
,, það er svo ég villist ekki af réttri leið!"
Þá vaknaði sá þriðji ,,hvert ertu að fara?"

Hvaða dýranafn má finna hér?

Ég söng eitt lag!

mánudagur, janúar 17, 2005

Einhvern daginn þegar ég er orðin rík ætla ég að hringa í Björgúlf og bjóða honum littlar 15 milljónir fyrir jakkafötin til þess eins að gefa honum þau aftur. Sama dag og það gerist ætla ég að opna ókristilegt hjálpræðishús fyrir heimilislausar mýs. Mér verður kalt við að horfa út um gluggann. Úr því að ég verð hvort eð er komin í dýrahjálparstarf gæti ég yfirboðið einn starfsmann eða tvö frá Kárahnjúkum til þess að gefa fyglunum. Þá er gott að hafa kattarpíu til að gæta þess að ljónin tvö ráðist ekki á frostbitin dýrin.

Ég er líkast til þessi gamla kerling sem þykir nokkuð hrædd við unglinga. En kjarkur minn vex með degi hverjum. Einhversstaðar í minningunni hef ég líkast til verið unglingur líka nema að ég hafi getið mér rétt til og fæðst þrítug. Daníeli Þorsteinssyni hefði þótt mikið til þess koma.

Nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, atviksorð, lítið orð og allt hitt.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Misskilin

Hundfúl með geðþóttaákvarðanir náungans. Veit ekki hvort maður nennir að kvarta almennilega. Betra að tuða og láta vitleysuna yfir sig ganga.

Jabbala annars er svo sem fínt að frétta en ég nenni ekki að blogga um það.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Skipulagið í höfðinu á mér virkar alltaf mikið betur þegar það er bara þar en ekki á blaði. Þegar skipulagið er komið á blað skilur ynjan hvorki upp né niður í þessu hripi og verður að endurskipuleggja sig. ,,Það endar nú varla með ósköpum" ...en stundum er maður ekki viss.

Ynjan er mætti á vettvang, klár í slaginn en nokkuð stressuð. Henni létti óheyrilega þegar það upplýstist að jörðun gestakennara væri liðin tíð. Vonandi þraukar hún.
Ynjan reynir og reynir að segja sér það að kennarar séu ekki endilega gamalt og leiðinlegt fólk og að námsefni sé skemmtilegt. Það er ekki það að ynjuna góðu mislíki eigið efni þvert á móti stekkur henni bros þegar hún hugsar um hve gaman er að fræðast um orðið hagldir. Ynjan veit líka fyrir víst að kennarar eru ekkert svo slæmir og missa jafnvel útúr sér brandara við og við og eru kímnir. Verra er að slá frá öldrun kennara. Þeir sem kenna í gr eru alltaf að umgangast sér mikið yngra fólk og í ofan á lag messandi yfir þeim. Kennarar verða líka alltaf gamlir á endanum. Því þó kennari sé 28 ára í dag þarf ekki að bíða nema 25 ár og þá er það búið, skrifa nú ekki um ef 40 ár líða. Þá er kennarinn síkáti löggilt gamalmenni.

Það er gott að eldast og vitkast eða í það minnsta eldast svo lengi sem það er ekki ynjan unga.